Page 1 of 1

Reykt malt

Posted: 5. Jul 2012 12:21
by Hekk
sælir,

ég hef verið að reyna að finna Stout uppskriftir þar sem reykt malt er notað.
Ekki fundið neitt af viti enn og langaði því að athuga hvort menn hafa prufað að nota reykt malt í Imperial stout (finnst Lava ansi góður) og hversu mikið?

Re: Reykt malt

Posted: 5. Jul 2012 21:33
by Gvarimoto
http://www.byo.com/stories/recipeindex/ ... rial-stout" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Fyrsta sem ég fann á google, annars hef ég ekkert kynnt mér reykt malt svo ég veit ekkert hvort þetta séi gott eða ekki :)

Svo bara leika sér áfram í beersmith

Re: Reykt malt

Posted: 6. Jul 2012 10:24
by Hekk
Kærar þakkir, var einmitt búinn að sjá þessa. Fannst magnið af reyktu malti svo mikið að ég var ekki alveg viss um notkun þess. Hélt fyrst að reykt malt væri sérmalt en ekki grunnmalt og ákvað því að spyrja hérna.

Leitin heldur áfram.

Re: Reykt malt

Posted: 6. Jul 2012 11:44
by hrafnkell
reykt malt er grunnmalt, getur notað allt að 100% af því í uppskriftir. lava er með 50% af reyktu malti, jafnvel meira (man ekki akkúrat töluna).