Breyting á áfengislögum

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Breyting á áfengislögum

Post by sigurdur »

Um síðkastið þá hef ég verið að spá í heimabruggun á bjór.
Þegar ég hef spjallað við fólk um þetta þá hef ég ekki komist hjá því að heyra af því að fólk lendir í því að lögreglan kemur á heimili þeirra til þess að gera bruggverkfæri upptæk.
Ég veit ekki hvort að þetta séu einhverjar tröllasögur sem að hafa gengið milli manna frá fyrri bruggtíð en þetta hafði í för með sér að ég vildi skoða lagarammann í kring um þetta.

Hér eru Áfengislög 1998 nr. 75 15. júní sem segja um hvað má og hvað ekki. http://www.althingi.is/lagas/136a/1998075.html

Áhugaverðasti hlutinn er II. kafli í lögunum.
II. kafli. Framleiðsla áfengis.
6. gr. Sækja skal um leyfi til framleiðslu áfengis til [lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu].1)
Með framleiðslu áfengis er átt við hvers konar bruggun, gerjun eða eimingu áfengra drykkja, sem og blöndun eða átöppun eins eða fleiri áfengra drykkja. Til framleiðslu í þessum skilningi telst þó ekki blöndun áfengra drykkja sem á sér stað samtímis og sem hluti af veitingu áfengis.
Handhafa framleiðsluleyfis er jafnframt heimilt að selja áfengi í heildsölu.
Framleiðsluleyfi sem gefið er út til umsækjanda í fyrsta sinn gildir í eitt ár. Ef leyfi er endurnýjað er gildistími þess ótímabundinn, sbr. þó afturköllun leyfis skv. 24. gr.
1)L. 85/2007, 28. gr.
7. gr. Bannað er að eiga, flytja inn, útbúa eða smíða sérhæfð áhöld til að eima áfengi eða til að gera drykkjarhæft áfengi sem var ódrykkjarhæft, nema hafa til þess sérstakt leyfi. …1)
1)L. 40/2005, 2. gr.
Í þessum lögum er sagt að það þurfi að sækja um sérstakt leyfi til bruggunar til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og eftir því sem að ég les best þá er það leyfi til ótakmarkaðar bruggunar ásamt leyfi að selja afurðirnar til heildsala (lesist: ÁTVR).

Ég ákvað að athuga verðið á umsókn við leyfi og reyndist það vera 100.000,- ISK sem að greiðist til ríkissjóðs. Fyrsta umsókn gildir til eins árs en ef það er endurnýjað þá verður það að frambúðarleyfi.
Með öðrum orðum, þá er það 200.000 ISK sem að greiðist á einu ári til þess að vera að brjóta ekki lög með heimabruggun.

Persónulega þá þykir mér þetta bæði vera mjög ósanngjarnt fyrir fólk sem að hefur áhuga á gerjun og vill gerja heima fyrir.

Mér þykir þessi lög ansi úrelt ef miðað er við önnur lönd (sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Homebrewing#Legality) og þykir ástæða til að hvetja til breytingar á þeim til að gera heimabruggun fyrir áhugafólk löglega án þess að það stuðli að gjaldþroti eða matarskort næstu mánuði á heimilum bruggara.

Ég er ekki sérlega áhugasamur um að safna líka búnaði til all-grain bruggunar upp á 1-300 þúsund og fá svo lögregluna í heimsókn til að gera allt upptækt

Mitt mat er að til þess að fá þessu breytt þá þarf mögulega að tækla þetta frá nokkrum hliðum samtímis, t.d. með því að senda hóppóst um þetta til alþingismanna ásamt því að vekja meðvitund fólks um þetta.

Hvað finnst ykkur um þetta?
Vitið þið hvernig þetta er í öðrum löndum (svosem Danmörku, Noregi, Svíþjóð og fleiri viðmiðunarlöndum)?

Kveðja,
Sigurður Bjórhaus
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Breyting á áfengislögum

Post by nIceguy »

Skemmtileg pæling, hef bara aldrei spáð í þessu. Ég er búsettur í Danmörku og hér brugga menn eins vindurinn og hér er stórt og vaxandi samfélag heimabruggara og hvergi kemur fram að heimabruggun sé gegn reglum. Heimabruggið er meira að segja tekið mikið fyrir í fjölmiðlum og menn hvattir til að prófa.

Þannig að án þess að hafa skoðað það nánar þá held ég að ekki þurfi sérstakt leyfi hér. Væri samt gaman að kynna sér það.

Kv

Freyr
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Breyting á áfengislögum

Post by Andri »

Með all grain brewing, þá held ég að það sé ekki hægt að taka af þér neitt nema gerjunarílátin, sykurflotvog og þannig hluti.
Mash tun og pottarnir tengjast áfengisframleiðslunni varla, þú ert að nota það í að malta korn (gott að nota það í heimabakstur eða part af því)
allavegna túlka ég það þannig.

