Gersérfræðingar - nokkrar spurningar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Gersérfræðingar - nokkrar spurningar

Post by gugguson »

Sælir meistarar.

Ég er með bjór í gerjun, notaði Dússeldorf flotger. Þarsem það er erfitt að fá flotger hérna þá er ég að spá í að setja gerið í krukku til að nota það síðar þegar ég tappa á flöskurnar. Ég er hinsvegar mikill amatör og því hendi ég fram þessum spurningum:

1. Tek ég bara botnfallið úr gerjunarflöskunni og set það í krukku?

2. Hvað þarf að setja mikið í krukku - er t.d. sama ml magn með jafn mörgum pöddum og það sem maður kaupir? Myndi vilja nota White Labs stautinn ef hann nægir.

3. Hvað endist þetta lengi eftir að maður hefur sett þetta í kæli?

4. Notar maður sömu aðferðir eins og commercial ger við að "pitcha"/gerstarter?

5. Hvernig metur maður hvort bjór henti til að nýta gerið, þ.e. hvort bjórinn sé það ólíkur að gerið úr síðasta sé ekki sniðug hugmynd?

6. Hvað eru bestu kæliskylirði við geymslu?

7. Setur maður inn einhverjar aðrar formúlur í BeerSmith2.0 ef maður er að endurnota ger í uppskrift?

Ég ætti kannski að lesa Yeast bókina en ég held þetta séu tiltölulega einfaldar spurningar og myndu koma okkur langt.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gersérfræðingar - nokkrar spurningar

Post by hrafnkell »

1. Þú þarf að skola gerið, prófaðu að googla yeast washing. Þá nærðu botnfalli og öðru frá gerinu, og tekur aðeins hraustasta gerið.

2. Þú þarft meira en white labs stautinn. Margir nota nokkur hundruð ml krukkur.

3. Endist í svona mánuð max, ef þú vilt lengur þá minnkar viability mikið og þú þarft líklega að gera starter. Mæli með slöntum ef þú vilt geyma lengur en í nokkrar vikur.

4. Ef gerið er ferskt / viable, þá þarf bara að ná því í sama hita og virtinn og setja útí. Passa að overpitcha ekki, það er auðvelt ef maður er með ferska gerköku.

5. Skoða speccana fyrir gerið, og athuga hverju þú ert að leita eftir. Ger eru gefin upp fyrir bjórstíl, og svo er attenuation, flocculation, esterar og fleira líka gefið upp, sem hjálpar manni að ákveða hvort það henti.

6. Því kaldara, því lengur geymist gerið. Ef það nær að frjósa þá rofna frumuveggirnir og gerið er ónýtt.

7. Þarft ekki aðrar formúlur, bara passa pitching rate. Ef gerið hefur geymst vel þá ætti það ekki að stökkbreytast og attenuation ætti að haldast svipað.
Post Reply