Page 1 of 1

Hóppöntun frá midwestsupplies

Posted: 1. Nov 2011 13:29
by hrafnkell
Ég er að fara að panta hitt og þetta frá midwestsupplies.com og ef einhverjum vantar eitthvað þá get ég tekið það með.

Sendingarkostnaður fer eftir þyngdinni, og því þarf að gera ráð fyrir því í útreikningum á verðinu. Þyngd á vörum eru alltaf birt á síðunni.

Verðin hingað komin eru uþb svona:
(<verð í usd> + (<þyngd í lbs> * 6)) * 125 * <vsk>

<vsk> er annaðhvort 1.255 eða 1.07 fyrir matvæli (t.d. ger). Einnig bætist í sumum tilfellum við tollur eða vörugjöld, venjulega þó ekki meira en 10%.

Til dæmis ef vara er 2lbs og kostar 40 dollara þá lítur þetta svona út:
(40 + (2*6)) * 125 * 1.255 = (40 + 12) * 125 * 1.255 = 52 * 125 * 1.255 = 8.157kr hingað komið.


Ef margir taka þátt þá getur sendingarkostnaður lækkað töluvert, en gerum ráð fyrir þessari formúlu til að byrja með. Lokaverð verður ekki hærra en þetta, nema varan sé tollskyld.


Þetta er hraðsending, og því á ekki að vera neitt mál að taka fljótandi ger með.


Vinsamlegast senda póst á brew@brew.is með url á hlutina sem þið ætlið að panta og hvað þeir kosta. Setja "Midwest pöntun" í subjectið.


Vegna þess að einn leppalúði er ekki búinn að borga mér fyrir seinustu midwest pöntun sem ég stóð fyrir þá ætla ég að rukka 50% staðfestingargjald, sem millifærist á þennan reikning, og email kvittun á brew@brew.is:

0372-13-112408
kt 580906-0600


Allar pantanir verða að vera komnar til mín í seinasta lagi 10 nóvember.

Re: Hóppöntun frá midwestsupplies

Posted: 1. Nov 2011 20:27
by viddi
Gott framtak. Mun nýta mér þetta!

Re: Hóppöntun frá midwestsupplies

Posted: 2. Nov 2011 11:34
by hrafnkell
Það hafa margir spurt mig hvar maður fær almennilega skeið til að hræra í meskingu.. Look no further!
http://www.midwestsupplies.com/21-stain ... spoon.html" onclick="window.open(this.href);return false; 2416kr hingað komin :) (Það er 10% tollur á eldhúsvörum)

Image

Re: Hóppöntun frá midwestsupplies

Posted: 10. Nov 2011 14:25
by hrafnkell
Seinasti séns til að vera með í pöntuninni er í dag.

Re: Hóppöntun frá midwestsupplies

Posted: 15. Nov 2011 10:22
by hrafnkell
Pöntunin er lögð af stað, kemur líklega á mánudaginn.

Re: Hóppöntun frá midwestsupplies

Posted: 21. Nov 2011 14:07
by hrafnkell
Megnið af sendingunni er komið - seinasti pakkinn kemur á morgun. Allt ger er komið í kæli og svona.

Ég ætla að bíða til morguns með að leyfa fólki að sækja vörurnar sínar, þar sem það vantar einhverja hluti úr seinasta kassanum.

Re: Hóppöntun frá midwestsupplies

Posted: 22. Nov 2011 12:39
by hrafnkell
Sendingin er komin og tilbúin til afhendingar

Ég verð við milli 4 og 6 í dag fyrir þá sem vilja sækja. (Og þá sem vilja kaupa eitthvað annað hjá mér)