Þetta er eins með eimingartæki, eimingartæki þurfa að vera skráð til að vera lögleg en ég held að það sé bara hugsað fyrir fyrirtækin sem eru að eima

Eigum við að safna undirskriftum hjá fólki til að lögleiða heimabruggun upp að vissri prósentu og upp að vissu magni á ári á heimili, við ættum auðvitað ekki að biðja um að lögleiða eimingu, of mikið af hálfvitum mundu fara út í það án þess að vita neitt og þeir gætu þá drepið sig á því, svo væri það aldrei samþykkt.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Breyting á áfengislögum

Post by Eyvindur »

Maður notar meskiker reyndar til að meskja maltað korn, ekki til að malta. Hins vegar er erfitt að sjá hvernig er hægt að gera plastfötur og glerkúta upptæk, því þetta er ekki tækjakostur sem einskorðast endilega við gerjun. Ég skil þessi lög sem svo að eimingartæki séu gerð upptæk... Ég á erfitt með að sjá hvernig þeir ætla að kenna mér um það sem örverur aðhafast á heimili mínu. Hvað gerist þá ef ég gleymi opinni safafernu á eldhúsbekknum í nokkrar vikur og hún gerjast? Á að refsa mér fyrir það?

Þetta er einmitt hluti af skilgreindum tilgangi félagsins Fágunar - að þrýsta á að gerður verði skýr greinarmunur á gerjun og eimingu og að gerjun áfengra drykkja innan skynsamlegrar prósentu verði leyfð með skýrum lagaramma upp að vissu magni árlega. Mér skilst að nú starfi starfshópur á vegum fjármálaráðherra við að skoða áfengislöggjöfina, og að þetta sé ekki síst tilgangurinn, þannig að það er um að gera að komast á snoðir um þennan hóp og senda vel orðaða áskorun, með sem flestum undirskriftum, á það ágæta fólk. Útskýra út á hvað heimagerjun gengur og hvers kyns menning ríkir í kringum hana í löndunum sem við berum okkur saman við. Og eins og Andri kom inn á, að passa að gerður sé afskaplega skýr greinarmunur á gerjun og eimingu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Breyting á áfengislögum

Post by Andri »

Maður notar meskiker reyndar til að meskja maltað korn, ekki til að malta
ég meinti það auðvitað, bara einhver fljótfærni í mér að skrifa :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Breyting á áfengislögum

Post by hallur »

7. gr. Bannað er að eiga, flytja inn, útbúa eða smíða sérhæfð áhöld til að eima áfengi eða til að gera drykkjarhæft áfengi sem var ódrykkjarhæft, nema hafa til þess sérstakt leyfi.
Já sko, kornið er nothæft til manneldis, extractið er sætt og gott og má nota sem síróp á súrmjólkina, humlarnir einir og sér fæla ketti í burtu og sykurinn má nota í bakstur eða bara í kaffið. Ég sé ekkert athugavert við hráefnið, megnið af því er ætt en ekki drykkjarhæft þar sem ekkert vatn hefur enn komið að því.

(setur upp sparispekingssvipinn og fer að tala eins og afskaplega þurr kerfiskall)
En svona grínlaust þá finnst mér að lögunum eigi að breyta á þann veg að eigi megi útbúa drykki sem fari yfir 15% að styrkleika. Eigi sé heimilt að veita veigarnar í opinberum veislum ellegar selja til manneldis. Eigi megi taka gjald fyrir nokkurn hluta af þeirri framleiðslu sem fram fer hvort sem um er að ræða í reiðufé (angry sheeps) ellegar í formi vöruskipta.

Svona lög væru nægilega skýr og afmörkuð. Við þurfum bara að finna bruggandi lögfræðing til að semja þennan texta, henda honum á undirskriftalista og afhenda... jah... iðnaðarráðherra? Henni þykir sopinn góður og það mætti jafnvel færa henni eins og einn trappist í glasi með listanum.
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Breyting á áfengislögum

Post by Eyvindur »

Ég er sammála þessu, Hallur. Þarf bara einhverja dugandi einstaklinga í hóp til að stuðla að þessu - ég býð mig alls ekki fram. Ég myndi klúðra því, ég þekki sjálfan mig. Ég er hins vegar til í að aðstoða með það sem ég treysti mér í.

Þetta heyrir reyndar undir fjármálaráðuneytið, held ég... Einhverra hluta vegna. Allavega hef ég alltaf heyrt talað um það í samhengi við þennan meinta starfshóp og það allt saman...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
siggib
Villigerill
Posts: 2
Joined: 7. Jun 2009 18:51

Re: Breyting á áfengislögum

Post by siggib »

Samkvæmt skilgreiningunni er áfengi vökvi sem inniheldur meira en 2.25% af vínanda að rúmmáli.
Gerjun upp að þeim mörkum ætti þess vegna að vera í lagi, þannig að hráefnið og áhöldin sem verið
er að selja í búðum eins og Ámunni og Vínkjallaranum hljóta því að vera lögleg.

Mér þykir leiðinlegt að vera fúli leiðinlegi gæinn en ef þið haldið að nokkrar undirskriftir fái
stjórnvöld á Íslandi, þessu annars ágæta bananalýðveldi sem við búum í, til þess að samþykkja
eitthvað sem gæti mögulega minnkað söluna í ríkinu, þá held ég að þið séuð á villigötum.

Ekki misskilja mig, vissulega væri ég til í það... En ég held bara að það gerist ekki.
Ef svo færi þá gerist annað tveggja (eða hugsanlega bæði), áfengið í ríkinu yrði hækkað til að stemma
stigum við "minnkandi sölu" og/eða að lagðir yrðu þvílíkir ofurtollar á allt sem tengist heimabruggun að
menn mundu ekki tíma að standa í þessu

Þannig að eigum við ekki bara að hafa þetta svona áfram og stoppa gerjunina í 2,24%? *hóst*... ha? :)

kv. Siggi
Post Reply