Að skapa KLÓN

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Að skapa KLÓN

Post by Feðgar »

Sælir

Ég var að drakka Norðan Kalda um daginn og datt í hug að við þyrftum kannski að gera einhvað svipað, svona til að auka fjölbreyttnina af því sem við eigum.

Þetta er léttur og ljúfur bjór en samt í dekkri kanntinum, sérstaklega fyrir fólk sem annars drekkur bara thule og LITE að slíkt.

Svo ég fór að leita hérna á síðunni og eini þráðurinn sem ég fann um íslenskan klón var af Úlf eða slíkum American pale ale.

Því langar mig að biðla til mér vitrari manna um upplýsingar um það hvernig Norðan Kalda Klón gæti hugsanlega verið, korn, humla og ger val t.d.

Kv. Feðgar :) :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Að skapa KLÓN

Post by sigurdur »

Ég man nú ekki hvernig Norðan kaldi bragðaðist, en hann er öl með þéttum humla og maltkeim.

Þú getur prófað að senda fyrirspurn um innihald og tímasetningar í bjórnum til bruggsmiðjunnar.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Að skapa KLÓN

Post by Feðgar »

Maður hefur séð á HBT og öðrum síðum að menn taka sig saman og leggjast yfir einhverjum klón og pæla og spekúlega.
Og svo leggur hver í sína tunnuna og í lokin bera menn saman bækur sínar.
Svona til að gera þetta að aðeins meiri social sporti. ;)

Ég er ekkert að leggja til að menn geri það með Norðan Kalda, flestir hérna eru nú í meiri og flóknari bjórum en það, en samvinnan heillar.

Spjallið er búið að vera dauft undanfarið, langaði því enn meira til að fá einhverja í lið með okkur til að kljúfa þennan. Hver veit, það gæti orðið úr því hefð :D
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Að skapa KLÓN

Post by sigurdur »

Já, þetta yrði áhugaverð tilraun.

Það væri áhugavert að athuga hvaða bjóra flestir vilja prófa að klóna, og prófa það svo.

En nota bene, að klóna bjór er ekki létt verk jafnvel þó að þú sért með uppskriftina. Ef þú trúir því ekki, þá mæli ég með að þú hlustir á "Can you brew it" þættina.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Að skapa KLÓN

Post by Eyvindur »

Ég held að í öllu falli sé nauðsynlegt að fara að gera fleiri hóptilraunir. Þessi er skemmtileg. Iron Brewer væri líka skemmtileg.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Að skapa KLÓN

Post by Feðgar »

Jú ég geri mér grein fyrir því að það er ekki létt verk að klóna bjór svo vel sé.

Og Eyvindur þú ert alveg með þetta, sama hvaða bjór það yrði, hóptilraunir hljóta að vera skemmtilegar. Útkoman er jú alltaf BJÓR ;)
User avatar
tolvunord
Villigerill
Posts: 25
Joined: 28. Aug 2009 13:40
Contact:

Re: Að skapa KLÓN

Post by tolvunord »

Það gæti verið gaman að taka þátt í einhverju svipuðu og Iron Brewer... :)
Í gerjun: Tri-Centennial, Bee-Cave
Í þroskun:
Á flöskum:Jólaöl
Næst í gerjun : Jólaöl
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að skapa KLÓN

Post by hrafnkell »

tolvunord wrote:Það gæti verið gaman að taka þátt í einhverju svipuðu og Iron Brewer... :)
Þetta er svipað hóplögninni sem við fórum í seinasta vetur. Væri gaman að mixa það aftur.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Að skapa KLÓN

Post by Feðgar »

tolvunord wrote:Það gæti verið gaman að taka þátt í einhverju svipuðu og Iron Brewer... :)

Á forsíðunni segir að það séu bara þrjú hráefni, en svo eru miklu flr í uppskriftunum sjálfum :?:
Post Reply