Heljarhreðjar (súrsaðir hrútspungar)

Öll umræða um mat fer hingað.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Heljarhreðjar (súrsaðir hrútspungar)

Post by Classic »

Veit ekki alveg hvar þetta á heima, ef það væri hægt að pósta bara undir beint í flokkinn "önnur gerjun" þá ætti þetta sennilega best heima þar, en þar sem þetta er hvorki ostur, brauð né jógúrt, þá er þetta sennilega besti kosturinn.

Súrsaðir hrútspungar, smakkaðir (og étnir upp til agna) á fundi 2. apríl.

Innihald:
2 kg fersk hrútaeistu (sérpantað í gegnum sláturmarkaðinn í Hagkaup Smáralind, eflaust má fá þetta í gegnum hvaða kjötborð sem er á sláturtíð)
2 l mysa í startið, annað eins með 6-8 vikna millibili
1 sláturkeppur
1 msk salt
1 pk aspik gele

Eistu lögð í sjóðandi vatn með salti og soðin varlega í 45 mínútur. Hlaup útbúið úr soðinu eftir tilfinningu, duftið sett í skál og soði bætt við þar til fljótandi en þó þannig að slitni fyrst á rúmum sentímeter milli fingra þegar klipið er ofaní og dregið upp úr. Eistu og hlaup sett í ílát sem rétt rúmar eistun (jólakökumót t.d., ég notaði þessar forláta 2l fötur sem sjá má á myndunum), létt farg (1-2 kg) sett ofan á og pressað þar til hlaupið er orðið stíft og eistun köld. Skorið í ca. 2cm sneiðar, sett ásamt sláturkepp í álíka bitum í sótthreinsað ílát og mysu hellt yfir svo fljóti vel yfir allt saman. Skipt um mysu, fyrst eftir 2-4 vikur og með 6-8 vikna millibili eftir það.

Vantar aðeins upp á myndatökuna hjá mér, en hér eru nokkrar:

Allt sem til þarf (október 2011):
Image

Skipt um mysu (nóvember 2011 ef marka má dagsetninguna í myndavélinni):
Image

Enn meiri mysa (sama session):
Image

Komið á disk (febrúar 2012):
Image

Og, síðast en ekki síst, miði fyrir vöruna:
Image

Og svona, krakkar mínir, var það sem forfeður okkar lifðu af harða íslenska vetur :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply