Page 1 of 1

Hitastýringaruppsetning ykkar

Posted: 9. Jul 2009 00:46
by sigurdur
Ég fékk þá hugdettu að það væri ekki ósniðugt að sýna og bera saman hitastýringaraðstöður okkar.
Þetta gæti gefið öðrum hugmyndir um gerjunar-hitastýringu, bæði ódýra og dýra.

Mín uppsetning var gerð í flýti til þess að halda hitastiginu rétt stilltu við fyrstu gerjunina. Mig vantaði góða og fljótlega leið þess að halda hitastiginu réttu því að mig langaði ekki að klúðra fyrstu gerjuninni.

Ég harma hryllileg gæði á myndunum, en GSM síminn minn er því miður ekki betri.

Lýsing á uppsetningu:
Ég er með eitt bað sem að er ekki í neinni notkun (gamalt herbergi sem var eitt sinn baðherbergi en er núna geymsla ..).
Ég ákvað að dýfa ílátinu mínu ofan í baðkarið og láta renna stanslaust í það vatni sem að hefur ákveðið hitastig (stillt með blöndunartækjum).
Vandamálið sem að myndaðist var það að baðkarið það fyllist og ég þarf að hafa fool-proof leið til þess að láta baðkarið tæmast ef eitthvað slæmt gerist (t.d. einhver á við stillingar á krönunum).
Ég man fyrir nokkrum árum þá sá ég að mig minnir í fréttum eina sniðuga uppfinningu sem að ekki náði flugi, "vaktandi tappa" í baðkar, sem að tæmir baðkar ef að það offyllist. Hugmyndin er sú að þú bindur eitthvað með minni eðlisþyngd en vatn (t.d. plastflösku fulla af lofti) við tappann í baðkarinu og þegar vatn fer yfir ákveðinn þröskuld þá lyftir hluturinn tappanum úr baðkarinu.
Ég ákvað að misnota annað lögmál og láta vatnið ekki fylla baðkarið nægilega hratt fyrir tappann að togast alla leið úr, en hinsvegar nægilegt til að toga tappann aðeins úr.
Endaniðurstaðan er sú að það fer jafn mikið vatn úr karinu og það fer í það, sem veldur því að ég er alltaf með ferskt vatn (engin mygla) og það er læst í ákveðnu hitastigi (í þessu tilfelli, 20°c).

Eina sem að þarf að gera er að binda plastflösku við tappa í baðkari, stilla lengdina á bandinu til að hæfa hæð gerjunarílátsins í baðkarinu og stilla svo vatnsflæðið til að hæfa baðkarinu. Eftir það þá má láta þetta bíða í viku. :D

Ég er búinn að halda hitastiginu stöðugu núna næstum í viku og er bara nokkuð stoltur af sjálfum mér fyrir reddingu sem að tók hálftíma að hanna og smíða.

Nú hvet ég alla aðra að sýna hvað þeir nota til hitastýringar hjá sér! :)

Re: Hitastýringaruppsetning ykkar

Posted: 9. Jul 2009 10:42
by Öli
Mér finnst öryggistappinn magnaður!

Sjálfur er ég ekki með neina hitastýringu og nota bara stofuhitann. Það hefur virkað hingað til enda hef ég ekkert verið að gerja neitt sem þarf lægra hitastig.

Re: Hitastýringaruppsetning ykkar

Posted: 9. Jul 2009 13:54
by Andri
ískápur og thermostat hérna, er þvímiður ekki með auka baðherbergi og bað :)

En er þetta er við 20° er þetta ekki algjör ónauðsyn? er ekki hitastigið inni í þessu herbergi ekki circa það?
Það væri kanski sniðugra bara að hafa þetta á gólfinu og ef þetta er steingólf eða flísalagt þá væri kanski fínt að hafa teppi eða eitthvað einangrandi undir og utan um ílátið líka.
Annars er þetta frábær hugmynd og myndi örugglega vera snilld fyrir lager þar sem kalda vatnið kostar nú ekki mikið...

