Kit brugg - Geordie Toucan

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Kit brugg - Geordie Toucan

Post by Plammi »

Sælir

Hef ekki alveg skellt mér í BIAB ennþá, en ég smellti í eina tilraun. Var búinn að lesa mikið um toucan bjóra (2 kit dósir, ekkert 1kg sykur bull) á aussiehomebrewer.com og langaði að prufa.

Efni:
1 dós Geordie Scottish Export
1 dós Geordie Lager
gerið úr scottish export

Framkvæmd:
Dósum blandað saman í heitt vatn
Fyllt upp að 23L með köldu vatni
Ger bætt í
Látið gerjast í 13 daga
Bulk priming með 150gr sykri

Tölur:
Starting gravity 1045 sirka
final gravity 1019
Vissi ekki að FG yrði svona hátt þannig að bjórinn er ekki nema 3,4%

Niðurstöður:
Ég verð að segja að þetta kom mér bara skemmtilega á óvart. Smakkaði hann eftir 24 daga á flösku og bjórinn ber ágæta humlabeiskju sem nær aðeins að vega á móti því hve sætur hann er. Ég get allavega sagt að þetta er miklu betra en Better Brew kit+kilo bjórinn sem ég gerði í vor.
Ég mun hiklaust mæla með að þeir sem vilja prufa að brugga bjór en þora ekki strax í All-grain, byrji á þessu. Kittin 2 fást í Europris á 2690kr dósin, sem er ódýrara en Better Brew + bruggsykur.
Eina sem ég mun breyta ef ég fer í þetta aftur er að bæta við einni dollu af hunangi til að fá sterkari bjór.
Attachments
scottishexport2.jpg
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kit brugg - Geordie Toucan

Post by sigurdur »

Frábært, til hamingju með þetta :)
Gaman að sjá niðurstöðuna hjá þér.
Post Reply