Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by sigurjon »

Sælir.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig hægt er að fá nákvæma tölu á alkóhólinnihaldi bjórs við neyzlu.

Það er tiltölulega fljótafgreitt með virtina fyrir og eftir gerjun (delta fyrir og eftir / 7,46), en hvernig er með eftirgerjunina? Á að taka mælingu þegar búið er að skella þrúgusykurlausninni í og taka svo mælingu þegar flaskan er opnuð aftur og beita þá sömu aðferð og fyrr?

Kv. Sjonni
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Eyvindur »

Nei, þar sem svo mikil kolsýra myndi rugla mælinguna.

Þetta magn af þrúgusykri sem maður bætir út í við töppun breytir engu um áfengismagnið. Þú ert að setja milli 100 og 200 grömm af sykri út í 20 lítra... Þetta er ekkert sem breytir nokkrum hlut.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Öli »

Sykurinn breytist svo að segja til helminga í alkahól og kolsýru. Ef þú bæti 200 g af sykri í heildina þá eru það skrambi nálægt 100 g af hreinu alkahóli sem bætast við (svo fremi sem allur sykurinn gerjist).
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Öli »

100 g af hreinu etanóli eru ca 127 ml.

að bæta 127 ml af hreinu etanóli í 20 lítra af vökva myndi auka etanól innihald hans um 0.6 prósentustig.

Ef ég hef rétt fyrir mér, sem við skulum taka með fyrirvara.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Eyvindur »

Ég held að það sé ekki rétt. Ég sló 150g í 19l inn í bruggreiknivél (bara sykurinn og ekkert annað) og fékk út 0.2%.

Annars held ég að þetta skipti engu máli. Þetta er vel innan skekkjumarka.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by sigurjon »

Hvar fær maður svona bruggreiknivél Eyvindur?
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Eyvindur »

Það er frí, einföld reiknivél á beertools.com. Ég nota forritið þeirra. Svo er til urmull af forritum, bæði ókeypis og ekki. Bara leita. Ég keypti Beer Tools af því að ég kunni vel við viðmótið, og þetta er eina almennilega forritið fyrir mac...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by ulfar »

Ég held að þetta séu 0,5% sem bætast við. Getur verið Eyvindur að attenuation-ið (vantar ísl orð) hafi ekki verið 100% þegar þú notaðir bjór-reiknivélina?

kv. 'Ulfar
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Öli »

Ég hugsa að 0,5 prósentustig geti allveg verið nærri lægi nærri lægi, þar sem 0,6 stigin mín eru 'theroretical maximum'.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Eyvindur »

Það getur meira en vel verið, já. Var að flýta mér aðeins.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by sigurjon »

Aldrei að flýta sér Eyvindur... :beer:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Eyvindur »

Jú, flýta sér úr vinnunni (þar sem ég gerði þetta) svo maður geti farið að fá sér góðan bjór!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by sigurjon »

Já, ég sé það núna...

Hver er einingin á sykurflotvogarmælingum? Milligrömm sykurs á lítra?
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Öli »

Mælirinn sýnir þér bara hlutfall svo hann hefur enga einingu.
Hlutfallið er miðað við eðlisþyngd vatns, t.d. ef mælirinn sýnir 1,100 þá er eðlisþyngd vökvans 10% meiri en vatns.

Fyrir eðlisþyngd er einingin þyngd/rúmmál, t.d. g/ml eða kg/m^3.

Það mætti allveg segja til einföldunar að eðlisþyngd vatns sé 1000 kg / rúmmeter.
Svo ef mælirinn sýnir 1,100 þá er eðlisþyngd vökvans 1100 kg / rúmmeter.

Þannig að ef þú ert ekki sleipur með tölur þá bruggarðu bara í heilum tonnum og þá er auðvelt að lesa útúr þessu :D

En það væri gaman að fá skemmtilegan pistil um þennan blessaða mæli. Hann ætti gjarnan heima á wiki síðunni.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by arnilong »

Þá er formúlan handvirk eitthvað á þessa leið:

%ABV = (OG – FG)/7.46

dæmi: ((1064-1010)/7.46) + 0.5=6.8%

Það munar nú nokkuð miklu eftir að sykurinn er kominn í þetta :shock:
Last edited by arnilong on 26. Jun 2009 21:33, edited 1 time in total.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by arnilong »

