Bjór frá feðgunum
Posted: 13. Sep 2011 14:09
Feðganir hér í Keflavík buðu mér í heimsókn síðasta laugardag þegar þeir voru að brugga. Það var virkilega gaman og fræðandi. Þeir virkuðu á mig sem proffesional amatör bruggarar. Búnir að studera græjur og allt sem viðkemur brugguninni. Fyrir svona nýgræðing eins og mig var þetta alveg fræbært. Fékk einnig að smakka hjá þeim tvo bjóra. Dortmunder og Amarillo pale ale minnir mig. En þetta voru tapparnir. Báðir þessir bjórar voru frábærir. Virkilega tærir og bragðgóðir. Vonandi næ ég einn daginn þar með tærnar þar sem þeir eru með hælana.
Takk kærlega fyrir mig. Vonandi geta þeir sagt meira um þessa frábæru bjóra sem þeir leyfðu mér að smakka.
Takk kærlega fyrir mig. Vonandi geta þeir sagt meira um þessa frábæru bjóra sem þeir leyfðu mér að smakka.