Ég sé að margir tala um nýtni í bruggun hjá sér. Ég lagðist á stúfana til þess að fræðast aðeins um útreikning á þessu fyrirbæri.
Ég fann leiðbeiningar um útreikninga á þessu þar sem er notað gallon og pund.
Eru menn þá alltaf að breyta lítrum í gallon og grömmum í pund?
Hann sýnir:
Mash Efficiency
Sparge Efficiency
Brewhouse Efficiency
Hann notar svo Potential Extract á efni með Gravity Points Per Gallon.
Þegar ég versla mér efni, fæ ég þá gefið upp PE eða PPG með því... Eða þarf að fletta því upp á netinu?
Hann notar í reikningana:
SG sem ég túlka sem FG í okkar daglega tali.
Svo tekur hann aðra SG eftir "Second Run" í næstu nýtni? Það er eins og hann taki tvær mælingar eftir meskingu.
Þetta er í grunninn ekki mjög flókið dæmi, en það eru þó nokkrir hlutir sem verður að hafa á hreinu þegar maður fer að pæla í nýtninni.
Vissulega geturðu farið að reikna þetta í höndunum, en það er frekar tedious reikningur. Það sem er best að gera (að mínu mati) er að nota bara forrit eins og beersmith eða sambærilegt til þess að reikna þetta fyrir sig.
Hvað er nýtni?
Í stuttu máli sagt er nýtnin ekkert annað en sá sykur sem ÞÚ nærð útúr korninu, miðað við hversu miklum sykri væri fræðilega HÆGT að ná útúr því ef að ALLUR sykurinn losnaði úr því í meskingu. Slík er ekki raunin, það eru ákveðnir þættir sem hafa áhrif á það hversu mikla nýtni þú færð.
Hvernig reiknar maður nýtnina?
Þegar þú kaupir korn er alltaf uppgefið hversu mikinn sykur extract það inniheldur. Það er mismunandi eftir uppskeru á korninu hversu mikill extract er í korninu. Fyrir hvert kg af Pale Ale malti ættirðu að fá 1.033-36 í SG fyrir hverja 5 lítra af vatni. Þetta á að vera hægt að finna í ákveðnum "data sheets" með korninu. Fyrri heimabruggara skiptir þetta ekki rosalegur máli, munurinn á milli uppskera er ekki það mikill. Aðrar korntegundir innihalda minni sykur, og sumar alls ekki neinn sykur.
Þessi gildi eru öll nú þegar inni í bruggforritunum sem gerir það að verkum að það er þægilegt að nota þau, þú þarft ekki að fletta upp neinum gildum sjálfur.
Setjum upp einfalt dæmi hérna:
Ég nota gæða Weyermann malt frá Brew.is í bruggunina mína. Ég ætla að gera single malt pale ale úr weyermann pale malti og gera 20 lítra lögun.
Skv Beersmith mundi ég við 100% nýtni fá virt í fötuna mína sem er 1.061 Specific Gravity. En ég veit að ég fæ ekki 1.061 virt í fötuna mína því ég næt ekki 100% nýtni. Ég veit að á kerfinu mínu (skv reynslu) hef ég verið að fá 75% nýtni. Þetta þýðir að í fötuna mína fæ ég 20l af virti sem er 1.046 specific gravity.
1 - ((1.061 - 1.046) / (1.061 - 1)) =~ 75%
Með öðrum orðum : Ég náði 75% af öllum gerjanlegum sykri útúr því magni af korni sem ég byrjaði með.
Mikilvægt er að hafa í huga að ég gæti gert lögunina 25 lítra en samt fengið 75% nýtni. Það mundi bara þýða að í staðinn fyrir að fá 20 lítra af virti við 1.046 Specific Gravity fengi ég 25 lítra af virti við 1.038. Með öðrum orðum ég væri bara búinn að þynna sykurinn út með meira vatni. Hversu mikill sykur er í korninu í upphafi breytist ekki þó ég bæti við vatni.
Hvað er það sem hefur áhrif á nýtnina?
Það eru nokkrir þættir sem hafa áhrif á nýtnina. Mikilvægasti þeirra eru (eftir reynslu minni):
*Mölunin á korninu. Mölunin á korninu hefur haft stærstan þátt á meskinýtni hjá mér. Eftir að ég styllti Barley Crusherinn minn á 0.9mm keflabil fór nýtnin hjá mér úr 70% í 80% með sömu aðferðum.
*Mesking og skolun. Það hvernig þú meskjar og hvernig þú skolar hefur töluverð áhrif á nýtni. Með engri skolun færðu minni nýtni, og með hægri skolun færðu hærri nýtni. Athugið samt að mörgum finnst munur á bjór sem er gerður úr óskoluðum virti og þeim sem er gerður úr skoluðum. Jamil hefur t.d talað um á Brewing Network að þegar hann er að gera keppnisbjóra þá reyni hann að skola lítið sem ekki neitt. Það kostar örlítið meira, en honum finnst það ekki skipta máli. Hitastigið skiptir líka máli. Of heit eða of köld mesking getur haft drastísk áhrif á meskinýtnina.
