Page 1 of 1

Hitald fyrir 36 riðfríann pott (f/ 20 amper).

Posted: 2. Dec 2011 17:31
by KEITEL
Góðan dag,

ég vildi gjarnan fá að leita í viskubrunna ykkar sem hafið átt eitthvað við heimasímiði og þá sérstaklega varðandi að koma hitaöldum fyrir í ryðfríum pottum, ef ég mætti.

Ég er sem sagt að gera brew in a bag með riðfríum potti frá Fastus sem er 36lítra (36 cm í þvermál og hæð). Ég hef reynt að ná upp suðu á 25 lítrum of vatni í pottinum á spanhellum með mjög dræmum árangri og tel það vera fullreynt.
Svo ég hef ákveðið að setja hitald í pottinn, ég var að spá í eitthverju eins og fæst á brew.is en held þó að það væri of öflugt fyrir rafkerfið í eldhúsinu þar sem það tekur bara 20 amper. Ég veit að það eru til eins hitaöld sem nota 4500w myndi, vitið þið hvort svoleiðis myndi sleppa fyrir 20 ampera straum?

Einnig var ég að spá í yfirborðs hitann á hitaöldunum hversu lágur hann þurfi að vera svo hann brenni ekki viturinn og hvar mörkin liggja, eða wött á cm2.

Allar ábendingar og fróðleikur er vel þeginn.

Re: Hitald fyrir 36 riðfríann pott (f/ 20 amper).

Posted: 2. Dec 2011 20:20
by kristfin
5500w hitöldin sem hrafnkell er að selja eru overkill held ég fyrir 36 lítra. þar fyrir utan þarftu 23 amper fyrir það og pid controller.

svona hitald ætti að duga
http://www.amazon.com/Camco-02523-12-In ... 66&sr=1-13" onclick="window.open(this.href);return false;
sleppur með 16 amper en þú þarft alltaf pid controller.

ef þú hinsvegar myndir setja 2 hraðsuðukatlahitöld (ca 2000w stk) gætirðu náð suðunni upp með 2, og viðhaldið henni með 1. þá gætirðu sleppt pid controller.

þeir sem hafa verið að sjóða bjór með hraðsuðukatlaelementunum hafa ekki veirð að lenda í brunnum virti.

en almennt þá leitarðu að ultra low density heating element ef þú ætlar að kaupa að utan.

Re: Hitald fyrir 36 riðfríann pott (f/ 20 amper).

Posted: 2. Dec 2011 21:48
by bjarkith
Jú, helgibelgi er búinn að brenna nokkra bjóra með hraðsuðukatla elementi og seinasti bjórinn minn brann líka við :s , kanski að við séum að gera eitthvað rangt, en mér finnst það skrítið sérstaklega þar sem ég er búinn að gera slatta af bjórum í mínum græjum og það brann fyrst við núna seinast.

Re: Hitald fyrir 36 riðfríann pott (f/ 20 amper).

Posted: 2. Dec 2011 21:52
by hrafnkell
bjarkith wrote:Jú, helgibelgi er búinn að brenna nokkra bjóra með hraðsuðukatla elementi og seinasti bjórinn minn brann líka við :s , kanski að við séum að gera eitthvað rangt, en mér finnst það skrítið sérstaklega þar sem ég er búinn að gera slatta af bjórum í mínum græjum og það brann fyrst við núna seinast.
Já það var ansi furðulegt. Það eru svo margir að nota þessi element (ég included, þar til fyrir nokkru) án nokkurra vandræða.

Re: Hitald fyrir 36 riðfríann pott (f/ 20 amper).

Posted: 2. Dec 2011 22:03
by kristfin
ég bruggaði nokkra bjóra með svona elementum. tók aldrei efti neinu. ég hinsvegar var ekki að búa til pilsner eða ljosa bjóra. en hreinn og klár bruni er soldið mikið

Re: Hitald fyrir 36 riðfríann pott (f/ 20 amper).

Posted: 2. Dec 2011 22:12
by Örvar
kristfin wrote: svona hitald ætti að duga
http://www.amazon.com/Camco-02523-12-In ... 66&sr=1-13" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
sleppur með 16 amper en þú þarft alltaf pid controller.
Er einhver sérstök ástæða til að hafa pid controller á þessu elementi? Væri ekki í lagi að keyra það á fullu afli heila suðu?

Ég hef verið að nota 2x2kw hraðsuðukatla element, aldrei lent í að þau brenni virtinn þótt ég hafi þau bæði í gangi alla suðuna

Re: Hitald fyrir 36 riðfríann pott (f/ 20 amper).

Posted: 2. Dec 2011 22:22
by kristfin
Örvar wrote:
kristfin wrote: svona hitald ætti að duga
http://www.amazon.com/Camco-02523-12-In ... 66&sr=1-13" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
sleppur með 16 amper en þú þarft alltaf pid controller.
Er einhver sérstök ástæða til að hafa pid controller á þessu elementi? Væri ekki í lagi að keyra það á fullu afli heila suðu?

Ég hef verið að nota 2x2kw hraðsuðukatla element, aldrei lent í að þau brenni virtinn þótt ég hafi þau bæði í gangi alla suðuna
ég er með 5500w element í 50 lítrum og keyri það á 60% til að viðhalda suðunni. með 3500w taldi ég að það væri á mörkunum með 36 lítra.

Re: Hitald fyrir 36 riðfríann pott (f/ 20 amper).

Posted: 2. Dec 2011 23:24
by KEITEL
Sælir takk fyrir svörin,

þar ég ekki PID sem styður PWM (Pulse-width modulation) og mögulega þá líka SSR sem styður það líka til að geta stillt hitaldið á 60% eða eitthverja aðra prósentu fyrir utan 0% og 100%?

Þarf ég ekki líka eitthvern góðan hitamæli til að stýra PID-nu sem og að gera gat fyrir hann?

Ef svo er ekki gætið þið bent mér á eitthvað sem myndi henta?

Svo var líka önnur hugmynd sem ég hafði að tengja hitald í pottinn segjum 3500w sem kristfin benti á, og nota svo hitaldið til að ná strike hita og svo síðar meir upp í suðu. En ég myndi svo nota hellu borð til að viðhanda suðunni og taka þá hitaldið úr sambandi og mögulega vera með einangrun utan um pottinn svo hellan myndi ná að halda suðunni. Ég myndi þá þurfa að mæla hitann sjálfur (þ.e.a.s. fyrir Strike hita og meskinguna) .
Væri þessi lausn í lagi (tímabundið) upp á hitaldið að gera, sem sagt að hafa það beintengt í innstungu til að flýta fyrir?

Re: Hitald fyrir 36 riðfríann pott (f/ 20 amper).

Posted: 3. Feb 2012 00:33
by Hilm
Hvar er best að fá ró fyrir Camco 5500W elementið?

Re: Hitald fyrir 36 riðfríann pott (f/ 20 amper).

Posted: 3. Feb 2012 07:43
by Squinchy
Metal í hafnafyrði