Hvítur sloppur

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Hvítur sloppur

Post by gosi »

Jææææjaaaa

Ég og vinur minn hentum í einn slopp í dag frá Hrafnkeli. 5 og 1/2 tíma verk komst vel til skila.

Ferlið hljómaðu svo:
28,2 L af vatni hitað í 69c.
Korni hellt út í og hitinn lækkaði í 67. Látið liggja í 60 mín.
60 min seinna var joðpróf sem sýndi lok meskingar.
Hitastigið mælt og hafði farið niður í 64c.
Vatnið hitað upp í 77c og látið liggja þannig í 10 mín.
2 L af vatni voru soðnir.
10 min seinna var pokinn tekinn upp og kreistur (Ég geri það og ætla mér að gera það áfram).
Soðnu vatni hellt yfir kreistann pokann í annað ílát.
Preboil mælt og sýndi 27 L - SG 1.041 sem var ansi skemmtileg niðurstaða.
Síðan var soðið í 60 mín. Humlum hent í kóngurlónna.
10 mín fyrir lok suðu voru fjörugrösum hent útí, en þó ekki kóngurlónna, ásamt kælingunni.
7 L af vatni gufuðu upp og því voru 20.2 L eftir.
Kælt í 40 mín eða svo niður í 20c.
SG mælt og sýndi 1.050 .
Bruggfatan fékk svo 19 L og suðufatan fékk að halda 1.2 L
Geri skellt út í.

Við tókum þá ákvörðun að vera ekkert að þynnan niður enda verður hann 5.1% samkvæmt Beersmith
en það er bara skemmtilegra að fá sér slíkt.

Kannski er ég að gleyma einhverju en það verður bara að vera þannig.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hvítur sloppur

Post by helgibelgi »

gosi wrote:Kælt í 40 mín eða svo niður í 20c.
Mæli með að þið fáið ykkur kælispíral. Þá styttist þetta ferli niður í 10-15mín.

Mæli líka með 3 vikna gerjun. Ég smakkaði hveitibjór um daginn sem var hreinlega vondur því hann hafði ekki fengið að vera nógu lengi í gerjun (eða það var amk kenning okkar).

Hvaða ger eruði annars að nota í þennan?
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Hvítur sloppur

Post by gosi »

Ég notaði kælispíral, hann er bara ekki nógu öflugur.

Gerið er T-58. Fékk uppskriftina hjá Hrafnkeli.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hvítur sloppur

Post by sigurdur »

Prófaðiru að hreyfa kælispíralinn á meðan þú kældir niður?
Áður en ég var kominn með dælu og hringiðu við kælingu, þá hreyfði ég allan vökvann með stórri sleif. Það jók kælihraðann alveg ótrúlega hratt.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Hvítur sloppur

Post by gosi »

jájájá notaði sleif til að hreyfa vökvan.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Hvítur sloppur

Post by gosi »

Jæja þá er bjórinn flaskaður.

FG varð 1.014. Endaði með 16,83 L af bjór = 51 flaska sem er ásættanlegt.
Við settum 133g af soðnum sykri sem er 2.84 í carbonation volume.

Nú er það bara að bíða spenntur eftir útkomunni.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hvítur sloppur

Post by Gvarimoto »

gosi wrote:Jæja þá er bjórinn flaskaður.

FG varð 1.014. Endaði með 16,83 L af bjór = 51 flaska sem er ásættanlegt.
Við settum 133g af soðnum sykri sem er 2.84 í carbonation volume.

Nú er það bara að bíða spenntur eftir útkomunni.
133g er allt of lítið fyrir hveitibjór held ég...

ég set alltaf (alltaf..) 190gr og það er fínt fyrir hvíta sloppinn
nota meiraðsegja 150gr á nánast alla aðra bjóra, IPA og svona.
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Hvítur sloppur

Post by gosi »

Seturu alltaf 190g óháð magni?

Ég þorði hins vegar ekki að setja meira. Var ekki viss hvað flöskurnar þola.
En það verður bara að koma í ljós hvort bjórinn verður drekkanlegur eða ekki,
annars hendi ég honum ;)

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Hvítur sloppur

Post by Proppe »

Ég setti svona 130g í lögun af hvítum sloppi.
Hann kom hress og fissí frá því.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hvítur sloppur

Post by Gvarimoto »

gosi wrote:Seturu alltaf 190g óháð magni?

Ég þorði hins vegar ekki að setja meira. Var ekki viss hvað flöskurnar þola.
En það verður bara að koma í ljós hvort bjórinn verður drekkanlegur eða ekki,
annars hendi ég honum ;)

Hendir aldrei bjór drengur. Getur alveg drukkið þetta undercarbed ef svo er :)

En já ég er með á glerflöskum og set 190g fyrir 19L

Las margsinnis að það væri magnið fyrir hveitibjóra en það er misjafnt. Seinast setti ég bara 165g samt og það kom alltilæ út, mér fannst hann ekki nægilega carbed.
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Hvítur sloppur

Post by gosi »

Jebb ég hef lesið líka og séð 3.6 - 4.5 sé gott.

