Vinkona mín er á leið í heimsókn frá kongens köben og ég náði að sannfæra hana um að grípa fyrir mig nokkrar gerflöskurá leiðinni.
Ég var að hugsa um að grípa flöskur af:
WLP029 German Ale/ Kölsch Yeast
WLP800 Pilsner Lager Yeast
WLP300 Hefeweizen Ale Yeast
WLP833 German Bock Lager Yeast
Ég er að kaupa þetta í eigið brugg og einskonar gerbanka, þar sem menn gætu fengið afleggjara gegn efniskostnaði við að taka afleggjarann (næring, póstur og tilraunaglas, beisiklí)
Eruð þið með einhverjar uppástungur um ger sem væri gott að fá í umferð hérna á klakanum?