Page 1 of 1

Kit brugg - Geordie Toucan

Posted: 14. Jul 2012 20:12
by Plammi
Sælir

Hef ekki alveg skellt mér í BIAB ennþá, en ég smellti í eina tilraun. Var búinn að lesa mikið um toucan bjóra (2 kit dósir, ekkert 1kg sykur bull) á aussiehomebrewer.com og langaði að prufa.

Efni:
1 dós Geordie Scottish Export
1 dós Geordie Lager
gerið úr scottish export

Framkvæmd:
Dósum blandað saman í heitt vatn
Fyllt upp að 23L með köldu vatni
Ger bætt í
Látið gerjast í 13 daga
Bulk priming með 150gr sykri

Tölur:
Starting gravity 1045 sirka
final gravity 1019
Vissi ekki að FG yrði svona hátt þannig að bjórinn er ekki nema 3,4%

Niðurstöður:
Ég verð að segja að þetta kom mér bara skemmtilega á óvart. Smakkaði hann eftir 24 daga á flösku og bjórinn ber ágæta humlabeiskju sem nær aðeins að vega á móti því hve sætur hann er. Ég get allavega sagt að þetta er miklu betra en Better Brew kit+kilo bjórinn sem ég gerði í vor.
Ég mun hiklaust mæla með að þeir sem vilja prufa að brugga bjór en þora ekki strax í All-grain, byrji á þessu. Kittin 2 fást í Europris á 2690kr dósin, sem er ódýrara en Better Brew + bruggsykur.
Eina sem ég mun breyta ef ég fer í þetta aftur er að bæta við einni dollu af hunangi til að fá sterkari bjór.

Re: Kit brugg - Geordie Toucan

Posted: 14. Jul 2012 20:27
by sigurdur
Frábært, til hamingju með þetta :)
Gaman að sjá niðurstöðuna hjá þér.