Page 1 of 1
Hafra Porter með anis
Posted: 17. Mar 2012 13:51
by kalli
Ég hef gert einn Hafra Porter og var mjög ánægður með þann drykk. En það væri gaman að peppa hann upp með smá lakkrísbragði. Ég á star anise frá
http://www.midwestsupplies.com/star-anise-1-oz.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Þeir mæla með 1/2 til 1 únsu í 4 gallon, en mig grunar að það sé of mikið. Hvaða reynslu hafið þið af anis í porter?
Re: Hafra Porter með anis
Posted: 17. Mar 2012 13:54
by kalli
Best að bæta við ... ég vill bara fá hint af lakkrís í bjórinn. Svipað og Gæðingur, sem er í uppáhaldi hjá mér.
Re: Hafra Porter með anis
Posted: 17. Mar 2012 14:21
by sigurdur
Þú getur alltaf prófað að sjóða stjörnuaníste eftir að gerjun er lokið og bætt við smá og smakkað ..
Re: Hafra Porter með anis
Posted: 17. Mar 2012 20:22
by hrafnkell
Eða gert extract - anís í vodka, bæta svo dropa við í bjórinn og sjá hvort það sé passlegt.. annars bæta öðrum við osfrv.
Re: Hafra Porter með anis
Posted: 18. Mar 2012 00:37
by kalli
Sigurður og Hrafnkell, ég prófa sennilega báðar aðferðirnar. Takk fyrir það.
Re: Hafra Porter með anis
Posted: 21. Mar 2012 09:52
by oliagust
Ég setti lakkrís í minn Hafra Porter og kom það mjög vel út, þó myndi ég setja minna næst.
Ég var með lakkrísrót (sennilega svipað og apótekaralakkrísinn) sem er svona svart fyrirbæri, svipað og brjóstsykur, nema (nær) alveg sykurlaust. Ég notaði u.þ.b. 30gr í 20 lítra lögun. Það var of mikið að mínu mati og myndi ég nota helming af því næst!
Ég eignaðist þennan lakkrís fyrir mörgum árum eftir leiðum sem ég get ekki gefið upp...

en einhver benti á að þetta sé til í Tiger:
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=1173" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hafra Porter með anis
Posted: 21. Mar 2012 10:24
by kalli
Ég sé að það er mælt með 14 til 28g af lakkrísrót í 20 L. Þér fannst 30g of mikið og Idle fannst 15g of lítið. Ætli lendingin verði ekki 20g...
Re: Hafra Porter með anis
Posted: 6. Apr 2012 21:11
by kalli
Porterinn er nú í gerjun. Virturinn bragðaðist vel með áberandi lakkrísbragði. Eins gott að ég er hrifinn af lakkrís. En ég er að vona að það verði minna áberandi með tímanum. Ég notaði 20g í 22L.
Re: Hafra Porter með anis
Posted: 20. Jun 2012 13:49
by kalli
Ég er að drekka Hafra Porterinn með lakkrísviðbót þessa dagana. Lakkrísbragðið er til staðar án þess að vera ágengt. Magnið er hæfilegt held ég. Það má ekki vera meira en má frekar prófa að nota minna magn. Í það heila er þetta mildur, bragðgóður og skemmtilegur porter.
Re: Hafra Porter með anis
Posted: 20. Jun 2012 15:05
by bergrisi
Flott, er að gera Hafra porter og langaði að bæta við súkkulaði. Var bara ekki viss hvar í ferlinu ég ætti að setja það inn og hve mikið. Er ekki með súkkulaði malt. Spurning hvort maður geti þurrhumlað með hreinusúkkulaði.
Re: Hafra Porter með anis
Posted: 20. Jun 2012 20:48
by sigurdur
bergrisi wrote:Flott, er að gera Hafra porter og langaði að bæta við súkkulaði. Var bara ekki viss hvar í ferlinu ég ætti að setja það inn og hve mikið. Er ekki með súkkulaði malt. Spurning hvort maður geti þurrhumlað með hreinusúkkulaði.
Þú getur þurrkakóað kakóbaunum (cacao nibs sem eru búnar að liggja í hreinum vodka).
Kakóbaunir færðu hjá Kollu í grasa apótekinu á laugarveginum (man ekki hvað þetta heitir hjá henni)