Page 1 of 1

All grain

Posted: 8. Jul 2012 23:18
by aggi
ég er búinn að vera að lesa mér dálítið um þetta og mér sýnist að menn séu að gera þetta á 3 vegu, sumir setja kornið beint útí, aðrir setja það í poka og láta liggja ofaní, svo eru sumir sem að sjóða vatn og láta kornið liggja í 1 klukkutíma og sjóða svo hvernig eru þið að gera þetta og er eitthver teljandi munur á þessum aðferðum ?

Re: All grain

Posted: 8. Jul 2012 23:25
by Proppe
Ég verslaði mér startpakka frá brew.is og hef skemmt mér konunglega við þetta.
Þar er poki með korninu lagður í heitt vatn, samkvæmt leiðbeiningum á sömu síðu.

Þetta er ódýr og drullueasy aðferð.

Re: All grain

Posted: 8. Jul 2012 23:27
by hrafnkell
Sæll

Þú ert aðeins að misskilja sýnist mér, en basic ferlið er svona:
Kornið er malað og látið liggja í vatni við ákveðið hitastig í 60mín - MESKING / MASH
Kornið er síað frá vatninu, vatnið er orðið sætt útaf sykrum frá korninu - SKOLUN / SPARGE
Vatnið (virtinn) er soðinn í 60-90mín og humlum eru bætt við - SUÐA / BOIL
virtinn kældur niður, gerjaður og settur á flöskur nokkrum vikum seinna - KÆLING, GERJUN, ÁTÖPPUN / COOLING, FERMENTATION, BOTTLING

Aðal breytileikinn er í fyrsta skrefinu, en það felst í rauninni aðallega í því hvernig maður nær vatninu frá korninu.

Getur lesið þessar leiðbeiningar sem ég skrifaði fyrir byrjendur:
http://www.brew.is/files/BIAB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: All grain

Posted: 8. Jul 2012 23:49
by aggi
ok ég hef kannski aðeins miskilið en sumir eru með kornpokann opinn og hræra/velta korninu aðeins meðan aðrir eru með hann lokaðan, þetta er allt gert í suðutunnunni ekki rétt svo eru það humlarnir eru þeir settir í poka eða bara beint í pottinn ?? ég er kannski að velta mér aðeins of mikið uppúr þessu en ég þarf oft að sjá hlutina til að ná þeim alveg :)

Re: All grain

Posted: 9. Jul 2012 00:42
by bergrisi
Skoðaðu myndbönd á youtube. td. http://www.youtube.com/watch?v=JMHLqnWCNjE" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég geri þetta svona. Nota kælibox til að meskja í. Enginn poki. Sýð svo inni í eldhúsi. Fyrst setti ég humlana beint í en hef undanfarið notað humlakónguló sem ég bjó til. Mun þægilegra.

Ég þaul las leiðbeiningarnar hans Hrafnkels og það kom mér af stað.

Menn gera þetta örlítið breytilega en með sama markmið. Þetta eru engin geimvísindi. Byrjaðu bara og njóttu. Ekki hika heldur við að spyrja ef eitthvað er óljóst. Bara gaman að hjálpa mönnum aö komast á sporið.

Re: All grain

Posted: 9. Jul 2012 00:46
by Proppe
bergrisi wrote: Þetta eru engin geimvísindi.
Þetta held ég að sé það sem að fólk þarf að gera sér grein fyrir.
Þetta bruggstúss er miklu einfaldara en ég hélt.

Svo einfalt, að ég er að skrifa þetta hálfur af fyrstu bjórlöguninni sem ég sauð fyrir réttum mánuði.
Fyrir 5 vikum vissi ég ekki vel hvernig maður bruggar bjór úr korni.

Re: All grain

Posted: 9. Jul 2012 08:32
by aggi
ég þakka góð ráð er búinn að vera að lesa frekar mikið um nokkrar aðferðir og mér líst best á biab aðferðina það virðist vera einfaldasta aðferðin ekkert sparge vatn og ég þarf þá ekki að færa á milli. Er að spá í að fá mér 60 L plast tunnu með hitastýringu og 5 kw elementi þá nær maður að halda réttum hita á þessu er líka kominn með mína fyrstu uppskift stefni á þetta í ágúst þegar ég kem heim en hér er linkur á uppskriftina ef eitthver hefur áhuga eða hefur prófað eitthvað svipað

http://www.brew-monkey.com/recipes/html ... ialAle.htm" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

já og fyrst ég fæ mér 60 L tunnu er þá ekki betra að gera 2 falda uppskrift :)