Page 1 of 1

Flotvogarmælingar á Octane IPA

Posted: 23. Jun 2009 09:45
by sigurjon
Sælir.

Þannig er mál með vexti að ég lagði í Octane IPA um daginn. Eitthvað var ég annars hugar og gleymdi að framkvæma flotvogarmælingu áður en gerið fór út í. :oops:

Man einhver hvert ,,venjulegt" sykurmagn er í upphafi á OIPA? Bara svo ég hafi samanburð... :mrgreen:

Kveðja, Sjónpípa

Re: Flotvogarmælingar á Octane IPA

Posted: 23. Jun 2009 11:33
by ulfar
Var þetta ekki partial mash kit. Ef svo er þá ætti það að vera í leiðbeiningunum. Ef ekki þá er hægt að reikna það út frá uppskriftinni, ég gæti hjálpað við það.

kv. Úlfar

Re: Flotvogarmælingar á Octane IPA

Posted: 23. Jun 2009 11:52
by Eyvindur
Þetta er meira að segja bara extract uppskrift með korni (engin mesking), þannig að þú átt að vera nokkuð öruggur um að OG sé á því bili sem uppskriftin segir til um. Samkvæmt uppskriftablaðinu á Midwest síðunni á OG fyrir Octane IPA að vera 1.064-1.068. Ég myndi bara nota 1.066 í alla útreikninga. Þá ertu klárlega innan skekkjumarka.

Re: Flotvogarmælingar á Octane IPA

Posted: 24. Jun 2009 10:42
by sigurjon
Ég geri það Eyvindur. Takk fyrir þetta strákar!

E.S.
Afsakið mig fáfróðan, en hvað merkir aftur OG? Var ekki líka eitthvað sem heitir SG? Eða er ég bara að rugla...

Re: Flotvogarmælingar á Octane IPA

Posted: 24. Jun 2009 11:57
by Eyvindur
OG er orginal gravity.
SG er specific gravity.

Re: Flotvogarmælingar á Octane IPA

Posted: 24. Jun 2009 13:39
by sigurjon
Ah, já. Kjartans þakkir... :beer: