Page 1 of 1

Vika á kút

Posted: 20. May 2012 12:42
by helgibelgi
Afsakið leti mína en ég nenni ekki að leita á netinu akkúrat núna. Geri það seinna...

Hvernig hafa menn farið að því að koma gos í bjórinn sinn á kút ef þeir hafa lítinn tíma? Ég setti bjór á kút í gær og hann þarf að vera tilbúinn til drykkju í partý næsta laugardag. Gaskúturinn er stilltur núna á 30 psi og stendur hann og bjórkúturinn við stofuhita, ca. 21°C. Ég hef engan kost á því að kæla þetta niður neitt, engar svalir (kjallaraíbúð) og enginn kælir. Gæti hugsanlega skellt kútnum í gerjunarfötu fyllta með vatni og nota ísflöskuaðferðina, en þá er samt smá af kútnum sem stendur upp úr.

Er ekki einhver fancy hristi-aðferð sem fólk hefur góða reynslu af?

Þakka fyrirfram alla hjálp :fagun:

Re: Vika á kút

Posted: 20. May 2012 12:50
by helgibelgi
http://www.youtube.com/embed/KUtvdW7NRso

Hefur einhver prófað þessa aðferð?

Re: Vika á kút

Posted: 20. May 2012 22:30
by sigurdur
Þú þarft að byrja á því að kæla bjórinn niður í ásættanlegt hitastig. Því næst "serving temp", því betra.
Svo getur þú framkvæmt svona hrað "force-carb".

Ég mæli með að þú notir ísflöskuaðferðina til að kæla bjórinn niður í nokkra daga áður en þú force-carb'ar.

Re: Vika á kút

Posted: 21. May 2012 08:57
by hrafnkell
helgibelgi wrote:http://www.youtube.com/embed/KUtvdW7NRso

Hefur einhver prófað þessa aðferð?
Ég hef gert þetta nokkrum sinnum, en það er mjög auðvelt að overcarba svona. Þú verður að kæla bjórinn til að geta þetta.

Re: Vika á kút

Posted: 21. May 2012 09:36
by helgibelgi
ok, hvað er bjórinn lengi að jafna sig eftir flýtiaðferðina? Næ ég að gera þetta daginn fyrir partýið? (þeas kæla hann niður og taka flýtiaðferð, leyfa honum síðan að standa köldum yfir nótt og mestan part dags)

Re: Vika á kút

Posted: 21. May 2012 10:32
by hrafnkell
helgibelgi wrote:ok, hvað er bjórinn lengi að jafna sig eftir flýtiaðferðina? Næ ég að gera þetta daginn fyrir partýið? (þeas kæla hann niður og taka flýtiaðferð, leyfa honum síðan að standa köldum yfir nótt og mestan part dags)
Getur drukkið hann strax, en hann verður auðvitað skýjaður þar sem þú ert búinn að þyrla öllu sem var á botninum upp.

Re: Vika á kút

Posted: 21. May 2012 11:08
by helgibelgi
ok flott, takk fyrir ráðin, Hrafnkell og Sigurður. Ég held að það sé allt í lagi að hann verði skýjaður. Það er bannað að kvarta undan köldum gefins bjór í partý, sérstaklega ef hann er á krana! :massi: