Page 1 of 1
Polyclar
Posted: 27. Oct 2011 14:59
by bergrisi
Ég er að spá í að nota polyclar til gera bjórinn minn tærari og var að velta fyrir mér:
1. Hver er ykkar reynsla af Polyclar?
2. Hvar verslið þið Polyclar?
Re: Polyclar
Posted: 28. Oct 2011 15:14
by Feðgar
Við höfum notað polyclar í nokkra bjóra undanfarið.
Það tekur bara svokallað "Chill Haze" þar sem bjórinn er tær þangað til hann er kældur.
Ef það er að angra þig þá þarft þú sennilega að fá þér öflugri kælir og kæla virtina hraðar eftir suðu.
Hráefnið í bjórnum segir líka til um það hvort það sé mikið af þessu próteinum fyrir.
PolyClar getur minnkað fyllinguna í bjór, og það þarf að fella það út með gelatíni eða gefa bjórnum góðan tíma áður en hann er settur á flösku.
Virkur ger minnkar líka virkni þess og því hentar það kannski ekki fyrir alla sem láta eftirgerja.
Við erum engir sérfræðingar í þessu, en höfum verið að prófa okkur áfram með þetta.
Gelatin er feikinóg til að ná bjórnum tærum, fyrir utan þetta chill haze auðvitað
Re: Polyclar
Posted: 28. Oct 2011 17:40
by bergrisi
Þetta var akkúrat það sem ég var að spá í. Held að það taki því ekki fyrir mig að nota þetta. Það er bara svo gaman að spá og spekulera.
Re: Polyclar
Posted: 29. Oct 2011 10:33
by sigurdur
Feðgar wrote:Gelatin er feikinóg til að ná bjórnum tærum, fyrir utan þetta chill haze auðvitað
Hvorki ég, né tilraunirnar mínar eru sammála þessu ... gelatín nær chill haze mjög vel úr bjór.
Til þess að ná chill haze úr bjórnum með gelatín, þá þarf fyrst að kæla bjórinn niður í 0 - -1 °C og setja gelatínið í. Svo þarf að leyfa þessu að falla í nokkra daga. Eftir það þá ertu búinn að losa þig við chill haze.
Re: Polyclar
Posted: 29. Oct 2011 10:53
by Feðgar
sigurdur wrote:Feðgar wrote:Gelatin er feikinóg til að ná bjórnum tærum, fyrir utan þetta chill haze auðvitað
Hvorki ég, né tilraunirnar mínar eru sammála þessu ... gelatín nær chill haze mjög vel úr bjór.
Til þess að ná chill haze úr bjórnum með gelatín, þá þarf fyrst að kæla bjórinn niður í 0 - -1 °C og setja gelatínið í. Svo þarf að leyfa þessu að falla í nokkra daga. Eftir það þá ertu búinn að losa þig við chill haze.
Jahá, það er snilld
Re: Polyclar
Posted: 29. Oct 2011 12:06
by atax1c
Sama hér, gelatín tekur chill haze ef það er rétt notað.
Re: Polyclar
Posted: 30. Oct 2011 12:01
by Silenus
Eruð þið þá að tala um að setja gelatín út í gerjunarílátið eftir gerjun? Hvessu mikið magn eruð þið að nota í 20 lítra? Sáldriði bara duftinu yfir eða þarf að græja þetta eitthvað fyrst?
Re: Polyclar
Posted: 30. Oct 2011 12:27
by sigurdur
Silenus wrote:Eruð þið þá að tala um að setja gelatín út í gerjunarílátið eftir gerjun? Hvessu mikið magn eruð þið að nota í 20 lítra? Sáldriði bara duftinu yfir eða þarf að græja þetta eitthvað fyrst?
Lestu þennan póst:
http://fagun.is/viewtopic.php?p=7378#p7378" onclick="window.open(this.href);return false;