Eyvindur wrote:Það er frí, einföld reiknivél á beertools.com. Ég nota forritið þeirra. Svo er til urmull af forritum, bæði ókeypis og ekki. Bara leita. Ég keypti Beer Tools af því að ég kunni vel við viðmótið, og þetta er eina almennilega forritið fyrir mac...
Ég er nú með annað forrit í mínum makka sem heitir BeerAlchemy. Ég er mjög sáttur við það en það er reyndar ekki ókeypis. Á þeim tíma sem ég borgaði fyrir það vissi ég ekki af neinu öðru forriti..... Hinsvegar hef ég ekki prófað BeerTools en hef heyrt góða hluti um það, ætli það sé ekki mest notaða heimabruggsforritið.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Eyvindur »

Ég tékkaði einhvern tíma á BeerAlchemy, en minnir að ég hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri hætt að uppfæra það, og þess vegna hætt við... Það er kannski vitleysa í mér...

Beer Tools er mest notaða forritið á Mac, pottþétt. Held samt að ProMash eða BeerSmith hafi vinninginn í það heila, þar sem fleiri nota PC... Allavega eru flestir sem ég hef verið að spjalla við með annað þeirra.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by arnilong »

Ég er ennþá að fá öppdeit fyrir BeerAlchemy.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Eyvindur »

Sem þýðir að ég er að bulla... Það var þá eitthvað annað makkaforrit sem var hætt að uppfæra.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by sigurjon »

Hmmm... flotvogin sýnir sumsé eðlismassa vökvans sem henni er sökkt í. SI-eining eðlismassa er Kg/m^3. Það sem mig hins vegar fýsir að vita er hvort hægt sé að reikna magn sykurs miðað við eðlismassann. Sennilega er það ekki hægt, þar sem mikið af öðrum efnum eru í vökvanum, auk þess sem eðlismassi sykurs er breytilegur eftir því hve flókinn hann er. Ég ímynda mér t.d. að fjölsykrur séu með hærri eðlismassa en ein- og tvísykrur. Maltósi er tvísykra ef ég man rétt og mjölvi fjölsykra úr mörgum maltósum, þannig að í raun ætti sykurinn í bjórvirtinni að vera fremur eðlisþungur. Það fer eftir því hve mikið af maltósanum er bundinn í mjölvann. Ætli gerillinn brjóti niður mjölvann í maltósa og svo maltósann í glúkósa, áður en hann umbreytir honum í alkóhól og koltvísýring?

Endilega einhver leiðrétti mig ef ég er á villigötum (þetta er kannske orðið efni í annan þráð...).

Kveðja, Sjonni
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Stulli »

Sælir piltar,

flotvogin sýnir hlutfallslega eðlisþyngd (=Specific Gravity) þar sem að þessar tölur eru hlutföll eðlisþyngs virtisins og vatns og hafa því enga einingu.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by sigurjon »

Ertu alveg viss um það Stulli? Ég stóð í þeirri meiningu að tölur væru aðeins mælar á ákveðna hluti og stæðu því aldrei einar á báti. Það er t.d. ekki hægt að segja að ,,þetta borð er 5".

Hvað segir þú með sykrurnar? Er þetta rangur misskilningur hjá mér, eða er t.d. maltaða byggið að gefa af sér mjölva og engan maltósa? Hvað með extractið?

Ég er bara eitt spurningamerki... :?: :vindill:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Stulli »

Já, hlutfallsleg eðlisþyngd er einingalaus, því að það er hlutfall.

Hinsvegar er hin þéttleikamælingin Plato gráður, þá er mælt hlutfall sykurlausnar (extract) miðað við þyngd vökvans.

Í virti (sykurlausn fengin úr malti) er aðallega maltósi, en einnig súkrósi, frúktósi, maltótríósi, glúkósi og svo lengri sykrukeðjur (dextrín).
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by sigurjon »

Takk fyrir Stulli.

Ég get sætt mig við að hlutfall sé einingarlaust, t.d. 5/8 hefur enga einingu, en er hlutfall milli fimm og átta (og skilar 0,625).

Ég geri ráð fyrir að gersveppurinn ráðist fyrst á glúkósann og frúktósann, svo á maltósann og súkrósann og taki seinast til við maltótríósann og dextrínið, ekki satt?

Kveðja, Sjónvarp
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Útreikningar skv. flotvogarmælingum

Post by Stulli »

sigurjon wrote: Ég geri ráð fyrir að gersveppurinn ráðist fyrst á glúkósann og frúktósann, svo á maltósann og súkrósann og taki seinast til við maltótríósann og dextrínið, ekki satt?
Jú meira og minna. Saccharomyces cerevisiae gerjar hinsvegar ekki dextrín :good:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply