Page 1 of 1

Suða og mesking?

Posted: 27. Jun 2012 17:46
by Duffman
Góðan daginn.

Ég er að fara stíga mín fyrstu skref í þessum bransa og er bara að skoða og lesa mig til um ferlið. Ég ætla að smíða mínar eigin græjur og hef verið að skoða Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Ég hef nokkrar spurningar varðandi ferlið. Er búinn að sjá svo margar útgáfur af þessu ferli að ég er alveg orðinn ruglaður.

Suðutunnan:
  • Vatnið er væntanlega soðið í suðupottinum og þá hráefnum blandað saman?
  • Virtinum er þá væntanlega hellt yfir í meskitunnuna eða fer blöndunin fram í meskitunnunni?
  • Eruð þið að dæla úr suðutunnunni yfir í meskitunnuna?
Meskitunnan:
  • Þegar kemur að meskitunnunni er útboruð röragrind smíðuð sem fer í hana? Til hvers er sú grind? Hvað er það sem myndi tengjast í T stikkið?
  • Hvaða aðferðum beitið þið til þess að breyta hitastiginu í tunnunni? Samkvæmt Wikipedia eru nokkur kjörhitastig sem er æskilegt að staldra við á í meskingunni.
  • Þessi kjörhitastig, hefði ekki átt að stoppa frekar á þeim í suðutunnunni þegar hráefnin eru soðin? Eða er staldrað við á hverju kjörhitastigi í kæliferlinu?
Aðrar spurningar:
  • Kælispírallinn er væntanlega í meskitunnunni? Hvenær er það sem virturinn er kældur? Er hann þá tilbúinn til gerjunar?
  • Eruð þið með þriðju tunnuna þar sem hann er látinn gerjast? Með loftlás.
  • Hvaða aðferðum beitið þið til þess að halda réttum hita á tunnunni í gerjuninni?
Sá sem spyr er heimskur í smá stund, en sá sem aldrei spyr er alltaf heimskur.

Re: Suða og mesking?

Posted: 27. Jun 2012 17:55
by hrafnkell
Legg til að þú byrjir á að lesa þetta skjal sem ég skrifaði :)

http://www.brew.is/files/BIAB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Suða og mesking?

Posted: 27. Jun 2012 18:35
by Duffman
Sæll Hrafnkell. Þakka þér fyrir þetta. :)

Ertu þá að nota suðutunnuna sem meskitunnu? Er þá óþarfi að útbúa sér meskitunnu?

Re: Suða og mesking?

Posted: 27. Jun 2012 22:09
by helgibelgi
Þú mátt skoða þetta skjal sem ég bjó til handa félaga mínum sem er einnig að byrja í þessu. Lofa engu um hvort þetta hjálpi eða ekki, en veit að þetta hjálpaði félaga mínum :)

Edit: ég kann ekkert að setja inn þetta skjal, sorrý

Re: Suða og mesking?

Posted: 27. Jun 2012 22:36
by Idle
Helgibelgi: Þú smellir á Browse hnappinn, velur skjalið sem þú vilt hlaða upp, og smellir svo á "Add the file". Það er allt og sumt. :)

Re: Suða og mesking?

Posted: 27. Jun 2012 23:17
by Duffman
Þakka þér fyrir helgibelgi. Það væri gaman að fá að sjá þetta skjal sem þú útbjóst. Öll hjálp er vel þegin.
Ef þú telur þig frekar geta sent þetta í tölvupósti, þá get ég látið þig fá tölvupóstfangið mitt.

Re: Suða og mesking?

Posted: 27. Jun 2012 23:45
by helgibelgi
Ok sé núna að skjalið er of stórt til að uploada því hér. Hvað er emailið þitt?

Re: Suða og mesking?

Posted: 28. Jun 2012 00:00
by Idle
helgibelgi wrote:Ok sé núna að skjalið er of stórt til að uploada því hér. Hvað er emailið þitt?
Ég var að hækka stærðarmörkin. Voru frekar stíf, eða 256 KB. 2 MB núna. :skal:

Re: Suða og mesking?

Posted: 28. Jun 2012 00:06
by helgibelgi
Jæja loksins, hér kemur það :)

Re: Suða og mesking?

Posted: 28. Jun 2012 00:33
by Duffman
Glæsilegt! Þakka þér kærlega fyrir skjalið. Það hefur svarað flestum af þeim spurningum sem hafa brunnið hafa á vörum mér.

Helsti misskilningurinn hjá mér var að ég hélt að suðan væri á undan meskingunni sem mér fannst bara ekki rökrétt og það olli miklum miskilningi á öllu ferlinu. :D
Þannig að forsendan fyrir megninu af spurningunum sem ég lagði af stað með í umræðuna eru brostnar.

Ég þakka kærlega fyrir. :beer:

Re: Suða og mesking?

Posted: 29. Jun 2012 10:16
by helgibelgi
Jæja gott að ég gat hjálpað :)

Gangi þér vel með fyrsta bjórinn og endilega komdu á næsta mánudagsfund!

Re: Suða og mesking?

Posted: 29. Jun 2012 17:20
by Duffman
Ég myndi hugsanlega kíkja ef ég væri á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti verið að maður komi þegar ég flyt í bæinn í haust. Þá verður einnig fyrsta lagning. Fram að því ætla ég að smíða græjurnar. Kem líklega með myndir af smíðaferlinu síðar.

Annars langaði mig að forvitnast hvort þið séuð ekki með hitaelement í meskikerinu? Eða setjið þið bara heitt vatn í kerið og haldið því heitu þar? (Hvernig náið þið þá að hita það í lok meskingar?)

Re: Suða og mesking?

Posted: 29. Jun 2012 22:45
by bergrisi
Ég er bara með kælibox úr húsasmiðjunni og set heitt vatn í það og svo kornið. Svo hef ég sett nokkur teppi yfir og á þessum klukkutíma sem meskingin tekur þá hefur þetta kannski farið niður um gráðu. Svo er ég bara með einn 24 lítra pott sem ég síð í.

Bara einfalt og gott hér.

Re: Suða og mesking?

Posted: 30. Jun 2012 06:23
by Duffman
Takk fyrir svarið. :)

Ætli ég byrji ekki bara á því að hafa þetta svona einfalt til að byrja með. En þú ert væntanlega með einhvern poka fyrir meskinguna? Ég hef séð á youtube að menn setji kornið beint út í vatnið og hafi bara síu í millihellingunni?

Er gruggið ekki bara skilið eftir.. Þar sem dren-systemið hjá lítur út fyrir að geta ekki náð öllu.?

Eru menn svo bara með hitaelementið í botni í suðunni? Er enginn kjörhiti fyrir það?

Re: Suða og mesking?

Posted: 30. Jun 2012 11:53
by bergrisi
Ég nota ekki poka. Set kornið í kæliboxið og svo er ég með krana og barka sem ég nota sem sigti. Notaði það reyndar ekki síðast því það mér finnst það taka svo mikinn tíma. Sigtaði bara kornið frá vökvanum með því að setja stórt IKEA sigti á gerjunartunnu og fór svo með vökvann inn í eldhús og sauð virtinn þar.

Er ekki ennþá kominn með suðupott með elementum en það er stefnan næsta vetur.

Eins og þú sérð þá er hægt að gera bjór með lítillri fyrirhöfn og litlum kostnaði.

Það eina sem maður þarf að búa sér til finnst mér vera kælispírall. Ég nota minn bæði til að hita vatn fyrir meskingu og svo kæla niður eftir suðu. Þú sérð umræðu um kælispíral hérna á spjallinu.

Svo endar maður örugglega á Braumaster potti. Það er stóri draumurinn. Byrjaður að reyna sannfæra konuna um nauðsyn slíks tækis á heimilið.

Re: Suða og mesking?

Posted: 30. Jun 2012 14:47
by Duffman
Ég er alltaf að sjá það betur og betur að ég hef ætlað mér heldur stóra hluti svona til að byrja með. Ég var kominn með kostnaðaráætlun upp á 75.000 og fannst það orðið heldur mikið.

Er kominn með það niður í 35.000 núna með því að minnka aðeins flottheitin á mér, sem ég gæti alltaf bætt við síðar. En fyrir þennan pening gæti ég keypt 150 litla dósabjóra. Maður verður að drekka dágóðan slatta til að láta þetta borga sig peningalega séð. En þetta verður vonandi bara skemmtun í leiðinni. :)

Re: Suða og mesking?

Posted: 30. Jun 2012 15:12
by Idle
Tveir lítrar á dag koma skapinu í lag! ;)

Þetta getur verið svolítil fjárfesting í upphafi, það er alveg rétt. Þegar þú ert búinn að koma þér upp græjunum, og bruggar e. t. v. 40 lítra fyrir 5 til 7.000 kr, þá er það engin spurning hvort borgar sig; 12 lítrar úr ÁTVR á ~8.000 kr, eða DIY. :)

Ég er ekki með flottustu græjurnar, en þó er ég búinn að eyða um 200.000 kr. bara í búnaðinn (samantekið frá því ég byrjaði, 2009).
Eitt sem ég gerði strax í byrjun, var að halda til haga öllum kvittunum fyrir kaup á búnaði í kringum þetta áhugamál. Nokkuð fræðandi að ganga frá því öllu inn í Excel skjal og fylgjast með kostnaðinum. Þetta er alls ekki dýrasta áhugamálið (golf, stangveiði, skotveiði, köfun, jafnvel hjólreiðar og margt fleira getur reynst mun dýrara). :)

Re: Suða og mesking?

