Aðalfundur Fágunar 2012

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Aðalfundur Fágunar 2012

Post by ulfar »

Aðalfundur Fágunar 2012 verður haldin fimmtudaginn 31. maí kl 18:00 á Kexinu.
Aðeins gildir félagsmenn eruð boðaðir.
Boðið verður upp á drykki og léttar veitingar.
Aðloknum fundarstörfum verðu nýrri stjórn fagnað.

Framboð í embætti skal bera sem svör við þessum þræði eða á fundinum.
Breytingatillögur á lögum þurfa að berast fyrir 30. maí kl 22:00.
Breytingatillögur skal leggja fram sem svör í þessu þræði.
Aðeins gildir félagsmenn geta lagt fram breytingatillögur.
Þegar breytingatillögur eru lagðar fram skal tilgreina hvort um nýja grein sé að ræða eða breytingu/viðbót við eldri.
Sé lögð fram tillaga um breytingu/viðbót við edri grein í lögum skal tilgreina númer greinar.

Samþykkt lög félagsins mun verða hægt að nálgast hér í þessum þræði - beðið er eftir að ritari ljúki við hreinritun.

kv. Úlfar Linnet
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by bergrisi »

Stefni á að mæta. Skemmti mér vel á síðasta fundi sem var fámennur en einstaklega góðmennur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by hrafnkell »

Ég stefni einnig á að mæta.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by helgibelgi »

Mun reyna að mæta :fagun:
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by Feðgar »

Afhverju á fimmtudegi?

Maður þarf að vinna á föstudeginum og hálf glatað að koma sér í bæinn til þess eins að vera kominn snemma heim í háttinn :?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Verið er að vinna í að henda lögunum hérna inn. Erfitt að gera lagabreytingar á lögum sem liggja ekki fyrir. Þetta praktíska atriði verður komið í lag hraðar en Arnar Grant getur sagt Bacardi Breezer. Sýnið biðlund.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Hérna koma inn lög Fágunar fyrir 2011.

Gera þarf lagabreytingar eins og tilgreing er áttundu grein laganna :

"Tillögur um lagabreytingar skulu birtar á vef félagssins, í sama þræði og fundarboð á aðalfund, minnst viku fyrir aðalfund.
Til breytinga á lögum þarf 3/5 greiddra atkvæða á aðalfundi.
Aldrei má breyta lögum þannig að raskað sé megintilgangi félagsins samkvæmt 2. grein"


Skilafrestur á lagabreytingum er því 23:59:59 þann 24. Maí hér í þessum þræði.

Kv Ritari fyrir hönd Stjórnar.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Viðhengið.
Attachments
Lög Fágunar 2011.odt
Open office útgáfa.
(18.01 KiB) Downloaded 389 times
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Viðhengið.
Attachments
Lög Fágunar 2011.pdf
Acrobat útgáfa.
(39.65 KiB) Downloaded 430 times
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Ástæða fyrir því að þetta endaði á Fimmtudegi er sú að skv. lögum félagsins þarf fundurinn að vera haldinn fyrir Maí lok. Bruggkeppnin var haldin mun seinna í ár en verið hefur og var umfang hennar og utanumhald töluvert meira en árin á undan. Þegar kom svo að því að boða aðalfund voru engar góðar dagsetningar eftir í Maí til að halda fundinn sem hittu á frídaga.

Vonandi sjáið þið ykkur fært að mæta, enda mikilvægt að meðlimir mæti á fundinn og kjósi sér nýja stjórn.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Ég ætla að gera tillögur að lagabreytingum.

Að grein 4 sem nú hljóðar svona :

4. Grein
Félagar eru hverjir þeir sem hafa náð fullum 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld og undirgengist
þessar samþykktir.
Félagið tekur skýra afstöðu gegn eimingu í heimahúsum.
Viðburðir á vegum félagsins eru aðeins fyrir félaga nema annað hafi verið ákveðið á félagsfundi.

Verði breytt og verði eftir breytingarnar svona :

4. Grein
Félagar eru hverjir þeir sem hafa náð fullum 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld og undirgengist
þessar samþykktir.
Félagið tekur skýra afstöðu gegn eimingu í heimahúsum.
Viðburðir á vegum félagsins eru aðeins fyrir félaga nema Stjórn félagsins ákveði annað.

Að lagfært verði orðalag í grein 5.
Greinin sem nú hljóðar svona:

5. Grein
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara. Stjórnarmenn skulu
kosnir til eins árs í senn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar
þurfa þykir.
Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert.
Hver félagsmaður má aðeins gegna sama embætti í 2 ár samfleytt.
Daglega umsjón félagsins annast formaður félagssins.
Firmaritun félagsins er í höndum formanns félagsins.
Tvö embætti eru innan Fágunar, annars vegar embætti umsjónarmanns vefsíðu og hinsvegar
embætti skoðunarmanns reikninga. Kosið skal í öll embætti til eins árs í senn á hverjum aðalfundi.

Verði breytt og standi eftirleiðis svona í lögunum :

5. Grein
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara. Stjórnarmenn skulu
kosnir til eins árs í senn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar
þurfa þykir.
Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert.
Hver félagsmaður má aðeins gegna sama embætti í 2 ár samfleytt.
Daglega umsjón félagsins annast formaður félagssins.
Firmaritun félagsins er í höndum formanns félagsins.
Utan stjórnar eru tvö embætti innan Fágunar , annars vegar embætti umsjónarmanns vefsíðu og hinsvegar
embætti skoðunarmanns reikninga. Kosið skal í öll embætti til eins árs í senn á hverjum aðalfundi.

Að ruglingslegt orðalag í grein 6 verði lagað.
Greinin sem nú stendur svo:

6. Grein
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Mánaðarlegir félagsfundir skulu boðaðir af stjórn félagsins, fyrsta mánudag hvers mánaðar.
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Hann er lögmætur ef löglega er til hans
boðað.
Félagsfundir eru opnir öllum nema stjórn félagsins ákvarði annað.
Í gerðabók félagsins skal skrifa stutta skýrslu um það sem gerist á félagsfundum og stjórnarfundum,
einkum allar fundrasamþykktir.
Þar sem ekki er kveðið á um annað gilda lög um félög og samtök sem ekki eru í atvinnurekstri.

Verði breytt og verði eftirleiðis svona í lögunum:

6. Grein
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Mánaðarlegir félagsfundir skulu boðaðir af stjórn á heimasíðu félagsins, og skulu þeir haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar. Stjórn hefur leyfi til að færa fundi til annars mánudags mánaðar þegar þurfa þykir.
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Hann er lögmætur ef löglega er til hans
boðað.
Félagsfundir eru opnir öllum nema stjórn félagsins ákvarði annað.
Í gerðabók félagsins skal skrifa stutta skýrslu um það sem gerist á félagsfundum og stjórnarfundum,
einkum allar fundrasamþykktir.
Þar sem ekki er kveðið á um annað gilda lög um félög og samtök sem ekki eru í atvinnurekstri.

Að mestu skýrir þetta sig sjálft, en ég vil aðeins kommenta á breytinguna á 6. grein.
Það hefur verið þannig að fundir hafa verið færðir yfir á 2. mánudag mánaðar. Þetta hefur sérstaklega átt við í Janúar þegar fyrsti mánudagur lendir t.d sem 2. Janúar (eins og gerðist síðast). Þetta er tæknilega séð lagabrot og leiðinlegt að stunda þau í miklum mæli.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by bergrisi »

var að renna yfir lögin og langar að koma með smá ábendingu.

5. Grein
Aðalfund skal boða með auglýsingu á http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; ásamt tölvupósti með minnst tveggja vikna fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs.
Til að aðalfundur teljist löglegur, þá skal að lágmarki 20% af fullgildum félagsmönnum mæta á fundinn, annars telst fundurinn ógildur.

Á síðasta aðalfundi þá vorum við 6 og ég veit ekki hvað margir eru í félaginu en vonandi eru það fleiri en 30. En ef þeir eru fleiri en 30 eru löglegir aðilar þá má telja síðasta aðalfund ólöglegan.

Ég vil leggja fram að ef til aðalfunds sé boðað löglega þá sé hann löglegur, óháð mætingu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Síðasti aðalfundur var löglegur. Mig minnir að þá hafi einungis verið 19 skráðir meðlimir í félaginu. Það er þannig að margir sækja viðburði, en ekki allir skrá sig þó sem gilda meðlimi í félagið. Meðan félagið er ungt er erfitt að takmarka viðburði við félagsmenn, því þá eru þeir svo fámennir. Hægt og rólega mun félagið sennilega færast yfir í að hafa viðburði einungis fyrir félagsmenn. Þá verður meiri pressa á menn að skrá sig vilji þeir taka þátt.

Það er mjög eðlilegt að hafa verði einhvern ákveðinn fjölda félagsmanna viðstaddan aðalfund, annars er hætta á því að fámennur hópur gæti tekið yfir félagið og gert lagabreytingar án þess að meirihluti félgasmanna sé samþykkur. Auðvitað verður þó kosið um tillögu þína á fundinum.

Gott væri að þú settir þetta upp eins og ég gerði, þeas að sýna hvaða grein þú vilt breyta, og sýnir hvernig þú viljir sjá hana eftir breytinguna. Kosið verður um allar lagabreytingar á fundinum.

p.s ég er ekki viss með skráðan fjölda greiðandi félagsmanna núna, en hann er töluvert hærri en hann var. Úlfar gæti gefið upp staðfestan heildarfjölda greiðandi meðlima.

Einnig vil ég hvetja menn til þess að skrá sig og greiða félagsgjöldin eftir aðalfundinn, félagsgjöldin fá menn margföld til baka í viðburðum á vegum félagsins.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by helgibelgi »

Varðandi 4. grein:

Þar er liður sem segir "Félagið tekur skýra afstöðu gegn eimingu í heimahúsum."

Skil ég rétt að þessi "skýra" afstaða sé að vera á móti eimingu í heimahúsum? Ef svo er, hver eru rökin?

Ef rökin eru á þá leið að eiming í heimahúsum sé ólögleg, erum við þá ekki algerir hræsnarar því það er líka ólöglegt að brugga bjór yfir 2.25% sem við gerum allir og skömmumst okkar ekkert fyrir það.

Ef ég skil þetta rétt, þá vil ég leggja fram þá breytingu að liðurinn verði fjarlægður eða segi eitthvað á þessa vegu:

"Félagið tekur enga afstöðu með eða á móti eimingu í heimahúsum"

:D
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Við eymingu er hægt að mynda efnasambönd sem eru hættuleg heilsu manna. Við suma gerjun myndast etanól. Drykkja etanóls getur valdið blindu og í verstu tilfellum dauða. Þessi hætta er ekki til staðar við gerjun bjórs, engin hættuleg efni verða til við gerjun bjórs. Við eimingu er raunveruleg hætta á því að stofna lífi manna í hættu. Það er meginmunurinn á gerjun og eimingu.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Félagði legst af fullum krafti gegn eimingu brennds vínanda.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by sigurdur »

gunnarolis wrote:Við eymingu er hægt að mynda efnasambönd sem eru hættuleg heilsu manna. Við suma gerjun myndast etanól. Drykkja etanóls getur valdið blindu og í verstu tilfellum dauða. Þessi hætta er ekki til staðar við gerjun bjórs, engin hættuleg efni verða til við gerjun bjórs. Við eimingu er raunveruleg hætta á því að stofna lífi manna í hættu. Það er meginmunurinn á gerjun og eimingu.
Áttu ekki við metanól?
Etanóleru mjög æskileg alkohól :-)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by helgibelgi »

gunnarolis wrote:Við eymingu er hægt að mynda efnasambönd sem eru hættuleg heilsu manna. Við suma gerjun myndast etanól. Drykkja etanóls getur valdið blindu og í verstu tilfellum dauða. Þessi hætta er ekki til staðar við gerjun bjórs, engin hættuleg efni verða til við gerjun bjórs. Við eimingu er raunveruleg hætta á því að stofna lífi manna í hættu. Það er meginmunurinn á gerjun og eimingu.
Já ok, það eru ágæt rök. Þá hef ég misskilið, sem betur fer. Fannst svo asnalegt að vera á móti þessu eingöngu af lagalegum ástæðum.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by bergrisi »

Það væri gaman að fá það uppgefið hvað eru margir félagar í Fágun. Þá er ég að meina fullgilda greiðandi meðlimi. Hérna á þessari síðu eru um 500 notendur skráðir en virðist vera lítill hlutur skráðir í félagið.

Spurningin er líka hvort við ættum að festa einhverja atburði einungis fyrir meðlimi svo það sé meiri hvatning fyrir fólk að gerast meðlimir. Eina heimókn í brugghús td.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by Feðgar »

bergrisi wrote:Það væri gaman að fá það uppgefið hvað eru margir félagar í Fágun. Þá er ég að meina fullgilda greiðandi meðlimi. Hérna á þessari síðu eru um 500 notendur skráðir en virðist vera lítill hlutur skráðir í félagið.

Spurningin er líka hvort við ættum að festa einhverja atburði einungis fyrir meðlimi svo það sé meiri hvatning fyrir fólk að gerast meðlimir. Eina heimókn í brugghús td.
Klárlega
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gosi »

Nú eru menn komnir á hála braut með að mismuna sama efninu.

Ef ég keyri á 45 km/klst á götu sem er með hámarkshraðan 50 km/klst og fer yfir á rauðu þá brýt ég sömu lög og maður sem keyrir á 55 km/klst og fer líka yfir á rauðu.

Við hverja bruggun (gambri, vín, mjöður og bjór) myndast esterar (lykt og bragð), ketónar (diacetyl og þ.h), acetaldehyde, brennisteinsefni og svo má ekki gleyma acetón, metanól, própanól og bútanól.

Þegar við drekkum erum við að njóta bragðsins sem þessi efni gefa af sér en þó í litlu mæli, en einnig frá korni og humlum.

----------
Þegar eiming á sér stað gufar metanól upp fyrst, en í venjulegum skammti (20L gambri) er það u.þ.b. 50mL. Því henda menn í klósettið. Acetón og fleiri efni gufa svo, síða hið góða etanól og loks önnur efni. Sumir hafa þannig tæki sem aðskilja efnin svo hægt sé að fá bara etanól. Þ.e.a.s. í eimingu er hægt að aðskilja efnin sem myndast við bruggun.
----------
Ath. miðað við lestur.

Þegar t.d. viskí er eimað eru þessum efnum blandað saman, fyrir utan metanólið. Þannig má búa til góða viskíblöndu sem síðan er sett í eikartunnu sem gefur lit og önnur brögð.

Lokaniðurstaða: gerið framleiðir fullt af byproducts sem við njótum. Metanól myndast alltaf við bruggun.

Hins vegar til að búa til metanól í miklu magni má nota pektín til að hjálpa gerjun þess.

Það má líka segja það að etanól er mjög hættulegt efni. Það veldur eituráhrifum á líkaman, getur skaðað líffæri og valdið dauða sé það drukkið í miklu magni. Svo má ekki gleymi leysni þess en það er einstaklega góður leysir.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by sigurdur »

Ef mönnum er svona mikið í mál að koma eimingu inn í Fágun, þá geta fullgildir meðlimir komið með tillögur að lagabreytingum sem breyta lögum félagsins þannig að það sé ekki tekið afstöðu gegn eimingu.
Svo verður bara kosið um það á aðalfundi af þeim sem mæta.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by gosi »

Svo það sé á hreinu þá tel ég að Fágun ætti einungis að einbeita sér að bjórgerð og víngerð.

Þetta er náttúrulega spurning um manns eigin skoðun.
Það geta aðrir stofnað eimingaklúbb.

Það eina sem pirrar mig er þessi pæling um metanóleitranir og eiming.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by Feðgar »

Sé ekki hvað það er sem er "fágað" við það að framleiða metanól.

Jú gerjun er partur af því en slíkt á heima í öðrum félagsskap að mínu mati.

Vilji menn búa sér til eldsneyti þá mæli ég með djúpsteikingarpottinum á næstu börgerbúllu.

Fyrir mitt leiti á einmitt að aðskilja þessa list sem bjórgerð er frá slíkum subbu gjörningum, hvort heldur sem það er fyrir þyrsta bílvél eða bittur.

Afsakið orðbragðið.

Kv. Sonur
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Post by sigurdur »

Ég vil benda á (svo að við mengum ekki þráðinn frekar) að umræða ætti að haldast við málefni aðalfundar.
Ef við höfum frekari áhuga á að ræða einstök atriði, þá legg ég til að það verði stofnaður nýr þráður í kring um það atriði.

[Frátekið fyrir Kalla] Ég legg til að byrjun og endir hvers meðlimaárs Fágunar miði við mánaðarmótin DES/JAN á hverju ári.
Þetta er breyting á núverandi fyrirkomulagi, sem er frá ~Apríl-Maí til næsta ~Maí.
Post Reply