Page 1 of 1
Sótthreinsir - Sýra
Posted: 11. Jun 2012 15:26
by gosi
Var að skoða pH Down frá General Hydroponics á heimasíðu innigarða og sá að það inniheldur matvæla fosfórsýru skv.
þessu.
Síðan skoðaði ég blaðið sem fylgir og það stendur 1.2 pH.
Nú var ég að spá hvort það væri raunhæft að nota þetta svipað og Starsan og finna það út sjálfur með hjálp mæla og þess háttar réttan styrk.
Re: Sótthreinsir - Sýra
Posted: 11. Jun 2012 19:22
by sigurdur
Því miður þá held ég að það séu aðeins meiri pælingar í starsan heldur en einungis sýrustigið.
T.d. má nefna innihaldsefnin.
Úr Star San upplýsingabæklingnum:
STAR SAN HB is a blend of phosphoric acid and dodecylbenzenesulfonic acid.
Úr phDown bæklingnum:
pH DownTM Dry Concentrate contains ammonium sulfate, citric acid, and urea phosphate.
Svo stendur neðst í phDown bæklingnum:
General Hydroponics pH DownTM Dry Concentrate is a plant nutrition aid.
Þar sem þetta er ekki ætlað í beina matvælaframleiðslu, þá myndi ég ekki nota þetta persónulega.
Re: Sótthreinsir - Sýra
Posted: 11. Jun 2012 21:16
by hrafnkell
Getur fengið fosfórsýru til sótthreinsunar, en það vantar ýmist í hana til að gera hana sambærilega starsan. Ég er búinn að skoða þetta ítarlega í samráði við mjöllfrigg og kemi meðal annars

Re: Sótthreinsir - Sýra
Posted: 12. Jun 2012 00:15
by gosi
Dry og Liquid innihalda ekki sömu efnin.
Liquid: phosphoric acid, citric acid and monoammonium phosphate.
Dry: ammonium sulfate, citric acid and urea phosphate
Re: Sótthreinsir - Sýra
Posted: 12. Jun 2012 00:30
by sigurdur
gosi wrote:Dry og Liquid innihalda ekki sömu efnin.
Liquid: phosphoric acid, citric acid and monoammonium phosphate.
Dry: ammonium sulfate, citric acid and urea phosphate
Rétt, takk fyrir að benda á það
Bæði eru samt ekki til notkunar í beinni matvælaframleiðslu
Re: Sótthreinsir - Sýra
Posted: 12. Jun 2012 00:39
by gosi
Gleymdi að nefna það að ég meinti liquid en ekki dry efnið.
Það er kannski rétt að þetta er ekki notað beint í matvælin en ég var bara að spá.
Las að monoammonium phosphate er merkt með 1 í bláum í NFPA 704 kassanum sem er jafnhættulegt og acetone við inntöku, en það fer náttúrulega eftir inntökumagni.