Page 1 of 1
Hafra Porter - aðeins 3.0% ABV - redda
Posted: 6. Feb 2012 11:17
by gugguson
Sælir herramenn.
Ég er búinn að brugga Hafra Porterinn tvisvar, í fyrra skiptið klikkaði hann hjá mér, var með of mikið vatn.
Hann er búinn að vera í gerjun eins lengi og uppskriftin segir til um en gravity er núna 1.023 sem gerir hann aðeins 3.0% áfengi. Það er því spurning hvort ég eigi bara að tappa honum á svona eða reyna eitthvað eins og að setja útí meiri sykur eða DME. Hvað segið þið?
Jói
Re: Hafra Porter - aðeins 3.0% ABV - redda
Posted: 6. Feb 2012 11:36
by hrafnkell
Var eitthvað klúður í gangi í meskingunni? Kannski of heit mesking eða eitthvað þannig? Ég hugsa að ég myndi ekki vilja sykur í hann. Hvað er gerjunin búin að vera lengi, og við hvaða hitastig?
Þegar ég bruggaði hann seinast þá var ég með hann í gerjunarfötu í 3 mánuði þannig að það sakar ekkert að hafa hann lengi í fötu, ef gravity er enn á leiðinni niður. Mæli þó kannski ekki með 3 mánuðum, það var bara leti í mér, nennti ekki að setja á flöskur

Re: Hafra Porter - aðeins 3.0% ABV - redda
Posted: 6. Feb 2012 12:03
by gugguson
Klúðrið var aðallega að ég var með of mikið vatn - gerði ráð fyrir 23L en ekki 20L eins og uppskriftin sagði. Eins var ég ekki búinn að keyra auto-tune á pottinn, veit samt ekki hvort það skipti öllu máli.
Gerjunin er búin að malla í tvær vikur og degi betur. Ég mældi þetta fyrir 5 dögum síðan og þá var hann í 1.027 en er núna 1.023. Ég efast um að hann fari mikið neðar.
Hann er í gerjun við c.a. 20 gráður og notaðist ég við London Ale yeast.
Re: Hafra Porter - aðeins 3.0% ABV - redda
Posted: 6. Feb 2012 12:27
by anton
Leyfðu honum að lúlla í 2-3 daga og taktu aðra mælingu. Ef gravity er það sama þá ertu fínt settur í að dúndra á flöskur, ef það hefur lækkað, þó það sé lítillega, þá skalltu leyfa honum að lúlla lengur.
Það er ekkert gaman að setja á flöskur ef að gerjunin er ekki búin, hef ég heyrt.
Re: Hafra Porter - aðeins 3.0% ABV - redda
Posted: 6. Feb 2012 13:14
by bergrisi
Varstu með hann í secondary gerjun í 20 daga eða samanlagt?
Ég er með einn sem er búinn að gerjast í 4 daga og ég er að spá í hvort maður ætti að nota secondary eða vera með hann í fyrstu fötunni bara í mánuð.
Hef yfirleitt notað 1,2,3 aðferðina sem ég las einhverstaðar. Vika í fyrstu gerjun og svo tvæ í næstu og svo 3 vikur á flöskum og hefja svo drykkjuna.
Re: Hafra Porter - aðeins 3.0% ABV - redda
Posted: 6. Feb 2012 15:43
by gugguson
Ég notast ekki við secondary.
Ég er kominn svo stutt á bjórgerðarþróunarbrautinni að ég tel secondary vera óþarfa hjá mér miðað við reynslu og fyrri störf. Hef líka lesið að menn eru ekki sammála hvort secondary geri nokkuð fyrir bjórinn.
Ég er hinsvegar byrjaður á öllu þessu:
Airrata virtinn með súrefniskút
Gerstarter með rafmagnshrærara
Rafmagnspumpa sem heldur hringrás í meskingu (biab)
Secondary gæti verið næsta þrep í leið að fullkomnun
Mér heyrist á ykkur að ég verði bara að gera mér gott með þennan bjór eins og hann er, þ.e. bæta ekki við dme eða einhverju slíku. Ætli ég verði ekki bara að gefa óvinum mínum bjórinn.
Re: Hafra Porter - aðeins 3.0% ABV - redda
Posted: 6. Feb 2012 15:48
by anton
Getur alltaf marinerað kjöt fyrir grillið í sumar í bjór
Re: Hafra Porter - aðeins 3.0% ABV - redda
Posted: 7. Feb 2012 18:28
by gunnarolis
Þetta hljómar mikið eins og of heit mesking. Of mikill hiti, í jafnvel skamma stund getur "drepið" (denature-að) ensímin sem búa til einfaldari sykrurnar í virtinum. Ef þú ferð mikið yfir 70 gráður í meskingunni í lengri tíma er mjög líklegt að þú fáir illgerjanlegan virt.
Síðan gæti verið að virturinn hafi ekki fengið nóg súrefni, eða að þú hafir ekki sett nóg af geri (sem er ólíklegra).
Re: Hafra Porter - aðeins 3.0% ABV - redda
Posted: 7. Feb 2012 18:39
by gugguson
Já, ég var ekki búinn að "auto-tune"-a hitastýringuna, of mikill hiti er sennilega málið.