Ódýr lítill Bunsen brennari fyrir "rannsóknarstofu" heima

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Ódýr lítill Bunsen brennari fyrir "rannsóknarstofu" heima

Post by sigurdur »

Ég var að leita leiða til að búa til ódýran bunsen brennara heimafyrir.
Ég skoðaði á netinu og svo allt í einu small eitthvað - Ég á "ónýtan" gas lóðbolta (endar fást ekki lengur fyrir hann).

Ég fann til lóðboltann og setti á hann gasbrennara enda. Ég fann svo til skyrdollu og skar hæfilega stórt gat á hana.
Image

Ég setti þetta svo allt saman og voila - heimagerður standandi bunsen brennari fyrir "rannsóknarstofuna" heima.
Image

Hér er svo mynd með gasboltann í gangi.
Image
Post Reply