Sælir herramenn.
Ég er búinn að brugga Hafra Porterinn tvisvar, í fyrra skiptið klikkaði hann hjá mér, var með of mikið vatn.
Hann er búinn að vera í gerjun eins lengi og uppskriftin segir til um en gravity er núna 1.023 sem gerir hann aðeins 3.0% áfengi. Það er því spurning hvort ég eigi bara að tappa honum á svona eða reyna eitthvað eins og að setja útí meiri sykur eða DME. Hvað segið þið?
Jói