Sælir félagar.
Borg Brugghús hefur boðið okkur í heimsókn til sín og að sjálfsögðu tökum við því boði fagnandi.
Ár er síðan við sóttum þá félaga heim síðast og hefur þeim síðan þá borist góður liðsauki í Valgeiri, fyrrverandi bruggmeistara Ölvisholts.
Þið hafið væntanlega allir séð fréttir um Surt, nýjan bjór Borgar. Innihaldandi 12% alkóhól af rúmmáli ætti hann að geta yljað mönnum um hjararæturnar, sér í lagi ef hann heldur áfram að vera jafn napur og hann hefur verið í Desember. Hver veit nema menn fái að smakka þessa nýjustu afurð.
Síðast þegar við komum til þeirra var aðbúnaður hinn glæsilegasti og það má búast við að þetta verði ekki verra en það var þá.
Frítt verður fyrir fullgilda meðlimi á þennan atburð, líkt og síðast. Aðrir þurfa að greiða 1000kr og verður það að gerast inn á reikning Fágunar fyrir miðnætti daginn áður. Vert er að minna á að bruggkeppnin, þessi ferð og aðalfundur eru öll á næsta leiti, og því gæti borgað sig að hósta upp meðlimagjaldinu ef menn ætla að mæta á alla þessa viðburði.
Stað og tímasetning:
Borg Brugghús, í Ölgerðinni uppi á Höfða.
Laugardagurinn 14. Janúar kl 12:00.
Greiðsluupplýsingar:
0323-26-63041, kennitala 6304102230.
1000kr fyrir klukkan 23:59 föstudaginn 13. Janúar
Tilgreina þarf notendanafn á fagun.is í skýringu svo skráning sé fullgild.
MEÐLIMIR ATHUGIÐ!! VINSAMLEGAST SENDIÐ STAÐFESTINGU Á ÞÁTTÖKU SEM FYRST Á
skraning.fagun@gmail.com
Þetta er gert til þess að hægt sé að ákvarða fjölda þáttakenda!!
Ég minni einnig á að til að gerast meðlimur í félagið þarf að greiða 4000 krónur, en þá þarf ekki að greiða þennan 1000kall aukalega.
Vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá sem flesta,
Kv Stjórnin.