Page 1 of 1
Varðandi ferlið eftir suðu o.s.f
Posted: 1. Jul 2012 14:02
by Gvarimoto
Sælir, hér er snögg spurning.
Þegar ég er búinn að sjóða og kæla virtinn í 20° og klár til að setja í gerjunarfötu, er í lagi að allt gumsið (cold break o.s.f) fari með ?
Setti krana á suðufötuna en tekst enganveginn að filtera þetta frá.
Re: Varðandi ferlið eftir suðu o.s.f
Posted: 1. Jul 2012 16:57
by sigurdur
Gvarimoto wrote:Sælir, hér er snögg spurning.
Þegar ég er búinn að sjóða og kæla virtinn í 20° og klár til að setja í gerjunarfötu, er í lagi að allt gumsið (cold break o.s.f) fari með ?
Setti krana á suðufötuna en tekst enganveginn að filtera þetta frá.
Það er í lagi.
Ég sía þetta frá með því að vera með stút að innanverðu sem fer ekki ofan í cold break dótið.
Re: Varðandi ferlið eftir suðu o.s.f
Posted: 1. Jul 2012 17:08
by bergrisi
Það er í góðu lagi að allt fari með. Það sekkur svo til botns og blandast við gerkökuna í gerjun.
Ég nota annars svona sigti
http://www.ikea.is/products/6650" onclick="window.open(this.href);return false;, sem smellpassar á gerjunarfötu. Læt alltaf renna í gegnum þetta.
Re: Varðandi ferlið eftir suðu o.s.f
Posted: 1. Jul 2012 17:18
by Gvarimoto
Ok, en ef maður er með stút, tapar maður þá ekki alveg 1-5 lítrum ?
Og annað, ég fékk þetta frábæra 3068 ger frá sigurði, þótt það blandist við gumsið get ég samt notað gerkökuna ? sett í krukkur og í kæli þangað til ég geri næsta hveitibjór

(hef aldrei gert það áður en langar að taka kökuna og hreinsa núna og sjá hvað gerist)
Re: Varðandi ferlið eftir suðu o.s.f
Posted: 1. Jul 2012 17:35
by gunnarolis
Það eru margir þræðir til um það hvernig á að skola ger.
Flettu upp "Washing yeast" á homebrewtalk.com og lestu þann þráð 2-3 sinnum í gegn.
Það skiptir ekki máli þó að það séu humlar og cold brake með á botninum þegar þú ert að skola gerið. Það er einmitt þessvegna sem þú skolar. Til að losna við "gumsið".
Re: Varðandi ferlið eftir suðu o.s.f
Posted: 1. Jul 2012 19:38
by Gvarimoto
gunnarolis wrote:Það eru margir þræðir til um það hvernig á að skola ger.
Flettu upp "Washing yeast" á homebrewtalk.com og lestu þann þráð 2-3 sinnum í gegn.
Það skiptir ekki máli þó að það séu humlar og cold brake með á botninum þegar þú ert að skola gerið. Það er einmitt þessvegna sem þú skolar. Til að losna við "gumsið".
Magnað
