Page 1 of 1

Lykt við bjórgerð?

Posted: 25. Jun 2012 04:09
by Duffman
Sælir Gerjunaráhugamenn.

Ég er að hugsa um að fara að prófa mig áfram í bjórgerð. Ég hef enga reynslu af þessu og ég hef verið að skoða aðeins á netinu og rakst á þetta ágæta spjall.

Þannig er mál með vexti, að ég bý í fjölbýli í frekar lítilli íbúð. Ég vil helst ekki að íbúðin mín angi eins og bruggkútur mér og öðrum til ama.

Mig langar til þess að forvitnast hvort það sé mikill fnykur sem fylgir þessu?
Hverjar eru kjöraðstæður fyrir svona áhugamál?

Kveðja,
Duffman!

Re: Lykt við bjórgerð?

Posted: 25. Jun 2012 08:33
by sigurdur
Sæll Duffman.
Mér finnst ekkert mikil lykt við bjórgerð, en konan mín er ósammála. :)
Mesta lyktin verður til þegar þú ert að sjóða virtinn og bæta humlum við hann.
Við gerjun þá finn ég ekki mikla lykt yfirleitt, en ég er með sér gerjunarísskáp.

Sumir gerja í svefnherberginu sínu, þannig að fleiri geta jafnvel komið með sínar athugasemdir.

Gangi þér vel.

Re: Lykt við bjórgerð?

Posted: 25. Jun 2012 11:39
by rdavidsson
Ég bý sjálfur í blokk. Er sammála Sigurði, mesta lyktin kemur í suðunni.. Ég hef gerjað bjórinn niðrí geymslu hjá mér í kjallaranum og það kemur lítil sem engin lykt og enginn hefur kvartað í blokkinni ennþá :)

En þetta er örugglega mjög breytilegt eftir því hvernig bjór þú gerir, hveitibjórinn minn freyddi t.d frekar mikið fyrstu dagana þannig að það fór slatti í gengum vatnslásinn sem orsakaði smá lykt á meðan að APA bjórinn (Beecave) var 100% lyktarlaus.

Re: Lykt við bjórgerð?

Posted: 25. Jun 2012 17:42
by Duffman
Þakka ykkur kærlega fyrir svörin. Ég hugsa að ég bara drífi mig í þessu strax eftir sumarið. En þangað til mun ég vonandi drekka í mig þann fróðleik og þekkingu sem til þarf og útbúa tæki og tól til verksins.