Feðganir hér í Keflavík buðu mér í heimsókn síðasta laugardag þegar þeir voru að brugga. Það var virkilega gaman og fræðandi. Þeir virkuðu á mig sem proffesional amatör bruggarar. Búnir að studera græjur og allt sem viðkemur brugguninni. Fyrir svona nýgræðing eins og mig var þetta alveg fræbært. Fékk einnig að smakka hjá þeim tvo bjóra. Dortmunder og Amarillo pale ale minnir mig. En þetta voru tapparnir. Báðir þessir bjórar voru frábærir. Virkilega tærir og bragðgóðir. Vonandi næ ég einn daginn þar með tærnar þar sem þeir eru með hælana.
Takk kærlega fyrir mig. Vonandi geta þeir sagt meira um þessa frábæru bjóra sem þeir leyfðu mér að smakka.
Attachments
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Við mætum með einhvað smakk á Októberfundinn, vorum að ganga frá félagsgjaldinu, eða allavegana að hluta.
Dortmunderinn er í raun ekki Dortmunder þar sem hann er öl en ekki lager.
En upprunalega var ætlunin að gera þessa uppskrift með lagerger, það kemur bara seinna.
Ég er ekki með uppskriftina hérna hjá mér en get sagt það að í henni er mikið af carapils og meskjunar planið er mjög sérstakt.
Amarillo Rye Pale Ale
Þessi er einn mesti bjór sem við höfum gert, hann hefur mikið mouthfeel, og er í rauninni ekki pale ale nema að hulmahlutanum.
Þessi var í raun tilraun til að sjá hvernig tækin okkar réðu við rúgur, útkoman er uppáhalds bjórinn minn (sonur)