Posted: 30. Jun 2012 15:41
by Duffman
Ég hef einmitt gert svona Excel-Bruggskjal þar sem ég verð með bókhald yfir allt sem ég geri þessu tengdu.
Á einni síðunni er ég svo með yfirlit yfir lagningar (Verðandi lagningar) þar sem ég mun reyna skrá allt.

Re: Suða og mesking?

Posted: 1. Jul 2012 12:46
by bergrisi
Ég hef ekki eytt miklum pening í þetta en er ekkert að spá í hvað mikið.
Ég er stunum spurður að því hvort þetta "borgi" sig. Ég svara því alltaf. "Afhverju á áhugamál að borga sig?"

Ég ráðlegg engum að fara útí þetta til að spara sér pening. Menn verða að hafa áhuga á bjórgerðinni til að hafa gaman af þessu. Ég er að velta fyrir mér endalaust hvað ég á að brugga næst, hvaða korn á að prófa, hvaða humla og hvaða ger. Hver er munurinn á þessu og hinu.

Minn smekkur er líka búinn að breytast helling, sem kom mér á óvart en er ótrúlega spennandi og nú langar mig að prófa mun meira en ég var að velta fyrir mér í byrjun.

Byrjaðu bara einfalt, með kæliboxi án þess að setja krana á það strax og svo reddar þú þér bara sláturpotti frá einhverjum ættingja og sýður í eldhúsinu. Svo geturu stækkað við þig hægt og rólega ef þú færð "bruggvírusinn" eins og ég er með.

Re: Suða og mesking?

Posted: 1. Jul 2012 13:11
by Duffman
Ég er nú ekki alveg að fara í þetta einungis til þess að reyna spara pening. Mig hefur lengi langað að prófa þetta.

En er einhver ástæða fyrir því að þú ráðleggur mér að sleppa krananum á meskikerinu?

Re: Suða og mesking?

Posted: 1. Jul 2012 14:04
by hrafnkell
Ef þú vilt komast undir 35þús þá er byrjendapakkinn hjá mér enn ódýrari, 28þús fyrir allar græjur sem þú þarft ásamt einni lögn. Svo getur maður bætt við og breytt seinna meir.

Annars er rétt að það er ekki rétta hugarfarið að fara í þetta áhugamál til að spara sér pening. Þeir sem hafa komið til mín, keypt byrjendapakkann og ætlað sér að spara sér gríðarlegan fylleríspening á því að brugga sinn eigin bjór hafa fæstir enst í þessu áhugamáli. Þeir koma nokkrum sinnum til mín að kaupa hráefni og sjást svo ekki meir.

Re: Suða og mesking?

Posted: 1. Jul 2012 17:01
by sigurdur
Ég byrjaði í þessu að hluta til þess að spara mér pening.
Ég endaði ekki á að spara mjög mikinn pening (ég er án efa að spara ef ég miða við bjór í ríkinu..) heldur eignaðist ég mjög stórt og skemmtilegt áhugamál sem fræðir mig mjög reglulega. :)

Re: Suða og mesking?

Posted: 1. Jul 2012 17:05
by bergrisi
Engin djúp pæling með kranann. Ef þú endist ekki í þessu sporti þá áttu kælibox sem þú getur notað í ferðalög. En eins og Hrafnkell segir þá er mjög fljótlegt að ná sér í byrjendapakkann og hendast af stað.

Ég var búinn að velta þessu sporti fyrir mér í mörg ár áður en ég fór af stað. Sé ekki eftir því eina mínútu.

Mundu bara, ekkert stress, þú ert bara að gera bjór.

Re: Suða og mesking?

Posted: 2. Jul 2012 00:44
by gosi
Maður sparar hugsanlega til lengri tíma litið ef menn endast.
Byrjendapakkinn er góð leið til að kaupa ekki of dýran og flókinn pakka
og endast svo ekki nema í 2 lagnir sitjandi uppi með þvílíka skuld.

Því miður býður ÁTVR ekki upp á þá bjóra sem menn þrá eins og
Saison (hef ekki smakkað) og fleiri skemmtilegar tegundir.
Því grípa menn til þess ráðs að brugga sína uppáhalds tegund með meiru.

Idle og Bergrisi töluðu um golf og áhugamál. Ég tel að golf borgi sig aldrei
nema maður gerist Tiger Woods en hins vegar hafa menn það sem áhugamál.
Það að brugga er skemmtilegasta áhugamál sem ég hef átt. Ég fór einmitt
í þetta ekki í þeim tilgangi að spara heldur því ég hafði svo mikinn áhuga á bruggun.