Einhverjir aðrir þættir kunna að hafa áhrif á nýtnina, en þetta eru þeir mikilvægustu. Athugið að það ætti ekki endilega að vera keppikefli að auka nýtnina. Korn er nokkuð ódýrt hráefni og flestir spekingar eru sammála um það að hærri nýtni þýði ekki endilega betri bjór. Sumir ganga svo langt að segja að 75% nýtni sé "optimal" nýtnin úr korni, þá fáirðu mest af sykrum án þess að fara að draga úr korninu óæskilegt bragð. Hvort þetta er rétt skal ósagt látið.
Hvernig finn ég út nýtnina á mínu kerfi?
Að finna út nýtnina á sínu eigin kerfi er mjög mikilvægt. Ekki af því að þú viljir endilega hækka nýtnina upp í gegnum þakið, heldur til þess að geta planað uppskriftirnar rétt. Það verður bara gert með reynslu. Bruggaðu 2-3 laganir og hafðu vökult auga fyrir nýtninni, eftir 3 laganir ættirðu að vera kominn með nokkuð góða hugmynd um hversu nýtið kerfið þitt er. Athugaðu að þú verður að beita sömu aðferðum í öll skiptin. Ef þú breytir skoluninni eða mölunninni verðurðu að endurtaka 3 brugganir með sama hætti til að vera öruggur. Það er þó í lagi að breyta hitastiginu lítillega, t.d úr 66 í 67 gráður t.d.
Ef að þú ætlar að gera Pale Ale sem á að vera 1.050 Original Gravity þá viltu fá 1.050 virt í fötuna eftir meskinguna. Ef að nýtnin á kerfinu þínu er 70% og þú gerir ráð fyrir að fá 80% nýtni þegar þú býrð til uppskriftina, þá lendirðu í því að virturinn sem þú endar með inniheldur minni sykur kominn í fötuna en þú hafðir áætlað í upphafi. Þetta hefði verið hægt að laga í uppskriftagerðinni með því að bæta við korni eða minnka vatnsmagnið (þynninguna).
Þegar þú veist hver nýtnin á kerfinu þínu er þá geturðu farið að plana uppskriftirnar eftir því, fengið rétt OG í hvert skipti (+- 2 punktar) og farið að eyða orkunni í að bæta aðra þætti bruggunarinnar.
Hvað get ég gert til að "laga" virt þar sem ég fékk of litla nýtni?
Margir reynsluboltar í bransanum eiga alltaf smá DME til þess að bæta útí suðuna ef að þeir hafa af einhverri ástæðu fengið lægri nýtni en þeir reiknuðu með við uppskriftagerðina. Þetta er kemputrix, og gott að eiga alltaf smá DME á lager til þess að bregðast við á ögurstundu.
Ég vona að þessi pistill hafi skýrt nýtnina eitthvað fyrir þér, og ég skal glaður svara spurningum ef þér finnst eitthvað af þessu ruglingslegt eða villandi.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Þakka þér fyrir glæsilegt svar. Eins og þau gerast best.
En þú vilt s.s. meina að ég ætti að gera þrjár eins brugganir á mínu kerfi til að sjá nýtni kerfisins? Þegar maður er þá kominn með c.a. hversu mikil nýtni er á kerfinu. Er maður þá að nota það þegar maður er að gera uppskriftir?
Ég verð að fara fá mér BeerSmith. Eruð þið flestir að nota það?
Það er til slatti af mismunandi "Brew Software" þarna úti. Prófaðu bara að gúggla og skoða hvaða niðurstöður þú færð. Það eru allnokkur forrit ókeypis, sum eru í browser útgáfum og sum ekki.
Þú þarft ekki endilega að gera 3 nákvæmlega eins brugganir. Það eina sem skiptir máli er að þú vitir hvað fræðileg 100% nýtni í hverri bruggun er fyrir sig og mæla síðan hvað þú færð miðað við það.
Eftir fyrsta bruggið ertu kominn með sirkabát tölu á nýtnina þína, í næstu bruggun notarðu þá tölu sem nýtnitöluna þína. Ef þú hittir á rétt OG í bruggun númer 2 var nýtnitalan nærri lagi. Ef hún er síðan nákvæmlega eins í næstu bruggun þá ertu kominn mjög nærri lagi.
Án þess að vita hver nýtni kerfisins þíns er, þá er mjög erfitt að plana uppskrift og fá hana út eins og maður ætlaði.
Það er mjög slæmt að ætla sér að hafa bjór 1.050, humla hann eftir því en enda síðan á því að fá út bjór sem var 1.040.
Þetta er vandamál sem nokkrir nýliðar hafa lent í, þeir setja upp uppskriftir, nota ekki rétta nýtni í forritunum/útreikningum og enda á að fá mun hærra/lærra SG en þeir ætluðu. Síðan humla þeir virtinn eins og ef að þeir hefðu hitt á rétt gravity og fá út bjór sem er ekki í réttum balance milli beiskju og SG.
Ef að maður lendir í því að fá allt annað gravity en maður ætlaði sér í uppskriftinni og veit af því fyrir suðu, þá er gott að leiðrétta humladagskránna skv því.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.