Page 1 of 1
Dælur?
Posted: 30. Oct 2011 19:53
by Eyvindur
Ég stefni á að smíða mjög einfalt kerfi til að auðvelda mér lífið lítillega á næstunni. Það helsta sem mig vantar er dæla. Vill svo til að einhverjar af dælur séu á sveimi, eða að einhverjir aðrir séu í dælu hugleiðingum og væru til í að taka hóppöntun (12 volta dælurnar sem sumir hafa verið að prófa ættu að duga mér, þannig að ég var helst að spá í þannig)?
Re: Dælur?
Posted: 30. Oct 2011 21:38
by Steinarr
Ef þú ferð í pönntun á dælum þá væri ég eflaust til í að vera með... ég er bara ekki alveg búinn að átta mig á því hvað ég þarf öfluga dælu fyrir 60L tunnuna sem ég er að græja.
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 09:08
by kalli
Steinarr wrote:Ef þú ferð í pönntun á dælum þá væri ég eflaust til í að vera með... ég er bara ekki alveg búinn að átta mig á því hvað ég þarf öfluga dælu fyrir 60L tunnuna sem ég er að græja.
Ég er líka með 60L kerfi og nota March 815
http://www.marchpump.com/815-pl-c/" onclick="window.open(this.href);return false;
Hún dælir 30L á mínútu, sem er óþarflega öflugt. March 809 myndi duga (19 - 26LPM). En ég er með loka á útganginum svo ég get stjórnað flæðinu nokkuð nákvæmlega. Báðar dælurnar henta í ölgerð mtt. hitaþols og matvælaöryggis.
Afsakaðu Eyvindur ef ég er að stela þræðinum ...
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 09:20
by hrafnkell
Ég er með litlu solarprojects dæluna í 72l potti og finnst það passlegt. Hún dælir 11 lítrum á mínútu minnir mig.
Gallinn við march dælurnar er að þær eru ekki ce merktar (hvorki 110 né 220v útgáfurnar) og því er mjög happa glappa hvort tollurinn gleymi að kíkja í pakkann. Ef þeir kíkja í pakkann þá færðu dæluna ekki afhenta vegna þess að merkinguna vantar. Ef þú þekkir einhvern sem getur tekið svoleiðis með frá usa þá er það annað mál.
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 11:00
by Steinarr
Enn heppilegt, ég er að fara til Boston núna um miðjan nóv...

ég reyni að finna þetta þar bara
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 11:15
by Eyvindur
Heyrðu, geturðu ekki burðast með tvær dælur heim, þá?

Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 11:23
by kristfin
ég er með iwaki md 20r, sem er gefin upp fyrir 31 liter á mínútu.
það er kappnóg fyrir meskinguna, en fyrir kælinguna í gegnum cfc og whirlpool er hún of lítil.
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 13:12
by kalli
Steinarr wrote:Enn heppilegt, ég er að fara til Boston núna um miðjan nóv...

ég reyni að finna þetta þar bara
Ég pantaði mínar hér:
http://www.tescopumps.com/servlet/the-M ... Categories" onclick="window.open(this.href);return false;
Þeir eru með 230V útgáfur. Fljót og góð þjónusta. Það var sent á gistiheimilið sem ég bjó á í Boston.
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 13:39
by Steinarr
eyvindurkarlsson wrote:Heyrðu, geturðu ekki burðast með tvær dælur heim, þá?

Jú veistu það gæti bara meira en velverið, þar að segja ef þetta er ekki of stórt um sig... skoða þetta betur í kvöld, ætla einmitt að senda hótelinu tölvupóst sem ég verð á og sjá hvort þeir taki ekki á móti þessu fyrir mig
kristfin wrote:ég er með iwaki md 20r, sem er gefin upp fyrir 31 liter á mínútu.
það er kappnóg fyrir meskinguna, en fyrir kælinguna í gegnum cfc og whirlpool er hún of lítil.
ég er neflilega mjög hrifinn af þessari whirlpool hugmynd uppá það að safna gumsinu í miðjuna á pottinum eftir suðu og því hefði ég áhuga á að fá mér nægilega öfluga dælu til þess en ef þú ert með dælu sem er gefin upp fyrir 31L/min erum við þá ekki að tala um eitthvað svakalegt skrímsli(50+ L/min) til þess að ná upp alvöru whirlpool ?
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 16:09
by Eyvindur
Ég er að pæla í að fara þessa leið:
http://www.mrmalty.com/chiller.php" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá virðist march dæla vera feykinóg.
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 16:16
by kristfin
þeir eru skrítnir kettir þessar dælur.
það er gefið upp hvða þær dæla á mín (eða gallon á klukkutíma) og hvað þær geti dælt hátt upp.
ég hef ekki mælt tíman sem það tekur að dæla beint í gegn, en það tekur mig svona korter að dæla 30 lítrum í gegnum CFC með dælunni minni. það munar svo rosalega um viðnámið.
cfc hjá mér er ca 5 metrar, og það ætti ekki að vera erfiðara að dælaí gegnum hann heldur en að dæla í 5 metra hæð.
þetta svarar ekki neinu, en kannski er hún að undirperforma hjá mér. allavega ráð að hafa þetta í huga.
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 16:21
by Eyvindur
Já, mikil ósköp. Þess vegna hugsa ég að ég taki CRC út úr jöfnunni og reyni frekar að búa mér til IC sem er fjandanum magnaðari.
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 20:38
by sigurdur
kristfin wrote:þeir eru skrítnir kettir þessar dælur.
það er gefið upp hvða þær dæla á mín (eða gallon á klukkutíma) og hvað þær geti dælt hátt upp.
ég hef ekki mælt tíman sem það tekur að dæla beint í gegn, en það tekur mig svona korter að dæla 30 lítrum í gegnum CFC með dælunni minni. það munar svo rosalega um viðnámið.
cfc hjá mér er ca 5 metrar, og það ætti ekki að vera erfiðara að dælaí gegnum hann heldur en að dæla í 5 metra hæð.
þetta svarar ekki neinu, en kannski er hún að undirperforma hjá mér. allavega ráð að hafa þetta í huga.
Mér þykir leiðinlegt að stela þræðinum, en er CFC'inn með 3/8" eða 1/2" koparröri, kristján?
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 20:41
by kristfin
hann er 3/8"
Re: Dælur?
Posted: 31. Oct 2011 21:13
by sigurdur
Ég myndi íhuga tilraun með 1/2" koparröri. En ég er búinn að stela þræðinum nóg.
Immersion chiller + dæla FTW!
Re: Dælur?
Posted: 1. Nov 2011 01:09
by Eyvindur
Ekki síst þessi fallega útgáfa af spíralnum hans Jamils:
http://www.wortomatic.com/articles/Mylo ... -O-Chiller" onclick="window.open(this.href);return false;
Einfalt og snilldarlegt.