Kaldfelling og sykurmagn

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Kaldfelling og sykurmagn

Post by viddi »

Er að láta Blonde Ale kaldfalla við 0,5° í þessum skrifuðum orðum og stefni að því að tappa á morgun eða hinn. Lenti í smá ógöngum með síðasta bjór sem ég kaldfelldi því hann er undirkolsýrður sem ég rek til þess að hafa sett of lítinn sykur í lögunina fyrir átöppun. Beersmith tilgreinir magn sykurs eftir hitastigi. Ef ég tappa þennan við 18° þá tilgreinir Beersmith 267 gr sykurs fyrir 2,5 kolsýrustig. Ef bjórinn er hins vegar 1 gráða eru 143 gr tilgreind (ath tvöföld lögun). Átöppunin tekur auðvitað alltaf einhvern tíma þannig að bjórinn hitnar - sjálfsagt hægt að skjóta á 6-7° en hafið þið verið að leyfa bjórnum að hitna að stofuhitastig eftir kaldfellingu áður en tappað er? Eða tappið þið köldum bjórnum og takið tillit til þess hve mikið hann hitnar við átöppun?

Kannski er ég bara að flækja málin?
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Kaldfelling og sykurmagn

Post by valurkris »

hitastigið í beersmith á það ekki við um hitastigið sem að bjórinn gerjast við, s.s ef að þú gerjar við 20 gráður og lætur bjórinn svo kaldfalla þá lætur samt 20 gráður inn í reiknivélina. Endilega leiðréttið mig ef að þetta er rangt.
Kv. Valur Kristinsson
asgeir
Villigerill
Posts: 23
Joined: 9. Apr 2010 20:25

Re: Kaldfelling og sykurmagn

Post by asgeir »

Beersmith reiknar sykurmagnið út frá hitastiginu sem þú ætlar að láta bjórinn kolsýrast við, það tekur að sjálfsögðu einhverja daga. Þetta hitastig er hjá flestum sama og gerjunarhitastigið. Þetta á því ekki við hitastigið á bjórnum á því augnabliki þegar hann fer ofan í flöskuna...
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Kaldfelling og sykurmagn

Post by Classic »

Ég hef alltaf skilið þetta svo að miða eigi við hæsta hitastig sem bjórinn fór í meðan hann var í fötunni, enda kolsýrumagnið í honum eftir því (leysni lofttegunda minnkar við hækkandi hitastig, öfugt við föst efni), kolsýran kemur náttúrulega ekkert aftur þótt hann sé lageraður við hitastig þar sem vökvinn gæti tekið við meiri kolsýru nema einhver gerjun sé í gangi..
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply