Page 1 of 1

Gerinnflutningur

Posted: 2. Jul 2012 15:33
by Proppe
Vinkona mín er á leið í heimsókn frá kongens köben og ég náði að sannfæra hana um að grípa fyrir mig nokkrar gerflöskurá leiðinni.

Ég var að hugsa um að grípa flöskur af:
WLP029 German Ale/ Kölsch Yeast
WLP800 Pilsner Lager Yeast
WLP300 Hefeweizen Ale Yeast
WLP833 German Bock Lager Yeast


Ég er að kaupa þetta í eigið brugg og einskonar gerbanka, þar sem menn gætu fengið afleggjara gegn efniskostnaði við að taka afleggjarann (næring, póstur og tilraunaglas, beisiklí)

Eruð þið með einhverjar uppástungur um ger sem væri gott að fá í umferð hérna á klakanum?

Re: Gerinnflutningur

Posted: 2. Jul 2012 15:54
by bjarkith
Sæll, þú getur farið yfir þennan þráð og séð hvað er til og tekið síðan ákvarðanir út frá því, en kauptu samt bara það sem þig langar í :)

Re: Gerinnflutningur

Posted: 2. Jul 2012 16:12
by sigurdur
bjarkith wrote:Sæll, þú getur farið yfir þennan þráð og séð hvað er til og tekið síðan ákvarðanir út frá því, en kauptu samt bara það sem þig langar í :)
Hvaða þráð?

Re: Gerinnflutningur

Posted: 2. Jul 2012 16:27
by bjarkith

Re: Gerinnflutningur

Posted: 2. Jul 2012 18:23
by Proppe
Vill svo heppilega til að ég sá engin af þeim sem ég ætlaði mér að kaupa í boði í þessum þræði.
Sá að vísu sum sambærileg, en frá öðrum framleiðendum.

Kannski maður verði að pitcha WLP og Wyeast gerjum af "sömu" sort í sitthvora fötuna af sama virtinum og sjá hver munurinn sé? Svona þegar þetta verður komið í hendurnar á manni...

Re: Gerinnflutningur

Posted: 2. Jul 2012 19:42
by sigurdur
Proppe wrote:Vill svo heppilega til að ég sá engin af þeim sem ég ætlaði mér að kaupa í boði í þessum þræði.
Sá að vísu sum sambærileg, en frá öðrum framleiðendum.

Kannski maður verði að pitcha WLP og Wyeast gerjum af "sömu" sort í sitthvora fötuna af sama virtinum og sjá hver munurinn sé? Svona þegar þetta verður komið í hendurnar á manni...
Það er alltaf áhugaverð tilraun. Muna bara að setja þá u.þ.b. jafn mikið af virku geri. :)