Page 1 of 1

kryddaður bjór

Posted: 29. May 2012 11:50
by Hekk
Hvernig hefur mönnum gengið með að búa til kryddaða og sterka bjóra (jólabjór).

Ein uppskrift er á uppskriftasíðunni http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=902" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég var að pæla í að búa til einn sem á svo að fá tíma fram í desember til að jafna sig.

Eru fleiri sem luma á álíka uppskriftum eða geta gefið einhver hints varðandi krydd o.fl.

Re: kryddaður bjór

Posted: 29. May 2012 19:32
by Benni
ég smakkaði minn svona um daginn eftir að hafa verið á flöskum í 6mánuði, kom skemmtilega á óvart en samt ekki nógu góður ennþá, þarf eflaust svoldið meiri tíma

Re: kryddaður bjór

Posted: 8. Jun 2012 08:07
by Hekk
Er það kryddið sem veldur því að bjórinn þarf að eldast lengur eða er það hátt alkóhól innihald, kanski bæði bara?

Re: kryddaður bjór

Posted: 8. Jun 2012 17:03
by gunnarolis
Blessaður Hekk.

Þetta er hressandi umræðuefni sem hefur oft verið tekið fyrir, ég held að það hafi verið þráður fyrr um kryddun á bjór hérna fyrir löngu síðan. Prófaðu að slá það inn og kíkja á þann þráð.

Þegar menn eru að krydda bjóra eru það oft jólabjórar eða vetrarbjórar sem eru ögn hærri í alkóhóli. Þeir batna oft mikið við það að fá að aldrast aðeins. Einnig gæti verið að kryddin þurfi tíma til "taka sig" ég skal ekki segja.

Það eru nokkrar góða uppskriftir í Radical Brewing þar sem notast er við krydd í uppskriftir, því miður er bókin mín á íslandi, en einhverjir gætu sennilega slegið þessu upp fyrir þig. Síðan er ein mikið krydduð uppskrift í bókinni Brewing Better Beer eftir Gordon Strong sem ég get hent upp fyrir þig ef þú vilt.

Meginreglan í krydduðu er eiginlega þessi : kryddaðu minna en meira. Það er alltaf hægt að bæta við kryddi, en meira mál að taka það úr.

Kannski gæti verið gott að setja einhver krydd í suðuna, en búa svo til "te" úr kryddunum og blanda eftir smekk þegar gerjun er lokið. Það ætti að gefa viðráðanlegri niðurstöðu, það er, þú getur bætt við þangað til ákveðnum effekt er náð.

Re: kryddaður bjór

Posted: 9. Jun 2012 11:08
by Hekk
Sæll Gunnar,

Það væri gaman að sjá þessa uppskrift sem þú nefnir, er nefnilega búin að fara í gegnum nokkrar og sé að mikill fjölbreytileiki er í notkun krydda.

Mér lýst vel á blönduna sem er í þessum sem er póstuðum í uppskrifta þráðnum, myndi þó líklega draga úr krydd magni eða nota te aðferðina sem þú bentir á.

kv.