Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Post by Maggi »

Fyrir ekki svo löngu þá smíðaði ég kassa fyrir PID, sjá hér
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1801" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég er að hugsa um að breyta stýrikassanum vegna þess að
a) hann er ekki rakaheldur
b) íhlutirnir eru mest fyrir 16 amper. Þarf að nota 5500 W hitaelement.
c) Vil bæta við íhlutum fyrir stýringu á dælum og þarf því meira pláss.

Mig vantar upplýsingar um eftirfarandi hjá ykkur sem eruð rafmagnsþenkjandi. Ég vil gera þetta innan allra rafmagnsreglna og því sætti ég mig ekki við svör eins og "þetta ætti að sleppa" :)

1) Hvar er best að kaupa töfluskápa úr plasti eða stáli? Vantar ca. 30x30x20 cm skáp og hvað hafið þið borgað fyrir ykkar skápa?
2) Er ráðlagt að nota 25 ampera SSR fyrir 5500 W element? SSR sem ég á eru ekki ódýr kínavara, eru "made in USA". Ég er með frekar stóra kæliplötu (220x75 mm).
3) Hvaða tengla og klær er hægt að nota sem eru fyrir 25 amper? Það þarf að gera ráð fyrir að hægt sé að festa tengilinn í kassann.

Ég hef ákveðið að nota 6mm^2 víra í allar tengingar sem bera strauminn til hitaelementsins.

Nú veit ég að nokkrir hérna eru að nota 5500 W elementin en ég hef ekki fundið linka á ykkar box/skápa/tengingar.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Post by sigurdur »

1) Rafmagnsheildverslunum eins og t.d. Reykjafell.
2) Þú getur gert það, en þú þyrftir alveg ótrúlega öfluga kælingu til að ná því .. Ég myndi mæla með að fara í 40A SSR, óháð því hvar SSR relayið er framleitt. Þú þarft mjög öfluga kælingu til að SSR'ið brenni ekki yfir. Stærð kæliplötu segir ekki nema örlítinn hluta af kæligetu plötunnar.
3) 25A nota 25A tengla. Þeir eru mjög stórir um sig. Fáðu ráð hjá rafmagnsheildsölunni eða löggiltum rafvirkja.

Ég myndi spyrja út í 6 mm^2 vírinn, hvort hann ber örugglega 25A.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Post by hrafnkell »

Ég er með 32A tengla (það eru ekki til neinir 25A tenglar) á 5500w elementinu mínu. Þeir eru bláir og líkjast rauðu þriggja fasa tenglunum. Ég er með veggfestan tengil, og svo annan á boxinu (sem PID stýringin stýrir)

Ég myndi klárlega mæla með amk 40A SSR. Það mun hitna slatta hvort sem það er gæða stöff eða ódýrt.

Ég keypti alla íhlutina mína hjá SG, en það skiptir litlu hvort það sé keypt þar, ískraft, reykjafell eða önnur rafmagnsheildverslun. Ég notaði plast tengibox. Ég skal reyna að taka mynd af því og pósta á morgun.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Post by Maggi »

Takk fyrir svörin strákar,

þá er komið á hreint að ég þarf að uppfæra 25 ampera SSR í 40 amper.
Ég myndi spyrja út í 6 mm^2 vírinn, hvort hann ber örugglega 25A.
Samkvæmt umræðu sem fór fram hér á vefnum ber 6mm^2 vír 25 A samkvæmt íslenskum reglugerðum
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1872" onclick="window.open(this.href);return false;
Þeir eru bláir og líkjast rauðu þriggja fasa tenglunum.
Gott að vita. Ég nefnilega leitaði á netinu og fann ekkert nema rauðu þriggja fasa tengla þegar ampertalan fór yfir 16 amper. Mig minnti nefnilega að ég hafi séð svona einfasa bláa áður.

Fór á SG.is og fann þetta. Var búinn að skoða Iskraft, Johann Ronning og reykjafell en sa þetta ekki þar
http://www.sg.is/gogn/cee_mennekes_tenglar_2010.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég skal reyna að taka mynd af því og pósta á morgun.
Það væri eðal.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Post by hrafnkell »

Ég er einmitt með mennekes, 32A innfelldan "perluhvítan" á boxinu og annan öðruvísi á veggnum sem kemur úr töflunni. Ég tengi þetta með 3x6q snúru, og bakvið þetta er 32A öryggi minnir mig.
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Post by creative »

af einhverjum ástæðum náði ég að bræða úr 40A ssr hjá mér með 4500w eliment og það var keipt frá kína
þannig að ég myndi spá í að kaupa eitthvað aðeins dýrara allavega geri ég það næst

það sem ég keipti var "FOTEK" relay haldið ykkur frá þeim þetta hitnaði heitar en helvíti, festist inni (hélt áfram að gefa straum þótt stýringin væri búin að slökkva) og bráðnaði á endanum
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Post by hrafnkell »

Hvar varstu með SSR-ið? Var það inní kassanum?

Þessi kvikindi hitna helvíti mikið, ég er með 40A SSR og kæliplatan sem fylgdi með dugir ekki alveg, ég þurfti að setja viftu á kæliplötuna. SSR-ið er inní kassanum, en kæliplatan fyrir utan.
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Post by creative »

hrafnkell wrote:Hvar varstu með SSR-ið? Var það inní kassanum?

Þessi kvikindi hitna helvíti mikið, ég er með 40A SSR og kæliplatan sem fylgdi með dugir ekki alveg, ég þurfti að setja viftu á kæliplötuna. SSR-ið er inní kassanum, en kæliplatan fyrir utan.
Þetta var allt ófrágengið hjá mér og boxið opið og relayið á borðinu þannig að það loftaði vel um hjá mér
veit ekki hvað skeði en ég er búin að pannta nýtt með kæliplötu í þetta skiptið

en allavega sagði rafmagnsfræðikennarin að ég þyrfti ekki að vera með kæliplötu á þessu þannig að ég veit ekki hverju ég á að trúa
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Post by kalli »

Þetta rétt volgnar hjá mér. Ég er með 40A SSR og 5500W hitald. En ég er með málmkassann og SSR fær kælingu í gegnum hann.
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Töflukassar, tenglar, klær og lagnaefni

Post by hrafnkell »

creative wrote:Þetta var allt ófrágengið hjá mér og boxið opið og relayið á borðinu þannig að það loftaði vel um hjá mér
veit ekki hvað skeði en ég er búin að pannta nýtt með kæliplötu í þetta skiptið

en allavega sagði rafmagnsfræðikennarin að ég þyrfti ekki að vera með kæliplötu á þessu þannig að ég veit ekki hverju ég á að trúa
Það er vitleysa. Hann hefur líklega haldið að þú værir að nota spólurelay. Kæliplötulaust SSR = dautt SSR.

Ég hugsa að ef maður kaupir dýr SSR, s.s. ekki frá kína þá er minna viðnám í þeim og þar af leiðandi minni hiti. Kínarelayin hafa dugað mér vel, maður þarf bara að fylgjast með kæliplötunni í fyrsta skiptið og bæta við kælingu ef það þarf.
Post Reply