Page 1 of 7

Pöntun 2

Posted: 12. Jul 2009 10:39
by sigurjon
Sælt veri fólkið.

Ætla einhverjir jeppar að fara að panta að utan á næstunni? Við Hallur erum komnir með alla vega 5 ef ekki fleiri kit sem við ætlum að panta hjá Midwest. Gaman væri að slá saman ef fleiri eru að huga að þessu.

Kv. Sjónskekkja

Re: Pöntun 2

Posted: 12. Jul 2009 11:42
by Hjalti
Þið ætlið ekki að nýta ykkur þjónustu Ölvisholts og fara út í All grain?

Hráefniskostnaðurinn verður mun ódýrari og þið þurfið örugglega ekki að fjárfesta í meiru en stærri pott og stóru kæliboxi og smá handavinnu?

Re: Pöntun 2

Posted: 12. Jul 2009 16:02
by sigurjon
Jú, það stendur til að fara út í ollgrein, en við höfum því miður bara ekki aðstöðu til þess eins og stendur. Hins vegar er eins og tveir músikantar búnir að ganga í lið með okkur og annar þeirra á stóran bílskúr þar sem hægt er að hafa aðstöðu. Þetta verður þá líklega síðasta pöntun okkar af extracti í bili.

Re: Pöntun 2

Posted: 12. Jul 2009 16:12
by Andri
Ég er til, ætla að skoða einhver kit þarna frá þeim.

Re: Pöntun 2

Posted: 12. Jul 2009 16:13
by Hjalti
Ég ætla barasta að detta með ykkur í pöntunina.... var eithvað að spá í að fara all grain en ég er ekki alveg að leggja í það strax...

1x Þýskur hveitibjór - http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3458" onclick="window.open(this.href);return false;
1x Double IPA - http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=6469" onclick="window.open(this.href);return false;
1x Noble Trapist - http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3506" onclick="window.open(this.href);return false;

Hafa speciallity grainið ómalað takk...

Re: Pöntun 2

Posted: 12. Jul 2009 18:15
by sigurjon
Ok Hjalti. Þetta hefur verið tekið til all-greina :lol:

Þá vantar bara eitthvað ákveðið frá Andra og máski einhverjum fleirum ef húmor er fyrir...

Re: Pöntun 2

Posted: 12. Jul 2009 18:57
by Oli
Ég fæ kannski að panta nokkur pund af korni og smávegis af humlum

Re: Pöntun 2

Posted: 12. Jul 2009 21:08
by Andri
Hvað haldið þið að þetta myndi kosta sirka komið til landsins ? :]
þetta eru einhverjir 60 dollarar
Rubber Stopper- Size 9.5- Solid 1 $1,75
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=5268" onclick="window.open(this.href);return false;

ensím $1
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4817" onclick="window.open(this.href);return false;

This buds for you $28,95
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3435" onclick="window.open(this.href);return false;

irish red ale w/ denny's favorite $28,95
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=8554" onclick="window.open(this.href);return false;
Sit hérna slefandi yfir öllu þessu á vefnum þeirra .. ég má ekki komast í svona síður :)
kaupi allt frá þeim þegar ég verð ríkur :vindill:

Re: Pöntun 2

Posted: 12. Jul 2009 22:33
by Hjalti
Ég myndi ekki láta senda lifandi gerið... mjög líklegt að það skemmist á leiðinni hingað. Mikið frekar að keyra þurger...

Re: Pöntun 2

Posted: 13. Jul 2009 01:45
by sigurjon
Ok, þá er bara ein spurning eftir: Hvernig gerir maður þetta svo :?: :?

Re: Pöntun 2

Posted: 13. Jul 2009 10:59
by ulfar
Mig langar að vera með og kaupa ger

Vantar
4 x Safale US-05 (11.5 grams)
2 x Safbrew S-33 (10 grams)
2 x Saflager S-23 (11.5 grams)
2 x Safale K-97 (11.5 grams)

Gengur það?

kv. Úlfar

Re: Pöntun 2

Posted: 13. Jul 2009 17:01
by sigurjon
Að sjálfsögðu Úlfar.

