Smá klúður

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Smá klúður

Post by bergrisi »

Góðan daginn.

Ætlaði að vera voða duglegur í dag og gera tvær uppskriftir. Annarsvegar Summer Sipper sem var til smökkunar á menningarnótt http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=1742 Hinn er American Pale ale sem ég hef gert áður. Reyndar voru ekki til réttu humlarnir í Summer sipperinn svo hann verður með Celeia humlum. Ég ætlaði að vera voða sniðugur og meskja fyrst Summerinn og setja svo bara í fötu og geyma áður en ég sýð á meðan ég hitaði vatn til að meskja hinn. Ég var eitthvað annars hugar og setti 23 lítra í fötu sem færi svo í suðu en hann hefði total átt bara að vera 19 lítrar. Svo mældi ég preboil OG og það er 1030. Var að spá í hvort ég gæti soðið hann niður í 19-20 lítra og svo bætt við humlum og soðið í klukkutíma. Annars er ég hræddur um að hann verði algjört piss.

Það kannski sannaðist að maður á ekki að gera tvennt í einu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply