Hitastig á bjórflöskum fyrir og eftir carboneringu

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Hitastig á bjórflöskum fyrir og eftir carboneringu

Post by gugguson »

Sælir herramenn.

Ég hef verið að reyna að finna þessar upplýsingar í bjórbókum í kvöld en ekki fengið nægilega góðar upplýsingar. Getur einhver svarað þessum spurningum:

1. Hvað er æskilegur hiti á flöskum eftir að maður hefur tappað (hefði haldið að stofuhiti væri málið, eða um 21 gráða?
2. Hvað er æskilegur tími að láta flöskur vera við stofuhita eftir að maður hefur tappað (ég hef haldið að það væru 4 vikur en sá einhverstaðar 1-2 vikur)?
3. Hvað er besti hiti eftir að lið 2 er liðinn fyrir flöskurnar? Ég hef bæði heyrt cellar temperature og serving temperature.
4. Þó besti hiti sé ekki endilega mjög neðarlega, má geyma bjór t.d. við 1-3 gráður eða er það ekki æskilegt?
5. Hvenær er bjórinn tilbúinn, er það eftir lið 2 eða eitthvað liðið á lið 3, þ.e. búinn að kæla hann í einhvern tíma?

Ég er orðinn alveg ringlaður því maður fær svo misvísandi svör við þessum spurningum á umræðuþráðum en mig grunar að einhver hérna sé með svarið við þessu.

Góðar stundir.
Last edited by gugguson on 8. May 2012 23:52, edited 1 time in total.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Hitastig á bjórflöskum fyrir og eftir carboneringu

Post by halldor »

Það er alveg pottþétt ekki eitt rétt svar við þessu, en svona gerum við strákarnir þetta allavega:

1. Hvað er æskilegur hiti á flöskum eftir að maður hefur tappað (hefði haldið að stofuhiti væri málið, eða um 21 gráða?
22-24°C hafa verið að gefa góða raun

2. Hvað er æskilegur tími að láta flöskur vera við stofuhita eftir að maður hefur tappað (ég hef haldið að það væru 4 vikur en sá einhverstaðar 1-2 vikur)?
Þetta fer að miklu leyti eftir því hvort þú secondary-ar og/eða lagerar bjórana þína og svo auðvitað gerjunartímanum.
Yfirleitt gerjum við í 2-3 vikur og höfum í 2 vikur í secondary. Þá eru 2-3 vikur yfirleitt alltaf nóg til að klára kolsýringu.
Þegar við erum að bæta 4-8 vikna lageringu (1°C) ofan á ofangreint, þá er tíminn allt að 4-8 vikur í kolsýringu, sökum þess að minna ger er á sveimi í flöskunum.


3. Hvað er besti hiti eftir að lið 2 er liðinn fyrir flöskurnar? Ég hef bæði heyrt cellar temperature og serving temperature.
Þegar lið 2 er lokið færum við bjórana okkar yfir í 11-15°C þar sem þeir fá að dúsa þar til þeir eru drukknir eða þeim skellt í kælinn.

4. Hvenær er bjórinn tilbúinn, er það eftir lið 2 eða eitthvað liðið á lið 3, þ.e. búinn að kæla hann í einhvern tíma?
Í flestum tilfellum er bjórinn klár eftir lið 2. Sumir bjórar eru betri því ferskari sem þeir eru, en aðrir verða bara betri með tímanum (jafnvel árunum). Ég er núna að drekka einn rúmlega tveggja ára bock sem hefur verið geymdur við ~13°C og hann er kominn með geggjaða púrtvíns og rúsínutóna sem hann hafði ekki áður.

Vonandi svarar þetta spurningunni að einhverju leiti. Það eru alveg örugglega fleiri vinklar á þessu, en þetta eru allavega þumalputtareglur sem ég vinn eftir :fagun:
Plimmó Brugghús
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Hitastig á bjórflöskum fyrir og eftir carboneringu

Post by gugguson »

Glæsilegt - takk kærlega fyrir þetta, þetta útskýrir málin heilmikið fyrir mér. Miðað við bjórkeppnina þá eruð þið menn sem óhætt er að hlusta á varðandi þessi fræði :skal:

Eru einhverjir aðrir vinklar á þessu hjá öðrum bruggurum hérna?
halldor wrote:Það er alveg pottþétt ekki eitt rétt svar við þessu, en svona gerum við strákarnir þetta allavega:

1. Hvað er æskilegur hiti á flöskum eftir að maður hefur tappað (hefði haldið að stofuhiti væri málið, eða um 21 gráða?
22-24°C hafa verið að gefa góða raun

2. Hvað er æskilegur tími að láta flöskur vera við stofuhita eftir að maður hefur tappað (ég hef haldið að það væru 4 vikur en sá einhverstaðar 1-2 vikur)?
Þetta fer að miklu leyti eftir því hvort þú secondary-ar og/eða lagerar bjórana þína og svo auðvitað gerjunartímanum.
Yfirleitt gerjum við í 2-3 vikur og höfum í 2 vikur í secondary. Þá eru 2-3 vikur yfirleitt alltaf nóg til að klára kolsýringu.
Þegar við erum að bæta 4-8 vikna lageringu (1°C) ofan á ofangreint, þá er tíminn allt að 4-8 vikur í kolsýringu, sökum þess að minna ger er á sveimi í flöskunum.


3. Hvað er besti hiti eftir að lið 2 er liðinn fyrir flöskurnar? Ég hef bæði heyrt cellar temperature og serving temperature.
Þegar lið 2 er lokið færum við bjórana okkar yfir í 11-15°C þar sem þeir fá að dúsa þar til þeir eru drukknir eða þeim skellt í kælinn.

