ég hef verið að reyna að finna Stout uppskriftir þar sem reykt malt er notað.
Ekki fundið neitt af viti enn og langaði því að athuga hvort menn hafa prufað að nota reykt malt í Imperial stout (finnst Lava ansi góður) og hversu mikið?
Kærar þakkir, var einmitt búinn að sjá þessa. Fannst magnið af reyktu malti svo mikið að ég var ekki alveg viss um notkun þess. Hélt fyrst að reykt malt væri sérmalt en ekki grunnmalt og ákvað því að spyrja hérna.