Page 1 of 1

Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 4. Jan 2012 22:58
by gunnarolis
Sælir félagar og gleðilegt nýtt ár.

Mánudagsfundur Janúarmánaðar verður haldinn 9. Janúar klukkan 20:30 á KEX Hostel.
Síðast var fín mæting og menn mættu með jólabjóra (þeir sem voru tilbúnir).
Endilega takið með ykkur jólabjórinn ef þið komuð ekki með hann síðast, og/eða eitthvað annað sem þið eigið
á flöskum.

Það er aldrei að vita nema Fágun bjóði uppá léttar veitingar með bjórnum ef Dóri formaður (aka Vélin) verður í stuði.

Efni fundar:
Almenn umræða
Smakk

Staður: KEX Hostel Skúlagötu (Hurðin er merkt með agnarsmáum stöfum)
Stund: 9. janúar, kl. 20.30

Staðfestið endilega mætingu ykkar hér í þræðinum.
Endilega látið sjá ykkur tímanlega þar sem barinn lokar um kl. 23.00

P.s rífum spjallið uppúr þeirri ógurlegu hátíðarlægð sem það hefur verið í.

Kv Stjórnin.

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 5. Jan 2012 01:06
by sigurdur
Ég stefni á að mæta.

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 5. Jan 2012 10:12
by hrafnkell
Ég er gríðar spenntur fyrir þessu og stefni á að mæta.

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 5. Jan 2012 13:19
by halldor
Ég mæti og fæ mér jafnvel nokkra kalda. :fagun:

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 5. Jan 2012 15:01
by gunnarolis
Sagði ykkur það, vél.

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 6. Jan 2012 00:27
by karlp
Ég er til. hvenær byjar nýja ár fyrir félagsmeðlimin?

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 6. Jan 2012 00:42
by Classic
Ég mæti, allavega með 5-6 vikna (frá átöppun) IIPA, mögulega með APA, 2 lagnir af sömu uppskrift fyrir menn að bera saman og fussa yfir óstöðugleikanum sem fylgir því að gerja í fataskáp í stofunni.

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 6. Jan 2012 16:25
by bjarkith
Ég mæti

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 6. Jan 2012 20:32
by bergrisi
Ég er því miður að vinna þetta kvöld.

Skemmti mér mjög vel á síðasta fundi og lærði heilmargt.

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 8. Jan 2012 15:26
by ulfar
Ég mæti eldhress!

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 8. Jan 2012 15:56
by Benni
ég efast um að ég nái að mæta, veit það þó ekki endanlega fyrr en annað kvöld

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 9. Jan 2012 10:12
by Classic
Verð víst að beila á ykkur í kvöld. Sé ykkur á laugardaginn.

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 9. Jan 2012 11:12
by gugguson
Kemst ekki í kvöld - sjáumst á laugardaginn.

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 9. Jan 2012 12:43
by halldor
Við erum búnir að taka frá "Bókasafnið" á KEX þannig að það er allt til reiðu þar :fagun:
Sjáumst hressir í kvöld

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 10. Jan 2012 07:30
by Eyvindur
Takk kærlega fyrir mig. Þetta var yfirþyrmandi hressleiki.

Re: Janúarfundur Fágunar 9. Jan

Posted: 10. Jan 2012 10:37
by sigurdur
Takk fyrir mig, þetta var mikil skemmtun!