Page 1 of 1
Lager gerjun
Posted: 14. Sep 2011 12:37
by Örvar
Ég er með lager í gerjun og langaði að bera undir ykkur gerjunarferlið svo ég sé ekki að fara í einhverja vitleysu
Bjórinn er búinn að vera í gerjun við 10°C í tvær vikur svo nú er ég að spá í að hækka hitann upp í 20°C í 2daga til að taka diacytil rest (bara til öryggis þótt ég hafi pitchað eftir að virturinn hafi náð 10°C)
Síðan stefni ég á að lækka hitann niður í ca. 2-3°C en er ekki viss hvort ég ætti að trappa hitanum rólega niður úr 20°C í 2°C á löngum tíma eða hvort ég ætti bara að krassa hitanum niður á nokkrum klst. Hvað eruð þið vanir að gera hér?
Stefni síðan á að lagera í primary gerjunarfötunni í 2-4 vikur. Ætti það ekki að vera nóg? OG var um 1.051

Re: Lager gerjun
Posted: 14. Sep 2011 13:13
by sigurdur
Það fer eftir hversu langt gerjunin er komin hvenær maður fer í diacetyl rest.
Mig minnir að reglan sé að maður fer með gerjunina í diacetyl rest þegar þú ert búinn með 70% af gerjuninni.
Svo myndi ég leyfa hitastiginu að lækka yfir nokkra daga í ~ 4°C.
Re: Lager gerjun
Posted: 14. Sep 2011 23:04
by Örvar
Oki það er allavega mjög lítil gerjun í gangi núna, tek mælingu og tékka hvort þetta sé ekki orðið nálægt FG og hækka þá hitann uppí 20°C (ætti ég líka að leyfa hitanum að hækka rólega á nokkrum dögum ur 10°C í 20°C ?)
Síðan var ég að pæla hvort það sé hætta á því að vatn sogist í gegnum blowoff slönguna ofan í gerjunarfötuna þegar hitinn er síðan lækkaður úr 20°C í lager hitastigið?
Re: Lager gerjun
Posted: 20. Oct 2011 11:18
by Örvar
Jæja nú er ég búinn að vera að lagera þetta í yfir 3 vikur við 3°C.
Hvað eruð þið persónulega vanir að lagera lengi?
Er eitthvað sem getur sagt manni hvort maður sé búinn að lagera nógi lengi?
Við smökkuðum bjórinn áður en við gerðum diacytil rest og hann smakkaðist bara frekar vel
Re: Lager gerjun
Posted: 20. Oct 2011 11:26
by hrafnkell
Örvar wrote:..hann smakkaðist bara frekar vel
Er það ekki ágætis vísbending um að hann sé tilbúinn til að fara á flöskur?

Re: Lager gerjun
Posted: 20. Oct 2011 11:56
by kristfin
lageraðiru hann á kökunni, eða fleyttirðu í secondary?
ef þetta er allt hreint og fínt, hefði ég áhuga á að fá gerköku hjá þér. hvaða ger notaðiru annars.
ég tek reyndar lagerana mína, eftir 2-3 vikur í gerjun við 10 gráður, beint á kút og í 4 gráður þar sem hann lagerast þangað til að ég brotna og drekk hann. 2-3 vikur er nóg, þá er hann líka orðinn kolsýrður og fínn, en hann batnar fram að 5. viku
Re: Lager gerjun
Posted: 20. Oct 2011 12:27
by Örvar
Ég lageraði á gerkökunni.
Þetta er S23 gerkaka, reyndar full af trub-i (ég skellti öllu úr suðupottinum í gerjunarfötuna), en ef þú vilt þá get ég hirt gerið fyrir þig
Re: Lager gerjun
Posted: 21. Oct 2011 15:01
by Örvar
Held að þessi fái að fara á flöskur bráðlega.
Þegar þið reiknið út hversu mikinn priming sykur þarf, hvaða hitastig veljið þið í reiknivélinni?
ég nota yfirleitt þessa reiknivél:
http://kotmf.com/tools/prime.php
Ætti ég að setja inn 10°C sem var hitastig við primary gerjun? eða 3°C sem er lager hitastigið? eða jafnvel 20°C?
Re: Lager gerjun
Posted: 21. Oct 2011 15:09
by sigurdur
Þú setur hæsta hitastig sem bjórinn er búinn að geymast við eftir að gerjun lauk.
Re: Lager gerjun
Posted: 21. Oct 2011 16:40
by Örvar
Oki takk. Ég set þá inn 20°C sem var hitinn við diacytil rest