http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1801" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég er að hugsa um að breyta stýrikassanum vegna þess að
a) hann er ekki rakaheldur
b) íhlutirnir eru mest fyrir 16 amper. Þarf að nota 5500 W hitaelement.
c) Vil bæta við íhlutum fyrir stýringu á dælum og þarf því meira pláss.
Mig vantar upplýsingar um eftirfarandi hjá ykkur sem eruð rafmagnsþenkjandi. Ég vil gera þetta innan allra rafmagnsreglna og því sætti ég mig ekki við svör eins og "þetta ætti að sleppa"

1) Hvar er best að kaupa töfluskápa úr plasti eða stáli? Vantar ca. 30x30x20 cm skáp og hvað hafið þið borgað fyrir ykkar skápa?
2) Er ráðlagt að nota 25 ampera SSR fyrir 5500 W element? SSR sem ég á eru ekki ódýr kínavara, eru "made in USA". Ég er með frekar stóra kæliplötu (220x75 mm).
3) Hvaða tengla og klær er hægt að nota sem eru fyrir 25 amper? Það þarf að gera ráð fyrir að hægt sé að festa tengilinn í kassann.
Ég hef ákveðið að nota 6mm^2 víra í allar tengingar sem bera strauminn til hitaelementsins.
Nú veit ég að nokkrir hérna eru að nota 5500 W elementin en ég hef ekki fundið linka á ykkar box/skápa/tengingar.