Vantar uppskrift af hveitibjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by Gvarimoto »

Sælir, eftir að hafa klárað byrgðirnar mínar af Hvítur Sloppur langar mér endilega að skella í annan hveitibjór sme fyrst, en langar að prófa eitthvað nýtt.

Er í raun að leita af 2 uppskriftum, hveitibjór svo bara opinn fyrir öllu.

Er með 33L suðupott, getiði gefið mér einhver ráð ?

Edit;
Hvernig er þessi að hljóma?
Uppfærð útgáfa af Hvíta sloppinum :)

2kg Pilsner
2kg hveitimalt
300gr Munich I

35gr Hallertauer 60min
10gr Hallertauer 20min
25gr Appelsínubörkur 5min

Áætlað ABV 5.2% (of mikið fyrir hveitibjór kannski?)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by Benni »

50/50 Hveiti og Pilsner er alltaf góður grunnur einnig hef ég líka oft sett smávegis af Caramunic III með góðum árangri
Appelsínubörkurinn er líka alltaf gott touch fyrir hveitibjóra, sítrónubörkur og kóríander passa líka í hveitibjórana
En svo líka spurningin með hvaða ger skal nota, mín reynsla er sú að með WY3068 þá er alveg sama hvaða twist maður gerir útkoman er alltaf góð
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by Gvarimoto »

Benni wrote:50/50 Hveiti og Pilsner er alltaf góður grunnur einnig hef ég líka oft sett smávegis af Caramunic III með góðum árangri
Appelsínubörkurinn er líka alltaf gott touch fyrir hveitibjóra, sítrónubörkur og kóríander passa líka í hveitibjórana
En svo líka spurningin með hvaða ger skal nota, mín reynsla er sú að með WY3068 þá er alveg sama hvaða twist maður gerir útkoman er alltaf góð

En það fæst ekkert hér á klakanum er það ?
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by helgibelgi »

Verð auðvitað að auglýsa þessa uppskrift enn og aftur, einfaldlega of góð!!

Weissbier Hell: http://braukaiser.com/wiki/index.php?ti ... sbier_Hell
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by Gvarimoto »

helgibelgi wrote:Verð auðvitað að auglýsa þessa uppskrift enn og aftur, einfaldlega of góð!!

Weissbier Hell: http://braukaiser.com/wiki/index.php?ti ... sbier_Hell
Væri alveg til í að prófa hann en ég er nýr í þessu all grain og næ ekkert að lesa úr þessu :/
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by helgibelgi »

Uppskriftin er:

70% Wheat malt
3% Acidulated malt (Weyermann)
5% Cara Munich II (Weyermann)
22% Pilsner malt

Meskja við 63°C í 35 mínútur og síðan 71°C í 45 mínútur og síðan mash out ef þú vilt. (ég sleppi oft mash out, en það gefur samt betri nýtni að nota það)

"One addition of German hops worth about 40 mg/l alpha acid in the kettle full wort. This is about 1 g alpha acid in 25 l (6.6 gal) or 10 g 10% alpha acid hops in 25 l. The hops may be added before or after the wort comes to a boil. Boil time is 70 min."
þýðir að þú þarft 10g af 10% aa þýskum humlum í 25 lítra eða t.d. 20g af 5% aa í 25 lítra eða t.d. 16g 5% aa í 20 lítra...You do the math ;) já, og sjóða í 70 mín, humlar mega fara í byrjun suðu eða í 60 mín.

Síðan bara gerja með Wyeast 3068 við 17°C (helst ekki hærra, þó það sé alveg í lagi, þá kemur bara meiri gerkarakter)

Mæli með að gerja í 3 vikur og síðan beint á flöskur/kút.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by Gvarimoto »

helgibelgi wrote:Uppskriftin er:

70% Wheat malt
3% Acidulated malt (Weyermann)
5% Cara Munich II (Weyermann)
22% Pilsner malt

Meskja við 63°C í 35 mínútur og síðan 71°C í 45 mínútur og síðan mash out ef þú vilt. (ég sleppi oft mash out, en það gefur samt betri nýtni að nota það)

"One addition of German hops worth about 40 mg/l alpha acid in the kettle full wort. This is about 1 g alpha acid in 25 l (6.6 gal) or 10 g 10% alpha acid hops in 25 l. The hops may be added before or after the wort comes to a boil. Boil time is 70 min."
þýðir að þú þarft 10g af 10% aa þýskum humlum í 25 lítra eða t.d. 20g af 5% aa í 25 lítra eða t.d. 16g 5% aa í 20 lítra...You do the math ;) já, og sjóða í 70 mín, humlar mega fara í byrjun suðu eða í 60 mín.

Síðan bara gerja með Wyeast 3068 við 17°C (helst ekki hærra, þó það sé alveg í lagi, þá kemur bara meiri gerkarakter)

Mæli með að gerja í 3 vikur og síðan beint á flöskur/kút.

Magnað takk fyrir þetta, Acidulated malt hvaða malt er það ?

Hvaða humla myndiru nota sjálfur ?

fæst 3068 á klakanum ?

Takk fyrir svörin :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by helgibelgi »

Acidulated malt er súrmalt, gefur smá súrt bragð. Ekkert nauðsynlegt að nota það held ég.

Ég nota Hersbrucker humla frá Hrafnkeli.

Það eiga ýmsir til þetta ger, bara að auglýsa hér á fágun eftir því.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by sigurdur »

helgibelgi wrote:Acidulated malt er súrmalt, gefur smá súrt bragð. Ekkert nauðsynlegt að nota það held ég.
Ef mér skjátlast ekki, þá er það malt notað til þess að lækka sýrustigið á meskingunni, ásamt því að gefa mjólkursýrubragð í bjórinn.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by helgibelgi »

Já, eða það sem Sigurður sagði :P
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by hrafnkell »

Ég á nóg af acidulated malti. Gleymdi bara að henda því á síðuna eftir seinustu sendingu :)
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Vantar uppskrift af hveitibjór

Post by Gvarimoto »

Þetta er magnað, ætla að óska eftir svona geri og sjá hvað gerist :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Post Reply