Hvernig möndlar maður þetta svo með Sjoppuúsunni?

Re: Pöntun 2

Posted: 13. Jul 2009 20:51
by sigurjon
Það er spurning hvort Hjalti getur séð um að panta fyrir okkur, þar sem hann pantaði síðast og er með notandanafn og græjur hjá Shopusa.

Við Hallur ætlum að panta eftirfarandi:

Irish stout: http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3405
Cream stout: http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3409
Irish red ale: http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3357
Deep dark wheat ale: http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3482
Coffee Java stout: http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3498
Happy holiday brew: http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3490
Power pack porter: http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=7475

Við vildum gjarna hafa einhverja uppfærzlu inni í þessu öllu, en mér er spurn: Hvað þýða hugtökin ,,Propogator", ,,Activator" og ,,pitchable tube"? Hvað er mælt með að gera í sambandi við uppfærzlur?

Kveðja, Sjóndepurð

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 02:27
by sigurjon
...og já, ég get millifært á þig Hjalti fyrirfram, ef þú vilt.

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 13:02
by Andri
Sama hér, væri kanski bara best að hittast og gera þetta saman ? :) allavegna þeir sem vilja

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 13:28
by andrimar
Gætirðu hent inn þessum ger fyrir mig?

Code: Select all

4 x Safale US-05
4 x Danstar Munich
2 x Safbrew T-56
2 x Safale K-97

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 16:40
by sigurjon
Það ætti að vera hægt Andri Már. Ég þarf bara að heyra hvað Hjalti segir um að hann panti... :mrgreen:

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 16:43
by Hjalti
haha... Á ég?

Spurning þá frekar um að hafa hóphitting og allir mæta bara með þá upphæð sem þeir panta fyrir.

Svo þegar Shop USA kemur með draslið þá borgar maður þá upphæð til að fá dótið afhennt...

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 16:50
by andrimar
Sigurjón þetta kann að koma sem sjokk en notendanafnið mitt er ekki andrimar vegna þess að kerfið styður ekki stafinn á. Ég heiti í raun einfaldlega Andri Mar. Móðir mín og faðir týmdu ekki að splæsa kommuni í mig svo af hverju ættir þú að vera svo örlátur ;)

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 17:13
by sigurjon
Hjalti wrote:haha... Á ég?

Spurning þá frekar um að hafa hóphitting og allir mæta bara með þá upphæð sem þeir panta fyrir.

Svo þegar Shop USA kemur með draslið þá borgar maður þá upphæð til að fá dótið afhennt...
Mér líst ekki illa á það. Hvar og hvenær? :P

Andri Mar: Afsakaðu misskilninginn. Ég er nefnilega foráttunízkur og skil ekki hvers vegna ég var að splæsa kommu á þig aukalega... :shock:

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 18:33
by andrimar
Haha, ekkert mál. Þetta er mjög algengt :)

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 20:37
by Andri
Vinur minn hélt að ég hét Andri Már og hann fattaði að svo var ekki fyrir nokkrum árum, eitthvað um 18 ára miskilningur þar á ferð

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 20:37
by Andri
og já með þennann pöntunarhitting
PANTEKKI HALDANN! :D

Re: Pöntun 2

Posted: 14. Jul 2009 22:44
by Eyvindur
Það er alveg séns takandi á því að kaupa fljótandi ger. Ég hef gert það og gerið var í góðu lagi þegar það kom. Muna bara að gera góðan starter (kauptu nokkur auka pund af DME). Ekki verra að kaupa kælipakka utan um gerið svo það skemmist ekki í sumarhitanum vestra. Þetta gæti staðið í gámi í dágóða stund.

Re: Pöntun 2

Posted: 15. Jul 2009 01:52
by sigurjon
Gott og vel.

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað hugtökin þýða, þarna ,,Aviator og Procrastinator" eða hvað sem þetta hét. (Og pitchable tube...)