Hitastafur

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Hitastafur

Post by viddi »

Sæl öll
Við erum með 75L þvottapott með innbyggðu hitaldi sem nær upp suðu í tvöfaldri lögn en ósköp aumingjalegri suðu þó. Hef verið að spá í hitastaf til að hjálpa til frekar en að bæta við hitaldi. Sá að menn voru að velta þessum hitastöfum fyrir sér fyrir nokkru en getur einhver deilt reynslusögum? Einhver sem hefur smíðað staf og getur ráðlagt?
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitastafur

Post by kalli »

Ég nota þessi 5,5kW hitöld sem ég held að Hrafnkell sé með á lager. Þau eru snilld. Þægileg í ísetningu. Ef á þarf að halda get ég reddað þér ró, skinnu og O-hring sem passar. Hitöldin eru stafir með miklu yfirborðsflatarmáli, low density og brennur því síður við á þeim.
Life begins at 60....1.060, that is.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitastafur

Post by viddi »

Það er einmitt punkturinn. Ætla helst að sleppa við ísetningu. Bara nota hitastaf (heat stick). Enginn sem hefur notað slíkan?
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitastafur

Post by hrafnkell »

Ekkert mál að nota 5.5kw elementin í hitastaf, en þau eru etv full stór nema maður geti stýrt þeim. Það ætti þó að vera auðvelt að koma þeim fyrir í hitastaf, t.d. bara vera með 1" múffu og skrúfa elementið í hana, með góðri pakkningu/ohring, t.d. úr silikoni eða teflon.

Svo eru auðvitað til minni element, en ég á ekkert svoleiðis eins og er. Hugsa að ég reyni að redda mér 4kw elementi í næstu sendingu sem ég tek frá úgglöndum.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hitastafur

Post by sigurdur »

Vinsamlegast hafið í huga lengdina á hitaldinu.

Ef allt hitaldið er ekki ofan í virtinum á meðan það er straumur á því, þá getur verið að það brenni yfir (a.m.k. hefði ég áhyggjur af því).

Það má vera hagstæðara að nota styttri hitöld ef það er ekki hægt að ábyrgjast það að allt hitaldið verði ofan í vökva á meðan suðu stendur.
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Hitastafur

Post by Hekk »

Vildi bara athuga hvort farið var út í að smíða svona staf?

Ég hef einmitt verið að hugsa um að búa svona til.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitastafur

Post by viddi »

Við enduðum á að bæta hitaldi í pottinn okkar.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Post Reply