Page 1 of 1
Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda
Posted: 6. Jul 2012 00:30
by beefcake
Halló
Er tiltölulega nýbyrjaður að brugga öl, er með 5. lögun í gerjun.
Hef mikinn áhuga á því að prófa saaz humla - er svoldill sökker fyrir t.d. Norðan Kalda.
Er einhver sem á sannreynda uppskrift?
Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda
Posted: 6. Jul 2012 08:18
by rdavidsson
beefcake wrote:Halló
Er tiltölulega nýbyrjaður að brugga öl, er með 5. lögun í gerjun.
Hef mikinn áhuga á því að prófa saaz humla - er svoldill sökker fyrir t.d. Norðan Kalda.
Er einhver sem á sannreynda uppskrift?
Norðan Kaldi er líka uppáhald bjórinn minn. Væri mjög til í að reyna að búa til svipað ÖL, er einnig nýlega byrjaður í bransanum!!
Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda
Posted: 6. Jul 2012 09:52
by hrafnkell
Ég hef ekki smakkað hann í þónokkurn tíma, en ég hugsa að eitthvað svona sé ágætis byrjun:
90-95% pilsner malt
3-5% ljóst crystal malt
etv smávegis dekkra crystal malt
Stefna á uþb 20 IBU með 60, 15 og 0mín viðbót.
s-23 lagerger
Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda
Posted: 6. Jul 2012 10:44
by rdavidsson
hrafnkell wrote:Ég hef ekki smakkað hann í þónokkurn tíma, en ég hugsa að eitthvað svona sé ágætis byrjun:
90-95% pilsner malt
3-5% ljóst crystal malt
etv smávegis dekkra crystal malt
Stefna á uþb 20 IBU með 60, 15 og 0mín viðbót.
s-23 lagerger
Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú mælir með því að nota lagerger í Öl? Nei ég spyr bara þar sem að Norðan kaldi er ekki lagerbjór..

Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda
Posted: 6. Jul 2012 10:52
by bjarkith
Þeir segja að hann sé gerjaður með ensku ölgeri, en hann er svo hreint gerjaður að ég held það væri sterkur leikur að nota us-05 og gerja frekar kallt bara, frá 15-17° C og lagera hann svo í svona 2 vikur.
Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda
Posted: 6. Jul 2012 11:43
by hrafnkell
rdavidsson wrote:Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú mælir með því að nota lagerger í Öl? Nei ég spyr bara þar sem að Norðan kaldi er ekki lagerbjór..

Ég hef ekkert lesið um hann þannig að ég gerði bara ráð fyrir að hann væri gerjaður eins og allir hinir "venjulegu" bjórarnir hérna. Hugsa að lagerger eða ölger í frekar köldum aðstæðum eins og bjarki bendir á myndi bæði ganga upp.
Svo eru víst einhverjir nýsjálenskir humlar í honum líka, veit ekki hverjir.
Hvernig væri bara að hringja í bruggarann og spyrja?
Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda
Posted: 6. Jul 2012 11:52
by rdavidsson
hrafnkell wrote:rdavidsson wrote:Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú mælir með því að nota lagerger í Öl? Nei ég spyr bara þar sem að Norðan kaldi er ekki lagerbjór..

Ég hef ekkert lesið um hann þannig að ég gerði bara ráð fyrir að hann væri gerjaður eins og allir hinir "venjulegu" bjórarnir hérna. Hugsa að lagerger eða ölger í frekar köldum aðstæðum eins og bjarki bendir á myndi bæði ganga upp.
Svo eru víst einhverjir nýsjálenskir humlar í honum líka, veit ekki hverjir.
Hvernig væri bara að hringja í bruggarann og spyrja?
Ég sendi þeim póst um daginn en hef ekki fengið svar ennþá.. Spurning um að bjalla í þá á eftir..
Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda
Posted: 6. Jul 2012 13:11
by Idle
Nottingham gæti virkað prýðilega.
Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda
Posted: 7. Jul 2012 22:47
by beefcake
Sælir
takk fyrir svörin
Er þá þörf á því að gerjunin sé í lægra hitastigi en herbergishiti (c.a. 18 °) fyrir gott saaz öl?
Hafið þið reynslu af því að nota t.d. vínkæli við gerjun í svalara umhverfi?