Gerjun í ísskáp

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Gerjun í ísskáp

Post by Diazepam »

Sælir,

Mig langaði að spyrja hvort að þið hafið látið gerjast í ísskáp áður og hvort mér væri óhætt að prófa það.

Pælingin er sem sagt að koma gömlum ísskáp sem er slappur (nær á fullu blasti aðeins niðrí 10-12°C) fyrir í geymlsunni og setja gerjunarfötu inn.

Það sem ég óttast helst er að ég losni ekki við lyktina sem kemur af gerjuninni. Nágrannarnir gætu fundið hana og ég væri þá kannski að valda ónæði í besta falli.

Hefur einhver prófað þetta?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjun í ísskáp

Post by sigurdur »

Ég gerja alltaf í ísskáp og stýri gerjunarhitanum stöðugum með stýringu.
Ef ísskápurinn er orðinn lélegur, þá myndi ég athuga hvort að einhver sem þú þekkir geti hlaðið hann upp á nýtt. Ef ekki, þá er bara að henda honum og fá notaðann ísskáp á bland.is.

Ég mæli samt með einhverri gerjunarstýringu (t.d. eins og brew.is selur) til að stýra gerjunarhitastiginu stöðugu.
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjun í ísskáp

Post by Diazepam »

Sæll Sigurður,
Þakka þér fyrir þetta.

Ég var nú ekki mikið að spá í hitastýringu svona enn um sinn, það er allavega ljóst að það verður kaldara í ísskápnum heldur en í geymslunni og það var það sem ég hafði hugsað mér að ná. Hver veit nema að ég reyni að setja upp stýringu seinna meir.

En með því að hafa ísskápinn lokaðann kemur þá minni lykt af þessu á meðan það gerjast?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjun í ísskáp

Post by sigurdur »

Já .. annars gerja ég í vel loftræstu rými, þannig að lyktin er ekki finnanleg (eða ég er orðinn samdauna..)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Gerjun í ísskáp

Post by bergrisi »

Var að setja lager í gerjun inni í ísskáp í gærkvöldi í fyrsta sinn. Er með hitastýringu frá Hrafnkeli og er þá öruggur með að ísskápurinn sé stöðugur. Er með hann við 11 gráður.

Ódýr og auðveld lausn og veitir manni öryggistifinningu.

Hef reyndar ekkert spáð í lyktinni þar sem ég er með þetta í útigeymslu en engin lykt ætti að koma frá lokuðum ísskáp.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
musikman
Villigerill
Posts: 14
Joined: 27. Jan 2010 16:45

Re: Gerjun í ísskáp

Post by musikman »

Hve mikið mál er að búa til svona hitastýringu fyrir ískáp...
Mig langar að brugga stout sem á að vera 3 mánuði í 11°C hita eftir gerjun

Er þetta eitthvað major process?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerjun í ísskáp

Post by hrafnkell »

5000kr hitastýring (smella) og 5mín föndur með víra :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Gerjun í ísskáp

Post by bergrisi »

Þetta er lítið mál en tók aðeins meira en 5 mín að tengja. Ég er með 3 svona í gangi. Ein stýrir gergeymslufrystinum mínum. Ein gerjunarísskáp og svo var ég í gær að græja eins stýringu í útigeymsluna mína.

Mynd sem er á þessum þræði hjálpaði mér við að tengja þetta.

http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=20 ... ing#p17854" onclick="window.open(this.href);return false;
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
musikman
Villigerill
Posts: 14
Joined: 27. Jan 2010 16:45

Re: Gerjun í ísskáp

Post by musikman »

Snilld Takk

Það verður farið í þetta einhvertíman næstu mánuðina þegar maður hefur tíma og pening
Post Reply