Mánudagsfundur Janúarmánaðar verður haldinn 9. Janúar klukkan 20:30 á KEX Hostel.
Síðast var fín mæting og menn mættu með jólabjóra (þeir sem voru tilbúnir).
Endilega takið með ykkur jólabjórinn ef þið komuð ekki með hann síðast, og/eða eitthvað annað sem þið eigið
á flöskum.
Það er aldrei að vita nema Fágun bjóði uppá léttar veitingar með bjórnum ef Dóri formaður (aka Vélin) verður í stuði.
Efni fundar:
Almenn umræða
Smakk
Staður: KEX Hostel Skúlagötu (Hurðin er merkt með agnarsmáum stöfum)
Stund: 9. janúar, kl. 20.30
Staðfestið endilega mætingu ykkar hér í þræðinum.
Endilega látið sjá ykkur tímanlega þar sem barinn lokar um kl. 23.00
P.s rífum spjallið uppúr þeirri ógurlegu hátíðarlægð sem það hefur verið í.
Kv Stjórnin.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Ég mæti, allavega með 5-6 vikna (frá átöppun) IIPA, mögulega með APA, 2 lagnir af sömu uppskrift fyrir menn að bera saman og fussa yfir óstöðugleikanum sem fylgir því að gerja í fataskáp í stofunni.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs Á Kút: Hrísgrjónalager Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Verð víst að beila á ykkur í kvöld. Sé ykkur á laugardaginn.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi