Page 1 of 1

Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 14. Sep 2011 15:29
by Haukurtor
Daginn,

Við lögðum í okkar fyrsta bjór um helgina. (10. sept)
Ákváðum að taka Kit og höfðumst handa.

Samkvæmt uppskrift átti að nota 1 kit + kíló af sykri.
Við prófuðum að nota annað kit í staðinn fyrir kíló af sykri.

Settum þetta í pott ásamt vatni, bættum úti ca 800 grömmum af hunangi og 1kg (! ekki typo) af engiferi og létum sjóða í nokkrar mín - lögurinn var ca 10 lítar.

Kældum blönduna og fylltum með köldu vatni upp að 23 lítra merkingunni.
Lögurinn var rétt ríflega 30 gráður.
Skv leiðbeiningum var mælt með að leysa gerið upp í 0,5Dl af 40° heitu vatni og láta standa í 15 mín.
Gerið lá í vatninu í 25 mín og við bættum því útí blönduna.

OG var 1.060.

Geymum þetta á stað sem er 20 - 25°C heitur.
nokkrum tímum seinna var allt komið á fullt og allt búbblaði voða vel.

Á 3. degi (12. sept) var búbblið hætt, beið í 2-3 mín og engin loftbóla kom.

Tók SG og það var 1.020
Á 4. degi tók ég aftur SG og það virtist vera í 1.020 - mögulega rétt fyrir neðan.

Ég tók fötuna og "swirl"-aði bjórnum með því að vagga henni fram og til baka. Og lét aftur á heita staðinn.
Nokkrum mín seinna fannst ég mér heyra búbl og stökk af stað en sá ekkert gerast í vatnslásnum. Sama gerðist nokkrum mín seinna.

Ég á eftir að taka SG í dag, en getur verið að gerjun hafi stöðvast ?
Á ég að bíða í nokkra daga og taka SG þá eða er þörf á gernæringu eða meira geri ?

- Haukur

Re: Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 14. Sep 2011 17:44
by atax1c
Það er almennt mælt með að ná virtinum niður fyrir 20 gráður áður en ger er sett útí.

Annar möguleiki er að 40°C er alltof heitt vatn til að bleyta uppí gerinu að mínu mati, það ætti að vera í mesta lagi 30°C.

Það sem ég er að hugsa er að þú hafir mögulega drepið slatta af gerinu og að pitcha of lítið af geri gæti útskýrt afhverju það náði ekki að klára bjórinn alveg.

Re: Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 14. Sep 2011 21:57
by helgibelgi
getur verið að gerið hafi ekki náð að éta allt hunangið og engiferið?

Re: Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 15. Sep 2011 00:30
by sigurdur
Það tekur sinn tíma fyrir gerið að éta hunang .. ég held að það séu ekki miklar sykrur í engiferi til að gerja.
Svo er spurning með hversu heilbrigt gerið hafi verið .. hversu mikið ger var lifandi og virkt ...?

Re: Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 15. Sep 2011 09:46
by Haukurtor
Sælir, takk fyrir svörin.

Ætti ég kannski að strá hinum ger pakkanum yfir líka ?
Eða er sniðugt að hræra eitthvað í þessu ?

Annars ætti að vera nóg sykrur í hunanginu og auka kittinu ? Svo er spurning hvort það sé sniðugt að bæta við hunangi ?

Annars tók ég smökkun í gær og þetta bragðast ótrúlega vel :) Vona bara að ég geti startað gerjun einhvernvegin aftur.

Re: Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 15. Sep 2011 09:59
by Feðgar
Hunang gerjar alls ekki vel, það gæti verið ástæðan fyrir því að þetta er í 1.020

Þú verður bara að gefa þessu tíma.

Fyrst þið voruð með svona rosalegar æfingar með hunangi og engiferi og slíku þá held ég líka að það veiti ekki af

Re: Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 15. Sep 2011 11:26
by gunnarolis
Ég mundi kannski ekki segja að hunang gerjaðist ekki vel, það veltur verulega mikið á tegundinni og hvernig það er framleitt.

http://www.howtobrew.com/section4/chapter20-3.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 21. Sep 2011 17:31
by Gvarimoto
Það tekur alveg lengur en 4 daga að gerja bjór, airlockinn segir ekkert til um hvort þetta séi klárt eða ekki.

Láttu þetta bara liggja í 1-2 viku og taktu aftur gravity reading, þetta er allt á leiðini með að verða góður bjór.


P.S Ef þú leggur í fötu 10sept og tekur SG 12 sept, það gerir 2 daga, sem er enganvegin nægur tími til að sjá mikin árangur, 3 dagar er ekki heldur nóg.

Láttu þetta liggja í amk 3 vikur áður en þú ferð að spá í SG og FG, þú malar gull þannig og færð bjór sem þú átt eftir að hoppa um af kæti yfir.

Re: Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 22. Sep 2011 13:13
by Haukurtor
Mér datt í hug að þetta væri bara æsingur í mér.
Tók SG (og smökkun) í gærkvöldi og þetta var komið niður í 1.013. Þetta er komið í ca 2 vikur.

Spurningin er hinsvegar hvort ég ætti að fleyta yfir í aðra fötu til að filtera engiferinn úr og láta liggja þar í 1 -2 vikur, eða ætti ég að láta allt heila klabbið liggja í viku í viðbót..

Re: Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 22. Sep 2011 22:10
by Gvarimoto
Haukurtor wrote:Mér datt í hug að þetta væri bara æsingur í mér.
Tók SG (og smökkun) í gærkvöldi og þetta var komið niður í 1.013. Þetta er komið í ca 2 vikur.

Spurningin er hinsvegar hvort ég ætti að fleyta yfir í aðra fötu til að filtera engiferinn úr og láta liggja þar í 1 -2 vikur, eða ætti ég að láta allt heila klabbið liggja í viku í viðbót..

Nú hef ég ekki reynslu af engifersbjór, en google ætti að hafa svarið.

Mátt svo láta mig vita hvernig svona kit bjór + engifer smakkast :)

Re: Lítil gerjun í gangi og hátt SG

Posted: 3. Feb 2012 21:08
by Haukurtor
Sælir,

Steingleymdi alltaf að svara þessu.
En útkoman varð æðisleg. Kíló af engiferi skein vel í gegn og það fór ekki á milli mála að þarna var um engiferbjór að ræða.
Þeir sem elska engiferdrykki elskuðu þennan bjór, en aftur á móti þeir sem eru ekkert sérlega hrifnir af engiferi þurfti ég að klára úr flöskunni fyrir þá :lol:
Við konan erum að spá í að leggja í aðra svipaða blöndu núna bráðlega.

En ég semsagt bætti hálfum pakka af geri út í blönduna eftir 2 vikur, lét þetta gerjast í 4 vikur í viðbót.


1 pakki af geri ætti að nægja, en ég held ég noti gernæringu með næst.