Ég er alveg sáttur við undercarb bara svo lengi sem það sé eitthvað
carb í því. Annars sjáum við hvað setur. Ég læt ykkur vita.

Hvað hafið þið látið hann bíða lengi í flöskum þar til hann er tilbúinn?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hvítur sloppur

Post by Gvarimoto »

gosi wrote:Jebb ég hef lesið líka og séð 3.6 - 4.5 sé gott.

Ég er alveg sáttur við undercarb bara svo lengi sem það sé eitthvað
carb í því. Annars sjáum við hvað setur. Ég læt ykkur vita.

Hvað hafið þið látið hann bíða lengi í flöskum þar til hann er tilbúinn?
Prófaði fyrsta minn eftir viku, var fínn. Síðasti (næstsíðasti, síðasti var í gallaðri flösku og flatur) var langbestur og búinn að vera í 4 vikur þá.
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Hvítur sloppur

Post by gosi »

Ok ég reyni að geyma hann í ca 3 vikur. Annars smakkaði ég hann á föstudag
og hann var drekkanlegur en ekkert svakalega góður. Held að hitastigið hafi átt góðan
þátt í því. Er búinn að kaupa mér múrbala til að gerja ofan í. Vonandi verður næsti
bjór betri þá.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hvítur sloppur

Post by gunnarolis »

Ég má til með að skjóta inn einu kommenti hérna.

190gr af sykri í 19 lítra mundi gefa þér einhversstaðar á bilinu 3.8-4 vol af kolsýru í bjórinn.

Það er of mikið fyrir venjulegar glerflöskur. Ég mundi alls ekki fara með venjulega glerflösku uppfyrir 3vol af kolsýru, þær einfaldlega eru rate-aðar fyrir þann þrýsting. Þó þær "þoli" mögulega meiri þrýsting þá þarf ekki að vera nema örlítil skemmd í flöskunni til þess að þetta endi illa.

Sprungin flaska, sérstaklega stúturinn getur stórslasað. Farið varlega í að setja svona mikinn þrýsting á venjulegar glerflöskur.

Ef þið eruð að setja bjórana á kút er í lagi að setja hærri þrýsting.

American IPA ætti að vera carbaður á bilinu 2.2-2.7 vol af kolsýru, þannig að 170gr af sykri í 19 lítra væri líka að overcarba þann bjór...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hvítur sloppur

Post by Gvarimoto »

gunnarolis wrote:Ég má til með að skjóta inn einu kommenti hérna.

190gr af sykri í 19 lítra mundi gefa þér einhversstaðar á bilinu 3.8-4 vol af kolsýru í bjórinn.

Það er of mikið fyrir venjulegar glerflöskur. Ég mundi alls ekki fara með venjulega glerflösku uppfyrir 3vol af kolsýru, þær einfaldlega eru rate-aðar fyrir þann þrýsting. Þó þær "þoli" mögulega meiri þrýsting þá þarf ekki að vera nema örlítil skemmd í flöskunni til þess að þetta endi illa.

Sprungin flaska, sérstaklega stúturinn getur stórslasað. Farið varlega í að setja svona mikinn þrýsting á venjulegar glerflöskur.

Ef þið eruð að setja bjórana á kút er í lagi að setja hærri þrýsting.

American IPA ætti að vera carbaður á bilinu 2.2-2.7 vol af kolsýru, þannig að 170gr af sykri í 19 lítra væri líka að overcarba þann bjór...

Ég nota 150gr í allar aðrar tegundir nánast (so far) og hef fengið frábæra kolsýru úr því og bara sáttur.

En, það er auðvitað alltaf vafasamt að kolsýra í gleri og ég hef alltaf verið smeikur með það.
Hinsvegar þrátt fyrir að nota 190gr fyrir hveitibjór og í glerflöskum þá hefur það sloppið hingað til.

En svo er alltaf hægt að kolsýra í plasti, hef sjálfur m.a notað 2L pepsi flöskur fyrir suma bjóra (aðalega kit bjóra sem ég vill ekki að séu fyrir mér eða taka flottu flöskurnar)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hvítur sloppur

Post by Idle »

Fyrstu hveitibjórarnir mínir voru settir upp með 2,8 CO2 vegna skekkju í fyrri útgáfu BeerSmith (man ekki nákvæmlega um hvað það snérist, en lítið mál að gúggla). Eftir að það hafði verið leiðrétt, miðaði ég alltaf við 3,6. Notaði eingöngu Móra, Fuller's og Erdinger flöskur, og það gekk allt eins og í sögu. Ég held að flestar svona "alvöru" bjórflöskur eigi að höndla 3,5 til 4. Er ekki Coca Cola uppgefið á bilinu 3,5 til 3,7? Held að ég hafi lesið það einhvern tímann. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply