Page 1 of 1

Kjánaleg meskin

Posted: 14. May 2012 12:53
by Dabby
Ég lagði í hvítan slopp í gær og meskingin fór svolítið út um þúfur..
Byrjaði í 66°C í ~20 mín en ákvað þá að skerpa aðeins á þessu - un 1-2 °C og gleymdi elementinu á og fór upp í ~83°C. Ákvað þá að ég væri að reyna að gera of margt í einu og leyfði meskinguni að standa í ~4 tíma, þá var hitinn búinn að lækka í 50-55°C.
Skolaði kornið svo í 80°C vatni.
suða var svo u.þ.b. eftir plani

Þetta er býsna langt frá því að vera eftir bókinni... en veit einhver hvaða áhrif svona asnaskapur hefur á bjórinn?
Ég geri ráð fyrir að þetta geti samt orðið góður bjór - bara ekki eins og uppskriftin gerir ráð fyrir.

Re: Kjánaleg meskin

Posted: 14. May 2012 15:32
by hrafnkell
Þú slökktir á öllum ensímum við það að hækka hitann. Líklega ekkert allt ónýtt ef gravity var í lagi. Bjórinn verður hugsanlega eitthvað astringent.

Re: Kjánaleg meskin

Posted: 14. May 2012 17:14
by Dabby
Var að mæa OG 1,046 - spot on skv. uppskrift. Kanski hef ég ekki náð að slökkva á öllum emsímum, mældi þennann háa hita fyrir utan pokann en hrærði ekkert í þ.a. kanski hélst það kaldara inni í honum...

Ég gleymdi að setja kóríander og appelsínubörk út í suðuna. ætti ég að útbúa te út þessu og hella út í? gefur það ekki nær sömu niðurstöðu?

Þetta fer í tvær gerjunarfötur og ég er með tvær tegundir af geri WB-06 og T-58... við hvaða hita er mælt með að svona hveitibjór gerjist? er það kanski mismunandi eftir því hvort gerið er notað?

Re: Kjánaleg meskin

Posted: 14. May 2012 20:24
by hrafnkell
Reyndu að halda honum undir 20 gráðum með bæði gerin (sérstaklega wb06). Meskingin hefur líklega verið búin eftir 20mín hjá þér, það er ekkert óvanalegt, sérstaklega í þetta heitri meskingu.

Re: Kjánaleg meskin

Posted: 14. May 2012 22:11
by Dabby
Ég lét tunnurnar standa úti núna seinnipartinn, setti gerið út í 16°C virt. Síðan ætla ég að láta þetta standa í baðkarinu næstu vikuna og hafa í því vatn, það ætti að halda fötunum aðeins undit herbergishita og gerjuninni vonandi undir 20°C.
Verst að ég er ekkert að fara að fylgjast með gerjunarhitanum fyrir utan að ég get mælt hann í fyrramálið áður en ég set vatn í baðið.

stundum verður maður bara að vona það besta.... allavega meðan enginn hitasýrður kælir er til staðar.

Re: Kjánaleg meskin

Posted: 17. May 2012 19:29
by reynirdavids
ég lenti í að meskja á of háum hita í fyrstu lögninni minni.
Gerið át ekki allann sykurinn og bjórinn varð c.a. 2,7% hehe
sykurflotvoginn sýndi 1,031. en hann kolsýrðist samt eðlilega