4. Hvenær er bjórinn tilbúinn, er það eftir lið 2 eða eitthvað liðið á lið 3, þ.e. búinn að kæla hann í einhvern tíma?
Í flestum tilfellum er bjórinn klár eftir lið 2. Sumir bjórar eru betri því ferskari sem þeir eru, en aðrir verða bara betri með tímanum (jafnvel árunum). Ég er núna að drekka einn rúmlega tveggja ára bock sem hefur verið geymdur við ~13°C og hann er kominn með geggjaða púrtvíns og rúsínutóna sem hann hafði ekki áður.

Vonandi svarar þetta spurningunni að einhverju leiti. Það eru alveg örugglega fleiri vinklar á þessu, en þetta eru allavega þumalputtareglur sem ég vinn eftir :fagun:
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hitastig á bjórflöskum fyrir og eftir carboneringu

Post by gunnarolis »

Það hefði varla verið hægt að orða þetta betur en Halldór gerði.

Í Belgísku hefðinni er venjan að "Warm Condition"-a bjórana. Það er gert í hita allt frá 21°C (Westmalle) upp í 24-25°C (De Dolle) í mismunandi langan tíma. Til dæmis er Westmalle Dubbel hafður í warm condition í 2-3 vikur meðan Tripelinn er hafður í 3-4 vikur.

Í flestum tilfellum hefur mér fundist að kolsýran í mínum bjórum sé sjaldnast orðin eins og ég vil hafa hana fyrr en eftir 3 vikur, og stundum finnst mér hún aukast aðeins eftir það. Ég held að 3-4 vikur sé mjög gott.

Það sem hafa ber í huga varðandi "Lageringu" á bjórnum til lengri tíma er að stöðugur hiti er bestur. Það er betra að lagera við stöðugar 15°C heldur en rokkandi 11-13. Hinsvegar gildir það sama með bjór eins og vín í þessu tilfelli eins og Dóri sagði : 11-15° (þar sem 15 gráður væru sennilega alger efri mörk). Bjórinn mun geymast í einhvern tíma við stofuhita, en gerið er mun aktífara og þroskunin á bjórnum er mun hraðari. Sem þýðir að bjórinn mun þroskast "jafnar" við lægri hita skv fræðunum.

Þegar ég drekk bjórinn minn reyni ég oftast að snöggkæla hann áður en ég drekk hann, setja hann í hálftíma til klukkutíma á kaldasta stað í ísskápnum og drekka hann svo þaðan. Ég reyni að kæla aldrei flöskur nema ég ætli að drekka þær og tek þær ekki úr ísskápnum eftir að ég er búinn að kæla þær nema ég ætli að drekka þær.

Þetta er hinsvegar mjög gott umræðuefni, og ég hefði gaman af því að sjá hvort einhverjir séu ósammála þessum nálgunum (ég nálgast þetta með nákvæmlega sama hætti og Halldór lýsti hér að ofan).
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Hitastig á bjórflöskum fyrir og eftir carboneringu

Post by gugguson »

Ok, flott - takk fyrir góða viðbót.

Ef ég hef bjór í 3-4 vikur í stofuhita í flöskum og set hann svo í 11-15 gráður í einhverjar vikur, er það að lagera? Segjum sem svo að hann sé í þeim kulda í 12 mánuði getur maður þá sagt að hann sé búinn að lagerast í 12 mánuði?

Hver er ástæðan fyrir því að þú vilt snöggkæla? Við erum væntanlega að tala um að við geymum bjórinn við 11 gráður og viljum setja hann niður í 8 gráður, er það vegna þess að ísskápurinn er kaldari og þú vilt ekki fara undir 7-8 gráður?

Ég er með pláss í ísskápnum sem ég geymi gerið mitt. Hann er um 3 gráður ... hefur það einhver slæm áhrif á bjór að hafa hann í honum eftir að hann er tilbúinn? Mætti ekki segja að hann sé þá fyrir alvöru að lagerast?

Er gott fyrir alla bjóra að lagerast?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hitastig á bjórflöskum fyrir og eftir carboneringu

Post by gunnarolis »

1) Mín tilfinning er sú að allt yfir 7°C sé ekki að lagera, frekar að "kjallara" (e. cellaring). Ég mundi ekki kalla það 12 mánaða lageringu að vera í 11-15° í marga mánuði. -1 til 7° C mundi ég kalla lageringu, en þetta er örugglega mjög loðin lína.

2) Ég geymi bjórinn minn ekki við 13° eins og er, vegna þess að ég hef ekki aðstöðu til þess. Ég geymi hann oftast við stofuhita og kæli hann svo niður. Ég held það skipti reyndar engu máli hvort hann sé kældur hægt eða hratt, kannski hefði ég ekki átt að snöggkæla. Ef til vill hefði bara verið betra að segja kæla. Eða jafnvel að segja bara "ná bjórnum í drykkjarhitastig".

3) Að hafa bjórinn í 3°C í lengri tíma er sannlega að lagera. Það sem ég átti við var að setja hann ekki í 3°C og setja hann svo aftur í 20°C. Það mundi bara hafa góð áhrif á bjórinn að hafa hann í lengri tíma í 3°C.

4) Ég held, án þess að fullyrða það, að allir bjórar batni við lageringu. Hinsvegar mun ég ekki veðja nýranu uppá það.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Hitastig á bjórflöskum fyrir og eftir carboneringu

Post by raggi »

Varðandi þessa hitastigs umræðu. Ég er með lager bjór sem ég er að fara að setja á flöskur og kolsýra. Hitastigið er 3 gráður. Á ég að tappa honum á við það hitastig eða á ég að láta hann ná því hitastigi sem hann verður geymdur í eftir átöppun.
Post Reply