Re: Hitastýringaruppsetning ykkar

Posted: 9. Jul 2009 21:00
by Andri
Kalda vatnið hjá mér virðist vera 7,3°C sem er nú bara í næsta bæ við kjörhitastig gersins sem ég er með

"Temperature Range: 46-56F, 8-13C"

http://www.byko.is/vorur/?ew_7_cat_id=1 ... ory_id=652
einhvernveginn dettur mér þetta í hug, þarf að checka á stærðinni

Image
veit ekki alveg hvort ég framkvæmi þetta en þetta er allavegna ódýrara en að kaupa thermostat að ég held, svo þyrfti líklega ekkert mikið vatnsflæði ef þetta væri vel einangrað...

svo væri líka kanski betri leið að setja svona kopar vatns chiller og hafa það bara alltaf í vökvanum... tæki minna pláss en þá þyrfti að einangra gerjunarílátið vel.....

Re: Hitastýringaruppsetning ykkar

Posted: 9. Jul 2009 22:51
by sigurdur
Hitastigið á herberginu er yfirleitt ekki minni en 25° C. Þurrkarinn er ekki sérlega langt frá og hann er mjög oft í gangi.. þá verður hitastigið mun nær 30° c. Núna er hitastigið 27° c. hjá mér.

Hitastigið í húsinu er búið að vera fáránlega heitt seinustu vikur og það virðist ekki ætla að minnka neitt á næstunni þannig að til þess að fá ekki óæskilegt bragð í bjórinn þá ákvað ég að nota baðkarið til þess að kæla þetta niður.
Mig langar að útbúa einhvern rafmagns 'gerjunator' þegar ég er búinn að útvega mér kæliskáp og jafnvel einhverju smíðaefni.

Ég var einmitt að leita að einhverri svona hugmynd eins og þú nefnir núna, datt bara aldrei í hug plasthirslukassi..

Finnst full mikið verðið hjá Byko, hjá ikea þá er sama stærð (lítrar) á 7-800 kr. núna, en 130 lítra á 2000 kr. Það var að byrja einhver útsala núna hjá Ikea.
http://www.ikea.is/categories/831/categ ... ducts/3716
Einn 57 lítra hjá Rúmfatalagerinum
http://www.rumfatalagerinn.is/rl/vefver ... y_id=86493

Sem einangrunarefni þá er hægt að ná sér í t.d. steinull frá byggingarverktökum (eða kaupa einn bunka og útbúa nokkra svona gerjunatora).

Þetta gæti barasta verið DIY verkefni ársins ;-) ódýrir gerjunartankar með lítinn rekstrarkostnað.

Talandi um það, þá væri ekki slæmt að hafa eitt DIY section hérna.

Re: Hitastýringaruppsetning ykkar

Posted: 9. Jul 2009 22:54
by sigurdur
Og já, ég mældi kalda vatnið hjá mér áðan. Ég næ ekki niður fyrir 9 gráður í mesta hitanum í dag.

Re: Hitastýringaruppsetning ykkar

Posted: 10. Jul 2009 01:20
by Andri
Það væri snilld, ég er að pæla í að búa mér til hirslu fyrir flöskurnar með bjórnum í, einhverja kassa fyrir 24 flöskur hvern... örugglega hægt að redda sér einhverju svona úr plasti en það er ekkert mál að smíða þetta og jafnvel gera þetta flott

svo var líka pæling hjá mér einhverntíman að sjóða saman nokkur járn rör til þess að geta hengt flöskurnar á vegg hliðina á krana með bottle sprayer þegar maður er að þrífa þær og það væri þá drip tray..
ég þarf að rifja up autocad hæfileikana mína til að teikna allt þetta upp, var alltaf að teikna raflagnir í því forriti.. ómögulegt að teikna í paint :)

Re: Hitastýringaruppsetning ykkar

Posted: 10. Jul 2009 01:22
by Andri
http://www.homebrewtalk.com/f51/keezer-project-31221/" onclick="window.open(this.href);return false;
þetta er bara .... finn ekki betra orð en EPIC

http://www.homebrewtalk.com/f51/brewroom-build-110731/" onclick="window.open(this.href);return false;