Sælir Gerjunaráhugamenn.
Ég er að hugsa um að fara að prófa mig áfram í bjórgerð. Ég hef enga reynslu af þessu og ég hef verið að skoða aðeins á netinu og rakst á þetta ágæta spjall.
Þannig er mál með vexti, að ég bý í fjölbýli í frekar lítilli íbúð. Ég vil helst ekki að íbúðin mín angi eins og bruggkútur mér og öðrum til ama.
Mig langar til þess að forvitnast hvort það sé mikill fnykur sem fylgir þessu?
Hverjar eru kjöraðstæður fyrir svona áhugamál?
Kveðja,
Duffman!