Page 1 of 1

Bjórminningar

Posted: 14. Feb 2012 15:14
by bergrisi
Rakst á þessa grein í DV frá 28 feb. 1989 daginn áður en bjórinn var leyfður í aftur á íslandi. Mikil umræða var um plássleysi í vínbúðum.

Skemmtilegast þykir mér að einungis voru sjö tegundir í boði. Egils Gull, Sanitas Pilsner, Sanitas Lager, Löwenbrau, Kaiser, Tuborg og Budweiser. Hérna má sjá eitthvað af þessum dósum. http://www.beercannews.com/COUNTRIES/Ic ... eland.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Sjálfur man ég vel eftir þessum degi. Kannski er ég einungis að upplýsa með því hvað ég er gamall.

Sem betur fer hefur bjórmenningin breyst mikið á þessum rúmum tuttugu árum.

Re: Bjórminningar - meira til gamans.

Posted: 14. Feb 2012 16:48
by bergrisi
Hér sést svo hvaða þingmenn samþykktu bjórfrumvarpið.

Eins og flestir vita þá var Steingrímur á móti en hann kom með breytingatillögu sem fæli í sér að mun meiri fjármunir myndu fara í forvarnir ef frumvarpið yrði samþykkt. Sú breytingatillaga var felld.

Sú elskulega og yndislega kona, Jóhanna Sigurðardóttir kaus með bjórfrumvarpinu. Aðrir þingmenn hafa fyrir löngu lokið þingsetu.

Re: Bjórminningar

Posted: 14. Feb 2012 17:38
by sigurdur
Skemmtilegt

Re: Bjórminningar

Posted: 1. Mar 2013 07:02
by bergrisi
Til hamingju með bjórdaginn kæru Fágunarfélagar.

Re: Bjórminningar

Posted: 1. Mar 2013 16:51
by halldor
Þessi Löwenbräu auglýsing birtist í Morgunblaðinu 1. mars

Re: Bjórminningar

Posted: 1. Mar 2013 23:33
by Proppe
Ég hélt einmitt á kex áðan og skálaði eftir vakt.
Vinnudeginum eyddi ég í að tuða yfir því að vera á aukavakt þegar minn besti vinur ætti afmæli, og ég ætti að vera annarstaðar.